fimmtudagur, september 27, 2007
G.B.Ó aka E.K.Í
Góðan daginn!
Fyrir 19 árum á þessum merka degi 27.september fæddist efnilegasta knattspyrnukona Íslands Guðný Björk Óðinsdóttir, can I get a hallelujah!
Guðný er einna mest þekkt fyrir að koma ekki nálægt boltum utan æfinga, djamm, hözzl og endalausar verslunarferðir í leit að kjólum.
Fyrir 19 árum á þessum merka degi 27.september fæddist efnilegasta knattspyrnukona Íslands Guðný Björk Óðinsdóttir, can I get a hallelujah!
Guðný er einna mest þekkt fyrir að koma ekki nálægt boltum utan æfinga, djamm, hözzl og endalausar verslunarferðir í leit að kjólum.
Guðný innilega til hamingju með afmælið! Haltu áfram að vera svona villt, tryllt og æst í fótbolta!
L.O.V.E pumafjölskildan sem elskar Betu.
L.O.V.E pumafjölskildan sem elskar Betu.
Kynning á andstæðingum okkar í Evrópukeppninni – annar leikur, Wezemal
Þann 13.október spilum við á móti belgísku meisturunum Wezemaal. Við vitum örlítið minna um þær en Frankfurt en það er aðallega vegna þessa að greinahöfundur er ekki alveg með belgískuna á hreinu. Wezemaal sigraði fyrsta riðilinn sinn örugglega og endaði með fullt hús stiga eftir sigra á SU 1 Dezembro, WFC Osijek, Cardiff City LFC og markatöluna 5-0. Þetta er fjórða árið í röð sem Wezemaal tekur þátt í Evrópukeppni félagsliða og þær ættu því að vera mjög reyndar í þessari keppni. Í fyrra voru þær mjög nálægt því að komast í 8 liða úrslitin en þær sigruðu Sparta Prag 4-2 en töpuðu naumlega 1-0 gegn Potsdam og 2-0 á móti Saestum. Einn leikmaður Wezemaal hefur spilað á Íslandi en hún heitir Inge Heiremans og spilaði árið 2001 með FH við góðan orðstír. Varð markahæsti leikmaður FH það tímabilið og skoraði einmitt sigurmark í heimaleik FH gegn Val sem endaði 1-0. Heiremans er gríðarlega sterkur skallamaður sem við þurfum að passa vel! Wezemaal eru efstar í belgísku deildinni eftir þrjá leiki með fullt hús stiga og markatöluna 14-2. Þær deila efsta sætinu með Tienen sem eru einnig með fullt hús en þessi tvö lið mætast 6.október og verður spennandi að sjá hvort liðið fer með sigur af hólmi í þeim leik.
Það er við engu öðru að búast nema að belgíska liðið sé gríðarsterkt og þurfum við því á öllu að halda til að sigra Wezemaal þann 13.október
Hér getiði séð allt um Wezemaal: http://www.ladiesrapide.tk/
Það er við engu öðru að búast nema að belgíska liðið sé gríðarsterkt og þurfum við því á öllu að halda til að sigra Wezemaal þann 13.október
Hér getiði séð allt um Wezemaal: http://www.ladiesrapide.tk/
þriðjudagur, september 25, 2007
Beta og Freysi skrifa undir!
STÓRFRÉTTIR - STÓRFRÉTTIR - STÓRFRÉTTIR - STÓRFRÉTTIR
Knattspyrnudeild Vals hefur gengið frá ráðningu þjálfarateymis hjá meistaraflokki kvenna.
Það eru þau Elísabet Gunnarsdóttir og Freyr Alexandersson sem munu þjálfa okkur næstu tvö árin. Þessi tvö þarf vart að kynna fyrir okkur en það er alveg ljóst að þetta eru FRÁBÆRAR FRÉTTIR FYRIR OKKUR!
Það eru þau Elísabet Gunnarsdóttir og Freyr Alexandersson sem munu þjálfa okkur næstu tvö árin. Þessi tvö þarf vart að kynna fyrir okkur en það er alveg ljóst að þetta eru FRÁBÆRAR FRÉTTIR FYRIR OKKUR!
meira um þetta hérna: http://gras.is/content.aspx?n=26299&c=1
Beta og Freyr - til hamingju með þetta
Meistaratitlarnir hreinlega fylgja Óla!
Óli og félagar hans úr Keflavík urðu Íslandsmeistarar í flokki 30 ára og eldri eftir 1-0 útisigur á ÍR í gær í úrslitaleik um meistaratitilinn!
Við óskum Óla innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn, Óli þú ert langbestur!!!
Dagný Brynjarsdóttir í U19!
Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur gert breytingu á hóp sínum er leikur í riðlakeppni EM í Portúgal. Dagný Brynjarsdóttir úr Val kemur inn í hópinn fyrir Ólöfu Gerði Ísberg úr KR. Í hópnum eru síðan bæði Thelma Ýr og Thelma Björk.
Hér er hópurinn í heild sinni: http://www.ksi.is/media/landslid/u19kvenna/U19_kvenna_Portugal_sept_2007_hopuriii.doc
Til hamingju Dagný!
Íslandsmeistarar 2007!
fimmtudagur, september 20, 2007
I WANT TO BREAK FREE!!
ja HÆÆÆÆ!
Ég er hér að tilkynna ykkur um partý, ekkert eðlilegt partý, ÍSLANDSMEISTARAPARTÝ!!
aha spennó
ég veit
ef að þú ert á myndinni hérna fyrir ofan plz come.. ef að þú varst að keppa með U-17 og ekki á myndinni plz come... ef að þú heldur að þú sért velkomin/n í ÍSLANDSMEISTARAPARTÝIÐ plz call :)
when: SATURDAY,laugardaginn,lordag 22.09.07
staður:HFJ 220 BABY
húsið mitt,æ þið vitið hvar eg á heima
mæting...mmmmm bara WHENEVER,eg verð hér súpandi á kokteilum og workin on my moves og tilbúin að taka á móti yndisfríðum gestum með MEDALÍU um hálsin... en húsið lokar að sjálfsögðu 21:21!
OG ALLIR SAMAN!!!
>>>>boogie boogie út á gólf fyrir þá sem vilja DANSA>>>>
kveðja ungfrú #3
Kynning á andstæðingum okkar í Evrópukeppninni – fyrsti leikur, Frankfurt!
Núna á næstu vikum mun koma kynning á liðunum þremur sem við munum mæta í Belgíu þann 11-16 október. Þar sem það styttist óðum í þetta er ekki seinna vænna en að byrja að kynna fyrstu mótherja okkar en það er þýska stórveldið Frankfurt!
Frankfurt er eitt allra sterkasta lið í heimi, ef ekki það sterkasta, um þessar mundir. Það er nánast stórstjarna í hverri stöðu og virðast fáir veikleikar vera að finna á liðinu. Saskia BARTUSIAK, Sandra SMISEK, Birgit PRINZ, Renate LINGOR, Kerstin GAREFREKES, Petra WIMBERSKY og Silke ROTTENBERG eru allar staddar sem stendur í Kína með landsliði sínu á HM en Þýska landsliðið þykir afar sigurstranglegt á mótinu. Frankfurt á fleiri stjörnur en þær sem eru í leikmannahópi HM. Frankfurt var á dögunum að gera samning við tvo leikmenn Alexandra Krieger og Gina Lewandowski sem eru báðar varnarmenn frá USA til að styrkja vörnina fyrir komandi leiktíð.
Við skulum rýna í helstu stórstjörnur liðsins:
Pirgit Prinz: 29 ára sóknarmaður. Hún hefur leikið 161 landsleiki fyrir Þýskaland og hefur skorað í þeim 105 mörk (að HM undanskyldu). Hún var valin þrjú ár í röð besti leikmaður heims, hún er margfaldur Heimsmeistari, Evrópumeistari og Þýskalandsmeistari. Það er óþarfi að telja upp hversu sterkur leikmaður þetta er og það væri hægt að tala hana endalaust en ykkur til fróðleiks getiði kíkt á þennan tengil: http://www.birgitprinz.de/
Renate Lingor: 32 ára miðjumaður. Hefur leikið 126 landsleiki fyrir Þýskaland og hefur skorað í þeim 30 mörk. Lingor er af mörgum talin besti leikmaður heims og alls ekki síðri en Prinz. Hún lenti í þriðja sæti í valinu á besta leikmanni heims í fyrra og er eins og Prinz margfaldur Heims-Evrópu og Þýskalandsmeistari. Meira um Lingor hér: http://www.idgie10.de/
Silke Rottenberg: 35 ára markvörður. Hefur leikið 123 landsleiki fyrir hönd Þýskalands og er án efa langfrægasti kvennamarkvörður heims í dag. Hún hefur verið talin besti markvörður í heimi í mörg ár og er eins og vinkonur sínar margfaldur Heims-Evrópu og Þýskalandsmeistari. Hér er allt um Rottenberg: http://www.silkerottenberg.de/?111A0
Hér er heimasíða Frankfurt. http://www.ffc-frankfurt.de/
Þar getiði séð liðið í heild sinni og allt það sem vert er að vita!
Við munum mæta þessu stjörnuprýdda liði þann 11.október í Belgíu í fyrsta leik okkar í 32.liða úrslitum. ÁFRAM VALUR!
Næst mun koma kynning á Belgísku meisturunum Wezemal en við mætum þeim þann 13.október nk.
Frankfurt er eitt allra sterkasta lið í heimi, ef ekki það sterkasta, um þessar mundir. Það er nánast stórstjarna í hverri stöðu og virðast fáir veikleikar vera að finna á liðinu. Saskia BARTUSIAK, Sandra SMISEK, Birgit PRINZ, Renate LINGOR, Kerstin GAREFREKES, Petra WIMBERSKY og Silke ROTTENBERG eru allar staddar sem stendur í Kína með landsliði sínu á HM en Þýska landsliðið þykir afar sigurstranglegt á mótinu. Frankfurt á fleiri stjörnur en þær sem eru í leikmannahópi HM. Frankfurt var á dögunum að gera samning við tvo leikmenn Alexandra Krieger og Gina Lewandowski sem eru báðar varnarmenn frá USA til að styrkja vörnina fyrir komandi leiktíð.
Við skulum rýna í helstu stórstjörnur liðsins:
Pirgit Prinz: 29 ára sóknarmaður. Hún hefur leikið 161 landsleiki fyrir Þýskaland og hefur skorað í þeim 105 mörk (að HM undanskyldu). Hún var valin þrjú ár í röð besti leikmaður heims, hún er margfaldur Heimsmeistari, Evrópumeistari og Þýskalandsmeistari. Það er óþarfi að telja upp hversu sterkur leikmaður þetta er og það væri hægt að tala hana endalaust en ykkur til fróðleiks getiði kíkt á þennan tengil: http://www.birgitprinz.de/
Renate Lingor: 32 ára miðjumaður. Hefur leikið 126 landsleiki fyrir Þýskaland og hefur skorað í þeim 30 mörk. Lingor er af mörgum talin besti leikmaður heims og alls ekki síðri en Prinz. Hún lenti í þriðja sæti í valinu á besta leikmanni heims í fyrra og er eins og Prinz margfaldur Heims-Evrópu og Þýskalandsmeistari. Meira um Lingor hér: http://www.idgie10.de/
Silke Rottenberg: 35 ára markvörður. Hefur leikið 123 landsleiki fyrir hönd Þýskalands og er án efa langfrægasti kvennamarkvörður heims í dag. Hún hefur verið talin besti markvörður í heimi í mörg ár og er eins og vinkonur sínar margfaldur Heims-Evrópu og Þýskalandsmeistari. Hér er allt um Rottenberg: http://www.silkerottenberg.de/?111A0
Hér er heimasíða Frankfurt. http://www.ffc-frankfurt.de/
Þar getiði séð liðið í heild sinni og allt það sem vert er að vita!
Við munum mæta þessu stjörnuprýdda liði þann 11.október í Belgíu í fyrsta leik okkar í 32.liða úrslitum. ÁFRAM VALUR!
Næst mun koma kynning á Belgísku meisturunum Wezemal en við mætum þeim þann 13.október nk.
miðvikudagur, september 19, 2007
Margrét Lára leikmaður umferða 13 - 18, sex leikmenn Vals í liðinu og Beta besti þjálfarinn!
Í hádeginu í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 13 -18 í Landsbankdeild kvenna og fór athöfnin fram í höfuðstöðvum KSÍ. Margrét Lára Viðarsdóttir var valin leikmaður umferða 13 - 18.
Þá var þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Vals, Elísabet Gunnarsdóttir, valin þjálfari umferðanna og stuðningsmenn Vals fengu viðurkenningu sem bestu stuðningsmenn umferða 13 - 18.
Þá var þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Vals, Elísabet Gunnarsdóttir, valin þjálfari umferðanna og stuðningsmenn Vals fengu viðurkenningu sem bestu stuðningsmenn umferða 13 - 18.
Liðið var þannig skipað: Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir - Valur, Varnarmenn: Alicia Maxine Wilson – KR, Ásta Árnadóttir – Valur, Guðný Björk Óðinsdóttir – Valur
Tengiliðir: Edda Garðarsdóttir – KR, Greta Mjöll Samúelsdóttir – Breiðablik, Hólmfríður Magnúsdóttir – KR, Katrín Jónsdóttir – Valur, Málfríður Sigurðardóttir – Valur
Framherjar: Margrét Lára Viðarsdóttir – Valur, Olga Færseth – KR
Tengiliðir: Edda Garðarsdóttir – KR, Greta Mjöll Samúelsdóttir – Breiðablik, Hólmfríður Magnúsdóttir – KR, Katrín Jónsdóttir – Valur, Málfríður Sigurðardóttir – Valur
Framherjar: Margrét Lára Viðarsdóttir – Valur, Olga Færseth – KR
Til hamingju allar!
þriðjudagur, september 18, 2007
U19 valið - Thelmurnar í blue team!
Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn er heldur til Portúgal og leikur þar í riðlakeppni EM U19 kvenna. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Rúmenía, Grikkland og Portúgal.
Fyrsti leikur liðsins er gegn Rúmeníu, fimmtudaginn 27. september. Því næst er leikið við Grikkland og að lokum gegn heimastúlkum í Portúgal
Fyrsti leikur liðsins er gegn Rúmeníu, fimmtudaginn 27. september. Því næst er leikið við Grikkland og að lokum gegn heimastúlkum í Portúgal
Við eigum tvo fulltrúa í þessum hópi, Thelma Björk Einarsdóttir og Thelma Ýr Gylfadóttir, til hamingju báðar! Hér má sjá hópinn í heild sinni: http://ksi.is/landslid/nr/5602
ÁFRAM ÍSLAND!
sunnudagur, september 16, 2007
Valur - Þór/KA á morgun, SÍÐASTI LEIKURINN Á ÍSLANDSMÓTINU!
Á morgun fer fram síðasti leikur okkar í deildinni og er hann á móti Þór/KA á Valbjarnarvelli klukkan 17.30. Þetta er jafnframt síðasti leikur okkar í mótinu og með sigri eða jafntefli tryggjum við okkur ÍSLANDSMEISTARATITILINN 2007!
Þetta er einnig síðasti leikurinn sem Valur mun spila á Valbjarnarvelli en við munum að sjálfsögðu færa okkur á Hlíðarenda næsta tímabil!
Við viljum því hvetja ALLA TIL AÐ MÆTA Á VALBJARNARVÖLL Í HINSTA SINN OG HVETJA OKKUR TIL SIGURS!
ÁFRAM VALUR!
Aðrir leikir sem fara fram á sama tíma eru: ÍR - Stjarnan, Keflavík - KR og Breiðablik - Fylkir.
laugardagur, september 15, 2007
Skalladrottningin Kata...
Gáta: Hvað þarf marga KR-inga til að vinna skallabolta á móti Kötu??
föstudagur, september 14, 2007
*BERRY* BERRY* BERRY*
já það fór nú ekki framhjá neinum sem var staddur á Vegamótum í gær að þar átti ung snót afmæli, jú jú mikið rétt þetta var hún Hallbera Gísladóttir!
Berry er eins og flestir vita mikill gleðigjafi og hefur hún ekki langt að sækja það en faðir hennar Gísli G hefur troðið upp í ófáum teitunum. Berry á það til að skella sér á tilboðin sem eru í gangi á N1 og kaupa jafnvel eina aunt Mabel´s með ! Berry haltu áfram að vera ÞÚ!!
***HALLBERA TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ***
ps. þetta er mjög merkilegur dagur :)
xoxo
4-2 stórkostlegur sigur á KR-velli!
Það verður að viðurkennast að leikmenn voru örlítið stressaðri fyrir þennan leik en aðra fyrri leiki enda gríðarlega mikið í húfi.. Íslandsmeistaratitillinn. Það má segja að KR hafi átt fyrstu 10 mínúturnar í leiknum en fleira áttu þær ekki. Strax á 7.mínútu skoraði Hrefna Jóhannesdóttir ótrúlegt mark með gríðarlegu harðfylgi en markið kom eftir röð mistaka sem byrjaði hjá markmanni. Eftir markið þá sameinuðust leikmenn í einu orði: GLEYMA. Það var ekki séns að KR væri að fara að fá eitthvað útur þessum leik, og hvað þá 3 stig eins og staðan var þarna. Katrín fyrirliði Jónsdóttir fór fyrir liði sínu og jafnaði leikinn á 23.mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Rakel Loga sem var færð yfir á hægri kantinn stuttu áður. Skömmu áður hafði markvörður KR varið vel frá Rakeli og KR-vörnin bjargað á marklínu eftir skot Margrétar þannig það er ekki hægt að segja annað en að markið hafi legið í loftinu. Á 32.mínútu sofnaði KR vörnin heldur betur á verðinum. Hólmfríður var dæmd rangstæð og KR enn að pirra sig á því þegar Gugga tók boltann og þrumaði honum yfir vörnina sem missti boltann yfir sig, Margrét komst ein í gegn og kláraði í einni nettri snertingu og við komnar í 2-1 við gríðarlegan fögnuð viðstaddra! Staðan var 2-1 í hálfleik.
Í hálfleik vorum við sannfærðar um að vinna sigur á KR á þeirra heimavelli og ekki inní myndinni að fara að slaka eitthvað á! Vindurinn spilaði gríðarlega stóran þátt í þessum leik, í fyrri hálfleik byrjuðum við með vindinn í bakið en nú var komið að okkar að verjast þessum strekkingsstormi.
KR hóf stórskotahríð að marki, en flest þeirra skot voru ómarkviss og yfirleitt langt framhjá. Engin veruleg hætta skapaðist fyrir framan okkar mark þó að KR hafi sótt nær allan hálfleikinn. Vindurinn var það svakalegur að undirituð man ekki eftir öðru eins, dreyf varla útur eigin teig! Á 59.gerði Beta breytingu á liðinu sem hafði gríðarlega góð áhrif á liðið, Rakel sem var búin að keyra sig út fór útaf fyrir efnilegasta leikmann Íslands í dag, Dagný Brynjarsdóttur. Hún var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn en aðeins 7 mínútum síðar keyrði hún í sókn með Margréti sem renndi boltanum út á hana eftir að hafa spænt upp hægri kantinn og Dagný kom okkur í 3-1! Við vorum ennþá að fagna markinu þegar KR-ingar geystust í sókn og Hrefna Jóhannesdóttir sem hefur reynst okkur afar erfið skoraði strax og minnkaði muninn í 3-2. Markið verður að skrifast á einbeitingarleysi liðsins inná vellinum sem var enn að fagna með Dagnýju. Nú voru rúmlega 20 mínútur eftir af leiknum og spennan gríðarleg. KR ingar bættu í sóknarleikinn og voru orðnar fáliðaðar baka til. Þær komust þó lítið áleiðis gegn vel skipulagðri vörn okkar. Hálf örvæntingarfull skot utan af velli var eiginlega það eina sem þær reyndu, en þær áttu erfitt með að spila í svakalegum vindinum. Hrefna Jóhannesdóttir kom sér þó í nokkur ágætisfæri uppá eigin spýtur en hún var ein af 3-4 leikmönnum KR sem sýndi einhvern vilja til að vinna leikinn eftir að þær höfðu lennt undir. Hólmfríður Magnúsdóttir komst í dauðafæri á 88.mín en skot hennar var varið og ein af fjölmörgum hættulegum hornspyrnum KR-inga var dæmd. Það var síðan í uppbótartíma að Margrét Lára fékk sendingu innfyrir og gjörsamlega lék sér að miðvarðarpari KR. Fyrst komst hún framhjá hini eitilhörðu Aliciu og síðan lék hún sér að Agnesi og renndi boltanum síðan laglega í markið! Staðan orðin 4-2 og vonir KR um Íslandsmeistaratitil þetta árið nánast úr sögunni. Einhverjir KR-ingar vildu meina að Margrét hafi verið rangstæð en þær þurfa aðeins að glugga betur í reglur rangstæðunnar þar sem Margrét var klárlega á okkar vallarhelming þegar sendingin kom og hefði því rangstæða verið alvarlega rangur dómur. Sigurinn í gærkvöldi var einn sá sætasti sem við Valsmenn munum eftir en að nánast tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á KR velli er ólýsanleg tilfinning og frábært að upplifa þetta. Katrín Jónsdóttir fyrirliði liðsins var hreint út sagt MÖGNUÐ í þessum leik, hún gjörsamlega stýrði liði sínu til sigurs, sérstaklega þegar KR skoraði fyrsta markið, þá dreyf hún liðið áfram og skoraði sjálf jöfnunarmarkið auk þess sem hún vann gjörsamlega öll návígi sem hún fór í. Fríða og Vanja voru einnig frábærar við hlið hennar og vil ég meina að leikurinn hafi unnist á miðjunni. Vörnin spilaði gríðarlega vel og gaf fá færi á sér og var langt frá því að eiga í erfiðleikum með sóknarlínu KR inga þótt að mörkin tvö sem við fengum á okkur væru af ódýrari gerðinni. Margrét kláraði leikinn fyrir okkur en hún er að kóróna frábært tímabil sitt með MARKAMETI annað árið í röð og sannar enn og aftur að hún er besti senter þessa lands og þótt víða væri leitað. Dagný átti magnaða innkomu, sýndi engum virðingu og fór strax á fullu í allar tæklingar og skoraði síðan eitt mark. Þetta var einn mesti liðssigur sem liðið hefur unnið og ekki má gleyma þætti þjálfaranna sem voru búnir að stúdera KR-liðið í tætlur enda gekk KR nánast ekkert áleiðis í leiknum. Katrín var fremst meðal jafningja í gærkvöldi en það er samt hægt að segja að hver einasti leikmaður sem tók þátt í leiknum átti frábæran dag! Nú má segja að við séum nánast búnar að tryggja okkur Íslandsmeistaratitilinn í þriðja sinn á fjórum árum sem lýsir því hversu magnaður Vals-kjarninn er í þessu liði! Betra liðið sigraði leikinn!
Liðið: Gugga, Hallbera, Ásta, Pála, Sif, Vanja, Fríða, Kata, Rakel (59.Dagný) Guðný og Margrét.
Í hálfleik vorum við sannfærðar um að vinna sigur á KR á þeirra heimavelli og ekki inní myndinni að fara að slaka eitthvað á! Vindurinn spilaði gríðarlega stóran þátt í þessum leik, í fyrri hálfleik byrjuðum við með vindinn í bakið en nú var komið að okkar að verjast þessum strekkingsstormi.
KR hóf stórskotahríð að marki, en flest þeirra skot voru ómarkviss og yfirleitt langt framhjá. Engin veruleg hætta skapaðist fyrir framan okkar mark þó að KR hafi sótt nær allan hálfleikinn. Vindurinn var það svakalegur að undirituð man ekki eftir öðru eins, dreyf varla útur eigin teig! Á 59.gerði Beta breytingu á liðinu sem hafði gríðarlega góð áhrif á liðið, Rakel sem var búin að keyra sig út fór útaf fyrir efnilegasta leikmann Íslands í dag, Dagný Brynjarsdóttur. Hún var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn en aðeins 7 mínútum síðar keyrði hún í sókn með Margréti sem renndi boltanum út á hana eftir að hafa spænt upp hægri kantinn og Dagný kom okkur í 3-1! Við vorum ennþá að fagna markinu þegar KR-ingar geystust í sókn og Hrefna Jóhannesdóttir sem hefur reynst okkur afar erfið skoraði strax og minnkaði muninn í 3-2. Markið verður að skrifast á einbeitingarleysi liðsins inná vellinum sem var enn að fagna með Dagnýju. Nú voru rúmlega 20 mínútur eftir af leiknum og spennan gríðarleg. KR ingar bættu í sóknarleikinn og voru orðnar fáliðaðar baka til. Þær komust þó lítið áleiðis gegn vel skipulagðri vörn okkar. Hálf örvæntingarfull skot utan af velli var eiginlega það eina sem þær reyndu, en þær áttu erfitt með að spila í svakalegum vindinum. Hrefna Jóhannesdóttir kom sér þó í nokkur ágætisfæri uppá eigin spýtur en hún var ein af 3-4 leikmönnum KR sem sýndi einhvern vilja til að vinna leikinn eftir að þær höfðu lennt undir. Hólmfríður Magnúsdóttir komst í dauðafæri á 88.mín en skot hennar var varið og ein af fjölmörgum hættulegum hornspyrnum KR-inga var dæmd. Það var síðan í uppbótartíma að Margrét Lára fékk sendingu innfyrir og gjörsamlega lék sér að miðvarðarpari KR. Fyrst komst hún framhjá hini eitilhörðu Aliciu og síðan lék hún sér að Agnesi og renndi boltanum síðan laglega í markið! Staðan orðin 4-2 og vonir KR um Íslandsmeistaratitil þetta árið nánast úr sögunni. Einhverjir KR-ingar vildu meina að Margrét hafi verið rangstæð en þær þurfa aðeins að glugga betur í reglur rangstæðunnar þar sem Margrét var klárlega á okkar vallarhelming þegar sendingin kom og hefði því rangstæða verið alvarlega rangur dómur. Sigurinn í gærkvöldi var einn sá sætasti sem við Valsmenn munum eftir en að nánast tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á KR velli er ólýsanleg tilfinning og frábært að upplifa þetta. Katrín Jónsdóttir fyrirliði liðsins var hreint út sagt MÖGNUÐ í þessum leik, hún gjörsamlega stýrði liði sínu til sigurs, sérstaklega þegar KR skoraði fyrsta markið, þá dreyf hún liðið áfram og skoraði sjálf jöfnunarmarkið auk þess sem hún vann gjörsamlega öll návígi sem hún fór í. Fríða og Vanja voru einnig frábærar við hlið hennar og vil ég meina að leikurinn hafi unnist á miðjunni. Vörnin spilaði gríðarlega vel og gaf fá færi á sér og var langt frá því að eiga í erfiðleikum með sóknarlínu KR inga þótt að mörkin tvö sem við fengum á okkur væru af ódýrari gerðinni. Margrét kláraði leikinn fyrir okkur en hún er að kóróna frábært tímabil sitt með MARKAMETI annað árið í röð og sannar enn og aftur að hún er besti senter þessa lands og þótt víða væri leitað. Dagný átti magnaða innkomu, sýndi engum virðingu og fór strax á fullu í allar tæklingar og skoraði síðan eitt mark. Þetta var einn mesti liðssigur sem liðið hefur unnið og ekki má gleyma þætti þjálfaranna sem voru búnir að stúdera KR-liðið í tætlur enda gekk KR nánast ekkert áleiðis í leiknum. Katrín var fremst meðal jafningja í gærkvöldi en það er samt hægt að segja að hver einasti leikmaður sem tók þátt í leiknum átti frábæran dag! Nú má segja að við séum nánast búnar að tryggja okkur Íslandsmeistaratitilinn í þriðja sinn á fjórum árum sem lýsir því hversu magnaður Vals-kjarninn er í þessu liði! Betra liðið sigraði leikinn!
Liðið: Gugga, Hallbera, Ásta, Pála, Sif, Vanja, Fríða, Kata, Rakel (59.Dagný) Guðný og Margrét.
miðvikudagur, september 12, 2007
KR - Valur á morgun! Frostaskjól klukkan 17.00
Á morgun, fimmtudaginn 13.september, spilum við nánast hreinan úrslitaleik í Íslandsmótinu þetta árið. Leikurinn fer fram á heimavelli KR-inga Frostaskjóli og hefst hann klukkan 17.00. Leiktímanum var breytt vegna beinnar útsendingar á RÚV. Fyrri leikur liðanna fór 1-1 á Valbjarnarvelli. Það þarf vart að nefna hversu mikilvægur þessi leikur er og vil ég hvetja ALLA til að mæta á leikinn og styðja okkur til sigurs!!
ÁFRAM VALUR!!!
Aðrir leikir sem fara fram í deildinni eru: Þór/KA - ÍR, Fylkir - Keflavík og Fjölnir - Breiðablik.
mánudagur, september 10, 2007
U17 valið!
Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn er heldur til Slóveníu og leikur þar í undanriðli fyrir EM 2008. Er þetta í fyrsta skipti sem að Evrópumót er haldið í þessum aldursflokki.
Ísland er í riðli með Lettlandi, Úkraínu og gestgjöfunum frá Slóveníu. Efsta þjóð riðilsins kemst áfram í milliriðla ásamt þeim 6 þjóðum með bestan árangur í öðru sæti en 10 riðlar eru í undankeppninni.
Ísland er í riðli með Lettlandi, Úkraínu og gestgjöfunum frá Slóveníu. Efsta þjóð riðilsins kemst áfram í milliriðla ásamt þeim 6 þjóðum með bestan árangur í öðru sæti en 10 riðlar eru í undankeppninni.
Valsarar eiga þrjá fulltrúa í hópnum: Andrea, Dagný og Heiða - Til hamingju allar!!
Hér má sjá hópinn í heild sinni: http://www.ksi.is/media/landslid/u17kvenna/U17kv_EM_Slovakia_hopur_2007.pdf
ÁFRAM ÍSLAND!
laugardagur, september 08, 2007
3-0 sigur á Fylki!
Í gærkvöldi tókum við á móti Fylki á Valbjarnarvelli en leikurinn fór fram við fremur erfiðar aðstæður, mjög laus völlur og mikil bleyta. Liðið var eins upp stillt eins og í síðasta leik enda óeðlilegt að skipta um lið eftir 11-0 sigur í síðasta leik. Við byrjuðum ekki alveg nógu sannfærandi og gekk illa að halda boltanum innan liðsins. Einfaldar sendingar voru að klikka en það má samt eiginlega skrifa það á hræðilegan völlinn. Smátt og smátt tókum við völd á vellinum og komust Margrét, Rakel og Nína allar í góð færi og hefðu vel getað skorað. Fyrsta mark leiksins kom þó ekki fyr en á 35.mínútu en brotið var á Margréti innan teigs og umsvifalaust dæmd vítaspyrna. Margrét fór sjálf á vítapunktinn og skoraði örugglega. Aðeins sex mínútum síðar eða á 41.mínútu fékk Margrét boltann út á velli, keyrði að markinu og skaut af um 30 metra færi niðri í vinstra hornið og boltinn söng í netinu. Staðan orðin 2-0. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik þrátt fyrir nokkur góð færi í viðbót. Helstu sóknarlotur Fylkis í fyrri hálfleiknum voru eftir skyndisóknir en þær fengu þó ekki neitt teljandi dauðafæri. Í hálfleik var Beta ekkert alltof sátt með liðið enda nánast hver einasti leikmaður ekki að ná að sýna sitt besta. Við byrjuðum seinni hálfleikinn að krafti og sköpuðum okkur strax nokkur marktækifæri en náðum ekki að nýta þau. Siðan virtist mikil þreyta vera komin í liðið og virtust leikmenn vera “saddir” við stöðuna sem upp var komin. Það vantaði alvarlega meiri ógnun frá vængmönnunum sem náðu engan vegin að sýna sama leik og á móti Fjölni. Á 70. mínútu voru Rakeli og Vönju báðum skipt útaf fyrir Dagný og Hallberu. Miðjan náði sér heldur ekki á strik því miður, og alltof margar stungur fengu að koma frá miðjumönnum Fylkis, en sóknarmenn Fylkis voru síðan nánast alltaf rangstæðar þannig við sluppum með þetta. Á 75.mínútu var Guðnýju skipt útaf fyrir Thelmu. Varnarlega spiluðum við vel og fengum ekki á okkur mark en við hefðum klárlega getað spilað boltanum betur frá okkur. Á 88.mínútu áttum við að fá aðra vítaspyrnu þegar Margrét komst í gegn eftir frábæra sendingu frá Hallberu, Margrét var gjörsamlega straujuð í teignum en ekkert dæmt. Síðasta mark leiksins kom síðan á 91.mínútu þegar við fengum aukaspyrnu út á kanti. Margrét tók spyrnuna og gerði sér lítið fyrir og skoraði utanfótar með hægri á nærstöng, stórglæsilegt skot! Lokatölur urðu því 3-0 og leikmenn frekar þreyttir í leikslok eftir þrjá leiki á einni viku (plús eina ógeðisæfingu). Frammistaðan aðeins slakari í gærkvöldi en í undanförnum leikjum en það er mjög eðlilegt vegna leikjaálags og þreytu. Sigurinn var þó í rauninni aldrei í neinni hættu og þrjú mikilvæg stig komin í hús! Margrét Lára á hrós skilið fyrir að taka af skarið þegar á þurfti og má segja að hún hafi klárað leikinn fyrir okkur með mörkunum þremur. Vörnin fær einnig hrós fyrir mjög góðan varnarleik þótt að sóknarlega hefðum við getað gert betur.
Liðið: Gugga, Ásta, Pála, Sif, Guðný (Thelma 75.), Kata, Fríða, Vanja (Hallbera 70.), Rakel (Dagný 70.), Nína og Margrét.
Liðið: Gugga, Ásta, Pála, Sif, Guðný (Thelma 75.), Kata, Fríða, Vanja (Hallbera 70.), Rakel (Dagný 70.), Nína og Margrét.
fimmtudagur, september 06, 2007
Valur - Fylkir á morgun!
Á morgun, föstudaginn 7.september, spilum við á móti Fylki í Landsbankadeild kvenna og verður leikurinn á Valbjarnarvelli klukkan 18.00. Fyrri leikur liðanna endaði 3-1 okkur í hag í eftirminnilegum leik. Við viljum hvetja alla til að mæta á völlinn og styðja okkur til sigurs! Hvert stig og hvert mark skiptir gríðarlega miklu máli uppá framhaldið! Til gamans má geta að Fylkir fékk stuðningsmannaverðlaun umferða 1-6 og Valur í umferðum 7-12 og verður gaman að sjá stuðningsmenn liðanna mætast á morgun. ÁFRAM VALUR!!
Aðrir leikir sem fara fram á sama tíma eru: ÍR - KR, Keflavík - Fjölnir og Stjarnan - Þór/KA.
þriðjudagur, september 04, 2007
Ótrúlegur 11-0 sigur í kvöld!!
Fæstir bjuggust við því að mikil markasúpa yrði í kvöld, þar sem Fjölnisliðið er þekkt fyrir gríðarlega baráttu og þéttan varnarleik en við hreinlega yfirspiluðum lið Fjölnis sem vissu vart hvort þær voru að koma eða fara og leikurinn endaði með þeim ótrúlegu tölum 11-0! Það var mikið rok og frekar kalt í veðri þegar dómari leiksins flautaði leikinn á í kvöld. Við byrjuðum að spila á móti vindi og skoraði Nína fljótlega mark sem að því er virtist löglegt, en dómarinn tók þá furðulegu ákvörðun að dæma hana rangstaða eftir að hún sjálf skaut í stöng og fylgdi á eftir. Rakel Loga skoraði því fyrsta markið sem var dæmt gilt á 26.mínútu.
Annað mark leiksins var stórglæsilegt. Á 30.mínútu keyrði Guðný upp vinstri kantinn og átti frábæra sendingu beint á kollinn á Margréti sem skallaði boltann í bláhornið og staðan 2-0. Rakel og Margrét áttu síðan báðar eftir að bæta við mörkum áður en flautað var til leikhlés. Rakel skoraði eftir stórkostlega sendingu frá Kötu (sem er dugleg að leggja upp þessa dagana) gegnum vörnina en hún náði að pota í boltann áður en markvörður Fjölnis náði til hans. Margrét skoraði af stuttu færi eftir klafs í teignum á 44.mínútu. Vanja hafði líka skorað eitt mark eftir frábært spil upp völlinn en hún var rangstæð og markið því dæmt af. Fjölnir átti ekki mikið í fyrri hálfleik en fékk þó eitt gott færi strax á upphafsmínútum en skot þeirra fór yfir markið.
Staðan var því 4-0 þegar leikmenn gegnu til búningsherbergja og var Elísabet Gunnarsdóttir nokkuð sátt með gang mála.
Í seinni hálfleik spiluðum við með vindinn í bakið og komst þá Fjölnir vart yfir miðju. Fyrsta mark seinni hálfleiks og það fimmta í leiknum kom á 54.mínútu eftir að Guðný tók stutt horn á Margréti sem skaut og skoraði. Strax mínútu síðar keyrði Rakel upp hægri kantinn og skoraði með frábæru skoti í þaknetið og staðan orðin 6-0. Tveimur mínútum síðar eða á 57.mínútu áttum við frábært spil upp völlinn sem endaði með því að Margrét komst ein innfyrir og hún gerði allt rétt og smellti boltanum niðri í hægra hornið. Minnstu munaði að Margrét næði að skora aftur eftir stutta hornspyrnu en boltinn small í þverslánni og yfir.
Á 58.mínútu komu Linda og Dagný inná fyrir Pálu og Sif. Á 70.mínútu fékk Fríða boltann á miðjunni, hún keyrði að markinu, sólaði tvær og smellti boltanum með vinstri niðri í hægra hornið og staðan orðin 8-0. Á 76. mínútu fengum við hornspyrnu sem Margrét tók, hún sendi boltann fyrir beint á kollinn á Kötu sem stangaði hann í netið!
Á 80.mínútu kom Hallbera inn fyrir Ástu, en við breyttum í þriggja manna vörn, þar sem Fjölnisstúlkur komust lítið áleiðis fram völlinn. Á 83.mínútu skoraði átti Vanja góða fyrirgjöf á Nínu sem kom með hlaupið á nær og skoraði örugglega. Á 86. mínútu fengum við síðan vítaspyrnu eftir að Margrét átti skot að marki sem var varið með hendi af varnarmanni Fjölnis. Leikmaðurinn fékk umsvifalaust að líta rauða spjaldið þótt okkur hafi nú alveg fundist nóg að fá bara vítið. Nína tók vítið að þessu sinni og skoraði örugglega.
Hreint út sagt ÓTRÚLEGUR leikur og svakalegar lokatölur. Fjölnir átti varla færi í leiknum fyrir utan færið í byrjun en annars áttum við leikinn frá upphafi til enda. Samstaðan í liðinu var hreint mögnuð og virðist engu máli skipta hver er inná vellinum því það var aldrei neitt gefið eftir og sama hvað staðan var. Við náðum hreinlega að yfirspila lið Fjölnis sem hefur verið þekkt fyrir að gefast aldrei upp en það má segja að þær hafi bara aldrei séð til sólar í dag. Rakel var mögnuð á kantinum og skoraði 3 stykki og Margrét drjúg í senternum með fjögur. Nína skoraði 3 líka en bara 2 skv. dómaranum sem ákvað að dæma eitt af.....
Vörnin stóð sig frábærlega og fékk varla á sig færi og enn einu sinni í sumar héldum við hreinu!!
Liðið: Gugga, Ásta (Hallbera 80.) Pála (Linda 58.), Sif (Dagný 58.), Guðný, Fríða, Kata, Vanja, Nína, Rakel og Margrét.
Annað mark leiksins var stórglæsilegt. Á 30.mínútu keyrði Guðný upp vinstri kantinn og átti frábæra sendingu beint á kollinn á Margréti sem skallaði boltann í bláhornið og staðan 2-0. Rakel og Margrét áttu síðan báðar eftir að bæta við mörkum áður en flautað var til leikhlés. Rakel skoraði eftir stórkostlega sendingu frá Kötu (sem er dugleg að leggja upp þessa dagana) gegnum vörnina en hún náði að pota í boltann áður en markvörður Fjölnis náði til hans. Margrét skoraði af stuttu færi eftir klafs í teignum á 44.mínútu. Vanja hafði líka skorað eitt mark eftir frábært spil upp völlinn en hún var rangstæð og markið því dæmt af. Fjölnir átti ekki mikið í fyrri hálfleik en fékk þó eitt gott færi strax á upphafsmínútum en skot þeirra fór yfir markið.
Staðan var því 4-0 þegar leikmenn gegnu til búningsherbergja og var Elísabet Gunnarsdóttir nokkuð sátt með gang mála.
Í seinni hálfleik spiluðum við með vindinn í bakið og komst þá Fjölnir vart yfir miðju. Fyrsta mark seinni hálfleiks og það fimmta í leiknum kom á 54.mínútu eftir að Guðný tók stutt horn á Margréti sem skaut og skoraði. Strax mínútu síðar keyrði Rakel upp hægri kantinn og skoraði með frábæru skoti í þaknetið og staðan orðin 6-0. Tveimur mínútum síðar eða á 57.mínútu áttum við frábært spil upp völlinn sem endaði með því að Margrét komst ein innfyrir og hún gerði allt rétt og smellti boltanum niðri í hægra hornið. Minnstu munaði að Margrét næði að skora aftur eftir stutta hornspyrnu en boltinn small í þverslánni og yfir.
Á 58.mínútu komu Linda og Dagný inná fyrir Pálu og Sif. Á 70.mínútu fékk Fríða boltann á miðjunni, hún keyrði að markinu, sólaði tvær og smellti boltanum með vinstri niðri í hægra hornið og staðan orðin 8-0. Á 76. mínútu fengum við hornspyrnu sem Margrét tók, hún sendi boltann fyrir beint á kollinn á Kötu sem stangaði hann í netið!
Á 80.mínútu kom Hallbera inn fyrir Ástu, en við breyttum í þriggja manna vörn, þar sem Fjölnisstúlkur komust lítið áleiðis fram völlinn. Á 83.mínútu skoraði átti Vanja góða fyrirgjöf á Nínu sem kom með hlaupið á nær og skoraði örugglega. Á 86. mínútu fengum við síðan vítaspyrnu eftir að Margrét átti skot að marki sem var varið með hendi af varnarmanni Fjölnis. Leikmaðurinn fékk umsvifalaust að líta rauða spjaldið þótt okkur hafi nú alveg fundist nóg að fá bara vítið. Nína tók vítið að þessu sinni og skoraði örugglega.
Hreint út sagt ÓTRÚLEGUR leikur og svakalegar lokatölur. Fjölnir átti varla færi í leiknum fyrir utan færið í byrjun en annars áttum við leikinn frá upphafi til enda. Samstaðan í liðinu var hreint mögnuð og virðist engu máli skipta hver er inná vellinum því það var aldrei neitt gefið eftir og sama hvað staðan var. Við náðum hreinlega að yfirspila lið Fjölnis sem hefur verið þekkt fyrir að gefast aldrei upp en það má segja að þær hafi bara aldrei séð til sólar í dag. Rakel var mögnuð á kantinum og skoraði 3 stykki og Margrét drjúg í senternum með fjögur. Nína skoraði 3 líka en bara 2 skv. dómaranum sem ákvað að dæma eitt af.....
Vörnin stóð sig frábærlega og fékk varla á sig færi og enn einu sinni í sumar héldum við hreinu!!
Liðið: Gugga, Ásta (Hallbera 80.) Pála (Linda 58.), Sif (Dagný 58.), Guðný, Fríða, Kata, Vanja, Nína, Rakel og Margrét.
mánudagur, september 03, 2007
Fjölnir - Valur á morgun
Á morgun, þriðjudaginn 4.september, spilum við á móti Fjölni á Fjölnisvelli í Grafarvogi og hefst leikurinn kl.18.00. Fjölnir er sem stendur í 6.sæti deildarinnar og fór fyrri leikur liðanna 3-0 okkur í hag. Við viljum hvetja alla til að mæta á völlinn og styðja okkur til sigurs! ÁFRAM VALUR!!!
Aðrir leikir sem fara fram í Landsbankadeild kvenna eru: Breiðablik - Keflavík og KR - Stjarnan sem fara fram í dag. Á morgun er síðan Fylkir - ÍR.
laugardagur, september 01, 2007
6-0 frábær sigur á breiðabliki, erfiður völlur í kvöld...
Undanfarna daga hefur rignt gríðarlega mikið og ber þess greinilega ummerki á Valbjarnarvelli. Það voru risa pollar vítt og breitt um völlinn sem áttu eftir að gera leikmönnum beggja liða einkar erfitt fyrir. Beta þurfti ekki að gera mikið meira en að stilla upp liði fyrir leikinn og minna á andrúmsloftið inní klefa eftir bikarleikinn til að koma okkur í gírinn. Við vorum svo sannarlega staðráðnar í að hefna fyrir ófarirnar í bikarnum og Rakel Loga skoraði fyrsta markið eftir um 2,5 mínútur og markasúpan rétt að byrja. (Leikmenn byrjuðu svo sannarlega á fyrstu mínútu en ekki á 46.mín eins og í bikarnum;) Við vorum í raun með öll tök á vellinum og sköpuðum okkur slatta af færum sem hefðu mátt nýtast betur. Rakel fékk eitt frábært færi þegar hún komst alein í gegn eftir stórbrotna sendingu frá Kötu en skaut rétt framhjá markinu. Bestu færi Breiðabliks voru eftir föst leikatriði og sluppum við einu sinni með skrekkinn þegar Guðrún Sóley fékk gott skotfæri sem var varið af stuttu færi. Á 38.mínútu komst Margrét í gott skotfæri hægra megin í teig blikastúlkna og átti ágætt skot að marki sem þeyttist meðfram rennandi blautu grasinu og boltinn söng í netinu. Skömmu áður komst Guðný í dauðafæri eftir frábært spil hjá okkur en þvi miður hitti hún boltann illa og boltinn lak framhjá markinu. Hún bætti svo sannarlega fyrir það á 41.mínútu þegar hún keyrði upp vinstra megin á miðjunni og átti frábært skot uppi í hægra markhornið af 20 metra færi og skoraði glæsilegt mark. Staðan var því 3-0 í hálfleik þegar leikmenn gengu rennandi blautir af velli. Í seinni hálfleik vorum við með markið fjær þróttarahúsinu en rétt fyrir utan okkar vítateig voru svakalegir pollar sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á leikinn. Seinni hálfleikurinn byrjaði mun rólegari heldur en sá fyrri og áttu leikmenn erfitt með að spila boltanum sín á milli þar sem annað hvort skoppaði boltinn og þeyttist út um allt, eða snarstoppaði í einum af fjölmörgum pollum á vellinum. Við spiluðum þéttan varnarleik og sköpuðum okkur nokkur góð opin marktækifæri á meðan blikarnir voru heldur bitlausir í framlínunni og komust ekki í neitt teljandi opið marktækifæri. Á 62.mínútu komu Nína og Thelma Björk inná fyrir Hallberu og Vönju, síðan á 68.mín fór Sif útaf fyrir Thelmu Ýr. Á 81.mínútu fengum við innkast hægra megin alveg niðri nálægt okkar marki og blikarnir eitthvað ósáttir við það og gleymdu sér í pirringi, við skildum 3-4 leikmenn bara eftir, keyrðum upp völlinn sem endaði með því að Nína komst ein í gegn, sólaði Petru markvörð blika og renndi boltanum í netið! Á 85. mínútu voru blikar aftur í sókn en brutu á Guðný og aukaspyrna réttilega dæmd rétt fyrir utan teig, blikarnir svekktu sig á því og tautuðu í dómaranum á meðan Gugga tók boltann strax og gaf á Thelmu sem var alein á vinstri kantinum, hún keyrði með boltann og gaf á Nínu sem var komin ein í gegn aftur og sólaði aftur Petru markmann og staðan orðin 5-0! Síðasta mark leiksins skoraði síðan Margrét Lára úr vítateignum, fékk góða sendingu yfir vörnina og kláraði færið með stæl! Staðan 6-0 í leikslok! Hreint út sagt frábær 6-0 sigur og varla hægt að biðja um meira miðað við þær aðstæður sem voru í kvöld. Völlurinn var virkilega erfiður og að cirka út hvernig boltinn skoppaði var álíka erfitt og að reikna út erfitt tölfræði II dæmi! Sérstaklega í kringum miðjuna og á vallarhelmningnum okkar í seinni hálfleik. Vörnin stóð sig virkilega vel, sérstaklega miðvarðarparið, Ásta og Pála sem stoppuðu ófáar sóknir blikanna. Pála átti einmitt eina stórglæsilega tæklingu þegar Guðrún Sóley var sloppin ein í gegn. Guðný átti mjög góðan leik og virðist engu máli skipta hvar á vellinum hún er látin spila. Kata vann gríðarlega vel á miðjunni en hún vann nánast alla skallabolta sem komu nálægt henni. Nína átti gjörsamlega FRÁBÆRA innkomu og skoraði 2 góð mörk, og Thelmurnar tvær hleyptu nýju lífi í sóknarleikinn en þær komu mjög ferskar inn. Frábært þegar leikmenn af bekknum koma jafnferskar inn eins og þær gerðu í dag! Kristinn Jakobsson var dómari leiksins og stóð hann sig virkilega vel, munar öllu þegar dómarinn er góður! Annars var þetta frábær sigur þar sem allir lögðu sig virkilega vel fram og liðsheildin klárlega sem skóp þessi þrjú stig!! Að lokum vil ég fyrir hönd liðsins þakka áhorfendum fyrir komuna, þrátt fyrir mikla rigningu og þá sérstaklega trommurunum sem létu svo sannarlega vel í sér heyra, ÞIÐ VORUÐ FRÁBÆR!!
Liðið: Gugga, Ásta, Pála, Hallbera (Thelma Björk 62.), Sif (Thelma Ýr 68.), Fríða, Kata, Guðný, Vanja (Nína 62.), Rakel og Margrét.
Liðið: Gugga, Ásta, Pála, Hallbera (Thelma Björk 62.), Sif (Thelma Ýr 68.), Fríða, Kata, Guðný, Vanja (Nína 62.), Rakel og Margrét.