fimmtudagur, september 06, 2007
Valur - Fylkir á morgun!
Á morgun, föstudaginn 7.september, spilum við á móti Fylki í Landsbankadeild kvenna og verður leikurinn á Valbjarnarvelli klukkan 18.00. Fyrri leikur liðanna endaði 3-1 okkur í hag í eftirminnilegum leik. Við viljum hvetja alla til að mæta á völlinn og styðja okkur til sigurs! Hvert stig og hvert mark skiptir gríðarlega miklu máli uppá framhaldið! Til gamans má geta að Fylkir fékk stuðningsmannaverðlaun umferða 1-6 og Valur í umferðum 7-12 og verður gaman að sjá stuðningsmenn liðanna mætast á morgun. ÁFRAM VALUR!!
Aðrir leikir sem fara fram á sama tíma eru: ÍR - KR, Keflavík - Fjölnir og Stjarnan - Þór/KA.
Comments:
Skrifa ummæli