<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 30, 2005

GEÐVEIKUR sigur 

Mikil spenna var í loftinu á þriðjudag þegar flautað var til leiks í vesturbæ ...
eftir slakan fyrri hálfleik vöknuðum við verulega til lífsins og spiluðum fínan seinni hálfleik.
KR komst þó yfir á 55.mín en við jöfnuðum nokkrum mínútum síðar og þannig lifði leikurinn þar til að 3 mín voru eftir af venjulegum leiktíma að við loksins náðum boltanum inn fyrir línuna en það mark kom beint upp úr horni. Sigurinn var sanngjarn þrátt fyrir umdeilt sigurmark og gefur okkur góðan byr í seglin fyrir næsta leik sem VIÐ GETUM EKKI BEÐIÐ EFTIR :)

VALUR - BREIÐABLIK ÞRIÐJUDAG KL. 20.00

mánudagur, júní 27, 2005

KR - Valur þriðjudag 20.00 

jæja annan daginn í röð ReykjavíkurSTÓRslagur.... Strákarnir fóru nokkuð sannfærandi með KR-ingana i kvöld og vonandi náum við að fylgja peyjunum eftir á morgun í Vesturbænum.

Búast má við hörkuleik eins og alltaf þegar þessi 2 lið mætast í móti.
Áhorfendur : Það eru sæti í vesturbænum - MÆTA
Lofum góðri skemmtun :)

föstudagur, júní 24, 2005

Valur - FH 4 -1 

Seint er skrifað en skrifað þó......
Síðasti leikur okkar var við FH á Hlíðarenda. Leikurinn var nokkuð furðulegur þar sem við höfum líklega aldrei brennt af jafnmörgum DAUÐAFÆRUM á 90 mínútum. Við komust þó fljótlega í 1-0 í leiknum. FH tókst síðan að jafna leikinn og við skoruðum svo annað mark rétt fyrir hlé og staðan því 2 - 1 í hálfleik. Í síðari hálfleik hélt færasúpan áfram en illa gekk að skora þar til á síðustu mínútunum þegar við bættum við 2 mörkum og endaði leikurinn því 4 -1.

Liðið: Gugga - Ásta - Íris (Rut 15 mín) - Pála - Fríða - Elín ( 70 mín) - Dóra - Rakel (Lilja 70 mín) - Dóra María - Laufey - Margrét.

Laufey Jóhanns var ekki með vegna meiðsla og Íris fór útaf meidda á 15 mín.

Mörkin skoruðu: Margrét Lára 3 , sjálfsmark.

þriðjudagur, júní 21, 2005

ÍBV - Valur í bikarnum 8 liða úrslit 

Það verður alvöru rimma strax í 8 liða úrslitum þegar við kíkjum í heimsókn suður um haf :)

Aðrir leikir verða :

Fjölnir - ÍA

Stjarna - KR

Breiðablik - Keflavík

Þetta verða væntanlega allt hörkuleikir ....

Valur - FH kl. 20.00 í kvöld! 

Í kvöld tökum við á móti FH á Hlíðarenda og erum við staðráðnar í að næla í 3 stig, sérstaklega eftir að strákarnir okkar töpuðu 3 stigum á móti Íslandsmeisturunum úr Hafnarfirði í karladeildinni...

FH liðið er búið að spila hreint ágætlega í sumar og lögðu meðal annars ÍBV og ÍA á Akranesi þannig að við búumst við hörkuleik og það væri nú gaman að sjá eitthvað fólk í stúkunum að styðja okkar áfram:)

Hlíðarendi klukkan 20.00 allir á völlinn!

sunnudagur, júní 12, 2005

ÍBV - Valur 1 - 7 

5.leikur Íslandsmótsins....
Frábært sigur þurfum ekki að segja mikið meira, liðið var MEIRIHÁTTAR Í nánast alla staði.
Það fer ekki hvaða lið sem er á Hásteinsvöll og skorar 7 mörk.
Staðan í hálfleik var 0-4 eftir frábæran fyrri hálfleik. Gleðin var allsráðandi í leik okkar og pressan loksins horfin á braut, líklega farin á annað lið í deildinni.

Liðið: Gugga - Laufey - Ásta (Lilja 65 mín) - Pála - Fríða - íris - Rakel - Dóra (Guðný 76.mín) - Laufey Ó - Dóra M (Vilborg 80mín) - Margrét Lára

Mörkin: Laufey Ólafs 4, Margrét Lára 2, Rakel pearly

Næsti leikur er við FH 22.JÚNÍ

miðvikudagur, júní 08, 2005

Laura Kalmari 

Jæja skvísan er mætt til landsins það verður gaman að sjá hana í æfingu á morgun
Vonandi er hún jafn góð og sögurnar segja :)

http://www.difdam.nu/index.php?exec=player&pID=43

þriðjudagur, júní 07, 2005

Valur - ÍA 3 - 2 

Jæja þá er 4.leik lokið með sætum sigri 3-2. Fyrirfram hefðum við líklega ekki talið gott að sigra ÍA 3-2 á heimavelli en eftir erfiðan leik á rennandi blautum vellinum þá erum við bara happy yfir stigunum þremur. Við vorum reyndar miklu betri aðilinn í leiknum allan tímann en eins og flestir vita í bransanum þá er erfitt að lenda undir á fyrstu mínútum leiks gegn gangi leiksins og þurfa að vinna sig upp úr því, sérstaklega þegar spilað er gegn 8 manna varnarlínu. Mörkin létu á sér standa í fyrri hálfleik og var staðan 0-1 í hálfleik, eftir að ÍA hafði átt 1 skot á markið. Í hálfleik gerðum við breytinga, Guðný og Vilborg komu inná og bjuggu þær í sameiningu til jöfnunarmarkið sem Guðný skoraði strax á 5.mín seinni hálfleiks. Laufey Ólafs kom okkur svo yfir um miðjan hálfleikinn og hefðum við þá mátt vera búnar að nýta eitthvað meira af þessum dauðafærum sem við fórum ansi illa með. á 38.mín fékk ÍA svo vítaspyrnu eftir að boltinn hafði fleytt kerlingar í rigningunni og beint í höndina á laufeyu Jóh, lukkan engan veginn með okkur þarna og úr vítinu skoruðu þær og staðan 2-2 á einhvern ótrúlegan hátt.
Margrét Lára skoraði svo sigurmarkið úr glæsilegri aukaspyrnu 2 mín fyrir leikslok, enda færi sem margrét er vön að skora úr og langt frá því að vera grís eins og þjálfari ÍA lét hafa eftir sér á fotbolti.net eftir leikinn, hann virðist ekki hafa séð mikið til Viðarsdóttur undanfarin tímabil miðað við orð sín um markið.

En góður sigur sem við fögnuðum vel enda sýndum við mikinn karakter á erfiðum augnablikum í leiknum.

Dóra María var ekki í leikmannahópnum í kvöld.
Kristín Ýr og Kata eru enn á meiðslalistanum en samt komnar vel á skrið og styttist vonandi í þeirra fyrstu mínútur í sumar.

Liðið: Gugga - Laufey - pála (Vilborg 46.mín) - íris - Fríða - Ásta - laufey Ó - Dóra - Rakel ( Rut 75 mín) - Elín (Guðný 46.mín) - Margrét

Mörkin: Guðný - Laufey Ó - Margrét Lára

mánudagur, júní 06, 2005

Valur - ÍA í kvöld og Nína farin 

Í kvöld er 4.leikur okkar á Íslandsmótinu.
Spilað er við Skipaskagaliðið ÍA en það er langt síðan þær voru með í efstu deild síðast.
Gaman að fá nýjan keppinaut á mótinu og má búast við skemmtilegum leik að Hlíðarenda kl. 20.00.

Fréttir dagsins eru þó án efa þær að Nína Ósk Kristinsdóttir hefur ákveðið að yfirgefa Valsliðið og ganga til liðs við Keflavík. Nína skilur við okkur af persónulegum ástæðum og voru félagsskiptin afgreidd í góðu milli félaganna.

Við þökkum Nína frábæran tíma að Hlíðarenda og um leið og við sjáum mikið eftir henni óskum við henni góðs gengis suður með sjó.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow