mánudagur, júní 06, 2005
Valur - ÍA í kvöld og Nína farin
Í kvöld er 4.leikur okkar á Íslandsmótinu.
Spilað er við Skipaskagaliðið ÍA en það er langt síðan þær voru með í efstu deild síðast.
Gaman að fá nýjan keppinaut á mótinu og má búast við skemmtilegum leik að Hlíðarenda kl. 20.00.
Fréttir dagsins eru þó án efa þær að Nína Ósk Kristinsdóttir hefur ákveðið að yfirgefa Valsliðið og ganga til liðs við Keflavík. Nína skilur við okkur af persónulegum ástæðum og voru félagsskiptin afgreidd í góðu milli félaganna.
Við þökkum Nína frábæran tíma að Hlíðarenda og um leið og við sjáum mikið eftir henni óskum við henni góðs gengis suður með sjó.
Spilað er við Skipaskagaliðið ÍA en það er langt síðan þær voru með í efstu deild síðast.
Gaman að fá nýjan keppinaut á mótinu og má búast við skemmtilegum leik að Hlíðarenda kl. 20.00.
Fréttir dagsins eru þó án efa þær að Nína Ósk Kristinsdóttir hefur ákveðið að yfirgefa Valsliðið og ganga til liðs við Keflavík. Nína skilur við okkur af persónulegum ástæðum og voru félagsskiptin afgreidd í góðu milli félaganna.
Við þökkum Nína frábæran tíma að Hlíðarenda og um leið og við sjáum mikið eftir henni óskum við henni góðs gengis suður með sjó.
Comments:
Skrifa ummæli