<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 31, 2008

Valur - KR á morgun í Egilshöll klukkan 20.00!! 



Á morgun, þriðjudaginn 1.apríl, spilum við á móti KR í lengjubikar kvenna. Leikurinn fer fram í Egilshöll en upprunalega átti hann að fara fram á KR-velli en við fengum að færa hann innandyra öllum til mikilla ánægju. Leikurinn hefst klukkan 20.00. KR er búið að spila tvo leiki nú þegar í mótinu en þær sigruðu Keflavík 2-1 og síðan Sjörnuna á stjörnuvelli 2-0.
Við hvetjum alla til að mæta á völlinn og styðja okkur til sigurs! ÁFRAM VALUR!!

Æfingafatnaður á næstu dögum, 

31.mars-18:00, Valsheimili. léttar lyftingar + fundur,
Rauða peysan, rauður bolur, hvítir sokkar, svartar buxur / hvítar stuttbuxur, Rauði jakkinn
= semsagt rauður dagur

1.april. Valur-KR, leikur í Egilshöll
Í upphitun: Svarta peysan með númeri, svartur bolur með númeri, svartar kvartbuxur.

Miðvikud. 17:00 Egilshöll, 2v2, 3v3, 4v4, Strákar, Interval training, 30m sprettir
Svarta peysan með gullnúmeri, svarti "gull'númera" bolurinn, svartar buxur/hvítar stuttbuxur og hvítir sokkar.

Fataplanið kemur aftur inn þegar ný æfingatafla verður opinberuð
kv. tískuhorn fréttablaðsins.

fimmtudagur, mars 27, 2008

Þá er komið af því – Óvissuferðin mikla! 



Mæting kl. 15.20 í
raftækjaverslun Íslands skútuvogi 1G á morgun
, föstudaginn 28.mars
Þær sem komast ekki á þessum tíma eiga að mæta stundvíslega klukkan 17.00 uppí Valsheimili.
Heimkoma er áætluð klukkan 13.00 í Valsheimilið á laugardaginn.


Það sem þarf að taka með sér:
Allar að taka sængurföt
10 yngstu þurfa að taka dýnu,svefnpoka og kodda (sorry þetta er bara svona)
Sturtudót
Þægilegir skór (hlaupaskór t.d?)

Þið eigið að mæta í þægilegum fötum (hugsanlega þurfið þið að geta hreyft á ykkur rassgatið)

Sjáumst allar hressar í BootCamp á eftir (muna að það er svarta dressið) og við hlökkum til að hitta ykkur í Raftækjaverslun Íslands, skútuvogi 1G á morgun.
kveðja
GG, AG og KJ

miðvikudagur, mars 26, 2008

2-0 sigur á Breiðabliki í kvöld! 


Fyrsti leikur okkar í Lengjubikar kvenna 2008 var háður stundvíslega kl. 19.15 í Kórnum.
Leikmenn voru orðnir nokkuð vissir um að leiknum yrði frestað þar sem allt var rafmagnslaust þegar við mættum í Kórinn. Svo fór þó að rafmagnið komst loks á og leikurinn gat hafist.
Strax í byrjun leiks fékk Rakel Logadóttir dauðafæri en skaut rétt framhjá eftir að við unnum boltann eftir upphafsspyrnu blika. Stuttu síðar komst síðan Hallbera í dauðafæri en það fór einnig forgörðum.
Eftir þetta dró örlítið úr okkur og virkaði liðið þungt og þreytt en Ketilbjöllurnar sátu greinilega fastar í lærum og kálfum.
Breiðablik komst smátt og smátt betur inní leikinn án þess þó að skapa sér gott marktækifæri. Margrét Lára fékk síðan tvö góð færi með stuttu millibili sem Elsa Hlín, markvörður Breiðabliks, varði vel. Kata fékk síðan gott færi stuttu síðar þegar hún fékk frían skalla eftir hornspyrnu en boltinn fór framhjá. Rétt fyrir háfleik eða á 42.mínútu kom fyrsta mark leiksins þegar Rakel fékk góða fyrirgjöf frá Vönju frá vinstri og kom askvaðandi inní teiginn og skallaði boltann í netið.
Engar breytingar voru gerðar á liðinu í hálfleik en Beta og Freyr stöppuðu stáli í liðið enda verður að viðurkennast að spilið var ekki uppá marga fiska hjá okkur í kvöld.
Við komum nokkuð grimmar út í seinni hálfleikinn sem byrjaði með látum, við fengum nokkur dauðafæri sem við náðum því miður ekki að nýta. Í seinni hálfleik sauð gjörsamlega uppúr þegar blikarnir vildu meina að markvörður Vals hafi handleikið knöttinn utan teigs en ekkert var dæmt.
Cirka 1.mínútu síðar eða á 61.mínútu brunuðum við í sókn og aftur kom góð fyrirgjöf frá vinstri, í þetta skiptið frá Guðný og Rakel kom og skallaði boltann í netið, á meðan sátu blikarnir eftir með sárt ennið ennþá að rífast í línuverðinum hinum megin.
Á 65.mínútu kom Sif Atla inná fyrir Hallberu.
Stuttu síðar gerðist síðan annað stórskrýtið atvik! Við fengum hornspyrnu og dómarinn stöðvaði leikinn þar sem blikarnir voru með skiptingu. Eftir skiptinguna, tók Margrét hornspyrnuna og skoraði beint úr henni. Blikarnir gjörsamlega trylltust á meðan við fögnuðum markinu, dómarinn virtist dæma mark, en blikarnir tóku bara útspark og áfram hélt leikurinn?
Vinsamlegast, útskýrið þetta atvik hér í kommentum, ef þið vitið nákvæmlega hvað gerðist þarna!

Kata fyrirliði fékk skiptingu á 73.mínútu og Kristín Ýr kom inná í hennar stað, Ketilbjöllurnar voru virkilega farnar að segja til sín hjá flestum í leiknum á þessum tímapunkti.
Anna Garðarsdóttir kom inná fyrir Vönju einnig á 73.mínútu og fór í miðvörðinn. Hún var búin að vera inná vellinum í nákvæmlega 8 mínútur þegar leikmaður breiðabliks slapp í gegn og Anna Garðarsdóttir átti fullkomlega löglega tæklingu en dómarinn var ekki á sama máli, dæmdi vítaspyrnu og sendi Önnu í sturtu með rautt spjald.
Svo fór að vítaspyrnan fór himinhátt yfir markið og staðan var því ennþá 2-0

Strax mínútu síðar, eða á 82.mínútu sló Fanndís leikmaður breiðabliks glórulaust til Pálu, beint fyrir framan línuvörðin og dómarinn gaf henni því beint rautt spjald og leikmenn voru því 10 gegn 10 inná vellinum.
Aðstoðarþjálfari breiðabliks var alls ekki sáttur og fékk að líta gula spjaldið í öllum látunum.
Lokamínútur leiksins voru skondnar í meira lagi, það má segja að algjört kaos hafi verið á vellinum, á meðan áhorfendur uppí stúku hrópuðu “rautt, rautt, rautt” í hvert skipti sem leikmenn snertust.
Bæði lið fengu hálffæri til að setja mark sitt á leikinn í lokin en hvorugu liði tókst að skora og lokatölur uðru í þvi 2-0 í nokkuð skrýtnum leik.

Leikurinn í kvöld einkenndist af mikilli þreytu af okkar hálfu og alveg ljóst að Ketilbjöllurnar frægu (og ökklalóðin) hafi átt örlítin þátt í því. Þær sem voru ferskastar í leiknum voru Guðný, Ásta og Sif þegar hún kom inná en svo skemmtilega vill til að akkurat þær þrjár voru ekki með á æfingu í gær.
Það sem var virkilega jákvætt var að við skoruðum tvö góð skallamörk eftir fyrirgjafir, héldum markinu hreinu og fengum fyrstu 3 stigin okkar í mótinu!!

Liðið: Gugga, Helga, Pála, Fríða, Ásta, Vanja (Anna G (rautt 81)), Rakel, Kata (f) (Kristín Ýr 73.), Margrét, Guðný og Berry(Sif 61.)
Ónotaðir varamenn: Ása, María Rós og Katrín Gylfa.

Að lokum vil ég benda á að það verður rautt dress á æfingu á morgun og fataplanið kemur inná morgun.

mánudagur, mars 24, 2008

Lengjubikarinn hefst! Valur - Breiðablik á morgun kl. 19.15 í Kórnum! 

Á morgun spilum við okkar fyrsta leik í Lengjubikarnum og er hann gegn Breiðabliki í Kórnum kl. 19.15. Þessi leikur átti að spilast á fimmtudaginn en var færður til þriðjudags. Breiðablik hefur spilað einn leik í mótinu og eru efstar í riðlinum eftir 5-1 sigur á móti Stjörnunni.

Við erum núverandi Lengjubikarsmeistarar og höfum því titil að verja í þessu móti!

Hér getið þið séð mótið: http://ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=16743
ÁFRAM VALUR!!!!!!!!

föstudagur, mars 21, 2008

Gleðilega Páska!! 

Sælar allar,

Ég (pearlý) hef ákveðið að fresta afmælispartíinu um óákveðinn tíma.....líklegast þangað til 22 mars árið 2009 þar sem það verður líklegast ekkert tækifæri fyrir svoleiðis samkomu fyrr en seint og síðarmeir....

í staðinn mun ég bara gera þetta almennilega og halda þetta þegar allar komast og þegar hlýtt er í veðri...þið eigið allavegna partý inni hjá mér:)

En að öðruleiti..vona ég að þið eigið allar góða páska í faðmi fjölskyldunnar...sem og allir valsarar nær og fær. sjáumst svo hressar á mánudaginn...veiveiveiveivvvííííííííí!!:)


mánudagur, mars 17, 2008

Skíði á milli BootCamp og 200metranna!! 

Sælar!
Skólafólk og aðrir sem komnir eru í páskafrí ætla að skella sér á skíði í Bláfjöllum á morgun!

Mæting er kl.13.00 stundvíslega uppá Rauðarvatn þar sem við getum sameinað í nokkra bíla!

Það er engin afsökun að segjast ekki eiga skíði því það er hægt að leigja allan pakkan á 3000kr.

Til að fá allar upplýsingar um svæðið getið þið kíkt hérna: http://www.skidasvaedi.is/default.asp?catID=14

Sjáumst kl. 13.00 á morgun!!!
P.S ekki gleyma að lesa færsluna hjá Rakel hér fyrir neðan!!!

Afmælið mitt.... 


Sælar girlz!


ég ætla hér með að bjóða ykkur í 27 ára afmælið mitt þann 22. mars nk. heima hjá mer KL 9 SHARP!!..(þið vitið flestar hvar það er). Eins og þið vitið eflaust (nema þið séuð ennþá í blackouti eftir boot-camp) er páskafrí og því tilvalið til að sletta aðeins úr klaufunum. Þarna verða skátasöngvar og gítarspil af bestu gerð.:) lítill fugl hvíslaði að mér að hún laufey okkar ólafsdóttir ætlar ekki að beila og því að mæta í brjáluðu stuði í samkundu þessa.
ég vona að ég sjái sem flestar í brjáluðu stuði!
ooookkkkeyyyy bæææææ
PEARLÝ!

þriðjudagur, mars 11, 2008

Tanning session.... 


Það verður Tanning session í brúnkuklefa Hafnarfjarðar kl 10 í kvöld...eða þegar við erum búnar að spila æfingaleikinn við HK-víking. Þarna munum við sem heima sitjum djauna þeim gazza og co í merceidís club í smá tanning session.... allar að mæta;)


Eins og dagarnir eru búnir að vera herna hjá okkur á klakanum....þá verðum við massaðar í drasl, hel köttaðar og tanaðar í rusl!..alveg eins og þessi á myndinni... oooyyyeaaaa!!!!

kv: PEARLÝ!

mánudagur, mars 10, 2008

200 metra geðveikin og Rubber all over!! 

Simplý THE BEST!





Sælar nær og fjær,

Þó að meiri en helmingurin af ykkur sé í útlöndum þá þýðir ekkert að þess síða sé bara dauð!

það þarf að uppdeita ykkur sem eruð úti, hvað sé í gangi´hérna á klakanum...sem virðist þó vera að þiðna þessa dagana....eða hvað...we will see:)

já til að gera langa sögu stutta..þá held ég að það mætti telja á fingrum annarar handa þær actually fótboltaæfingar við herna sem eftir sitjum heima, erum búnar að fara á. Nú þannig er það að flestar æfingarnar sem við áttum að vera á, eru búnar að detta niður vegna anna í höllum reykjavikurborgar. Nú það þýddi nú aldeilis ekki að það væri frí hjá okkur, heldur voru teygjurnar bara teknar upp....og má meðal annar nefna að hlaupnir voru einir 12 hringir (sem sagt við fórum 24 hringi samtals!) upp á hlaupasvölunum í valsheimilinu þar sem langa hliðin var sprettuð með teygju og stutta hliðin skokkuð! jú ekki má gleyma gas-klefanum í kjallaranum...þar eyddum við nú ófáum mínútunum í alls kyns sprettir og aðrar æfingar sem verður ekki farið nánar út í hér á þessari síðu! Og að ógleymdi 200 metrunum...hlaupnir voru einir 12 sprettir (talan 12 eitthvað vinsæl hjá þjálfaranum þessa dagana) og höfðu við eldri ekki orku í meira þann dag þar sem allar hurðir á Egilz voru opnar og því óvennju mikið súrefni þarna inni. Þannig að það eru nú ekki mikið um fótboltagolf, tanning og shopping over here! ;)

Þið sem eruð búnar að vera í tjillinu,,,ykkur ætti því að hlakka til næstu tarnar sem byrjar líklegast......jú um leið og þið lendið! GANGI YKKUR VEL Í DAG! sjaumst svo í reality eftir nokkra daga;) blleee
kv Pearlý












sunnudagur, mars 02, 2008

HEYRST HEFUR..... 

Nú er orðið alltof langt síðan slúðrið fékk að fljóta hér um síðuna, hér er smá up-date á því nýjasta!
HEYRST HEFUR...

Að Kata búi í húsinu þarna með strompinum, rétt hjá trjánum...
Að Anna hafi mætt hress á Stjarnan – Fjarðarbyggð í lengjubikar karla...
Að Hallbera eigi nýjan vin...rússneskan götusópara...
Að ljósashowið á Valur – Haukar í handboltanum hafi verið það flottasta sem sést hefur..
Að Guðný sé loksins búin að fá sér nýja skó..
Að Freyja sé í Stokkhólmi..
Að það þurfi nýjar plöntur á vegamót...
Að Teddi sé kominn í Fjölni..
Að það sé bannað að raka sig í sturtunni!!
Að fæðubótarefni séu í tísku...
Að það sé að koma út nýtt Vals-lag...
Að Tottenham hafi fengið sinn fyrsta titill á þessu árþúsundi Óla til mikillar ánægju..
Að Kata þykist líka halda með Tottenham..
Að Dóra María hafi sést á klakanum...
Að Fríða sé með brotið bátsbein...
Að Beta sé að missa sig í tölvutækninni og búi til myndbönd fyrir alla flokka Vals orðið..
Að Gatorade sé málið....
Að áhorfendafjöldi á leiki í sumar muni stóraukast ef leikmenn samþykkja nýju kvenn-Hummel stuttbuxurnar!
Að það vilji enginn vera nr. 1!!!
Að Rakel Loga ætli að vera nr. 9
Að ónefndur sölumaður NOVA sé búinn að hringja í hálft liðið til að fá þær að skipta yfir! Pála íhugar að kæra fyrir símavændi..
Að Beta og Freyr séu á leið í skoðunarferð í Auswitch til að innrétta gasklefann okkar með svipuðum stíl!
Að 10x200 metrar séu kid stuff...
Að Sigga á skrifstofunni sé að meika það og ætli að koma í næsta partý!
Að hálft Valsliðið sé að fara til Portúgal..
Að við séum orðnar “handboltabullur”
Að allir eigi að taka frá 28.mars!
Að nú sé pressa á Óskari Bjarna og Co....
Að Streptarkokkar séu að ganga, Vanja varð núna fyrir barðinu á þeim...
Að Beta og Freyr hafi lært nýja “front foot” tækni á þjálfaranámskeiði nú á dögunum..
Að stóra handklæðamálið sé orsök af stríðinu “um klefann”!!
Að “strákunum okkar” þykji við ýkt grófar..
Að kjúklingarnir hafi rottað sig saman og keypt sér ferð á Man.Utd – Liverpool!
Að hinn fornfrægi Adidas bolti sem Guðný ferðast með hvert sem hún fer sé búinn að gefa upp öndina..
Að Margrét Lára haldi uppá pálmasunnudag á fimmtudegi...
Að Rakel taki Guðný í bekkpressu..
Að Ásta eigi erfitt með að finna vöðvafestur hjá fólki sem er í “þykkara” lagi í skólanum..
Að sundbolur sé lummó.. à Borat skýla inn..
Að Berry sé að flytja í Gravarvog vegna ótta við gamla manninn sem býr í herberginu hennar (og það sé ferlega vond lykt af honum)..
Að Rakel sé orðin helsti viðskiptavinur EAS..


Sumt á jafnvel við engin rök að styðjast enda er það alltaf þannig þegar slúður er annars vegar - Endilega bætið við fleiru sem þið munið eftir í kommentum!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow