<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, september 09, 2009

Sigur á Stjörnunni og 9 fingur og nögl komin á bikarinn OKKAR 


Það var frábær stemning á Stjörnuvelli í Garðabæ í dag en um hálfgerðan úrslitaleik var að ræða á Íslandsmótinu.

Leikurinn byrjaði frekar dauflega en bæði lið lágu í skotgröfunum framan af fyrri hálfleik. Kristín var þó nálægt því að skalla boltann í netið rétt fyrir leikhlé en Sandra varði vel í markinu.

Í seinni hálfleik náðum við yfirhöndinni og komumst í 1-0 með marki frá KÝR eftir frábæra fyrirgjöf Rakelar. Kristín var svo aftur að verki skömmu síðar þegar hún skallaði boltann í netið eftir sendingu frá Dóru.

Það er óhætt að segja að við séum farin að finna lyktina af nýpússaðri dollunni þar sem að Fylkir sigraði okkar helstu keppinauta 2-1 og erum við því með 5 stiga forystu þegar 6 stig eru í pottinum.


Meistaraflokkur kvenna í Val vill hér með koma þökkum til ALLRA þeirra sem mættu á völlinn og hjálpuðu okkur að landa þessum sigri. handboltastrákarnir, fótboltastelpurnar og allir hinir - VEL GERT!


Næsti leikur er mánudaginn 14. september klukkan 17:30 og hvetjum við alla valsara til þess að fjölmenna á þann leik en þar getum við endanlega tryggt okkur FJÓRÐA íslandsmeistaratitilinn á jafnmörgum árum.




This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow