<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, nóvember 29, 2004

Icelandic champions INNANHÚSS 

Það er skemmst frá því að segja að við kláruðum Íslandsmótið innanhúss með öðrum titlinum í röð á jafnmörgum árum.

Unnum KR í undanúrslitum 3-2 eftir að hafa lent undir 0-2 í hörmungarhálfleik
Unnum svo Star United 2-0 í úrslitaleik rétt áður en gullpeningarnir komust á hálsinn á okkur.

Alltaf gaman að vinna mót sérstaklega ÍSLANDSMÓT :)

Liðið var skipað eftirtöldum leikmönnum:
Gugga, Dóra María, Pála, Ásta, Íris, Fríða, Margrét Lára, Elín og Nína.



Jalla jalla!! 

Sælar skvísur!!

Til hamingju med Íslandsmeistaratitilinn innanhúss!! Alveg FRABÆRT!!

Allt gott ad frétta af mér. Ég mun ekki æfa neinn fótbolta fram ad jólum. Ætla ad verda alveg gód í økklanum. Í stadinn er madur ad hjóla, synda og lyfta.

Vinnan gengur miklu betur. Madur er ekki lengur med 200 í púls á vøktunum. Bara 150 kannski...

Ég kem heim 18. des og fer aftur út 26. des. Vonandi nær madur ad hitta á ykkur!!

Og Dóra María. Ég er ad redda treyunum okkar...he he... tad voru nú ekki allir eins snidugir og vid.

Og Pála mín, bara svo ad tú vitir, tá er ekkert í gangi (",)

Bid ad heilsa,

Dr Katarína.

Jalla jalla!! 

Sælar skvísur, hvad segid tid tá?

Til hamingju med Íslandsmeistaratitilinn innanhúss!! Alveg FRABÆRT!

Allt gott ad frétta af mér. Ég mun ekki æfa fótbolta fram ad jólum. Ætla ad verda alveg gód í økklanum. Í stadinn er madur ad hjóla, synda og lyfta.

Vinnan gengur miklu betur. Ég er ekki lengur med 200 í púls á vøktunum, bara 150 núna...

Ég kem til Íslands 18. des og verd til 26. des. Vonandi nær madur nú ad hitta eitthvad á ykkur.

Og svona í lokin Pála mín, tad er ekkert í gangi (",)

Bid ad heilsa!!

Dr Katarína.

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Jæja Grandmót over og Íslandsmótið um helgina 

Grandmótið var á sunnudaginn og skemmst frá því að segja að við töpuðum úrslitaleiknum sem við áttum líklega aldrei að komast í vegna agalegrar frammistöðu. Ekki orð meira um það mót.

Íslandsmótið innanhús er svo um næstu helgi og þurfum við að spýta eitthvað verulega í lófana ef við ætlum að spila það mót af alvöru og verja titilinn sem við unnum á mjög skemmtilegan hátt fyrir ári síðan.

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

J-lá á spítala í USA 

Einn liðsfélagi okkar Jóhanna var vís flutt á spítala í gær.. fréttir herma að hún hafi farið í uppskurð í nótt vegna gruns um botnlangakasts...
Ekki gaman að vera nýkomin til USA lonly á einhverju spítalahreysi :(

En allvega bestu óskir um góðan bata sykurpúðinn okkar :)


þriðjudagur, nóvember 16, 2004

20.-21.nóvember / innanhúsæfing og mót 

Jæja um helgina náum við öllum hópnum saman.
A laugardaginn verður innanhusæfing í valsheimilinu kl. 10.30-12.00....
Á sunnudaginn verður svo Grandmót FH þar sem við eigum eitt lið í keppni.

Leikir í okkar riðli á mótinu

15:00
Keflavík - KR
15:15
Valur - HK
15:30
FH - Keflavík
15:45
KR - Valur

16:00
HK - FH
16:15
Keflavík - Valur
16:30
KR - FH
16:45
Keflavík - HK
17:00
Valur - FH

17:15
KR - HK
17:30
Leikur um 9.sætið
17:45
Leikur um 7.sætið
18:00
Undanúrslit
18:15
Undanúrslit
18:30
Leikur um 5.sætið
18:45
Leikur um 3.sætið
19:00
Úrslitaleikurinn

mánudagur, nóvember 15, 2004

Tap en MIKLU betri frammistaða Í Noregi 

Noregur 2 - Ísland 1
Seinni leikur liðanna í umspili um laust sæti á EM. Noregur fer því áfram í úrslitakeppnina en við getum þó boriðið höfuðið hærra eftir góða frammistöðu gegn fyrnasterku liði Norðmanna ytra á laugardag. Liðið var mun skipulagðara og virtist leggja allt sitt í leikinn enda stolt leikmanna í húfi.

Ásta, Katrín, Dóra María, Margrét og Laufey voru í byrjunarliði í leiknum og stóðu sig allar með prýði. Margrét þurfti þó að yfirgefa völlinn vegna meiðsla fljótlega í seinni hálfleik og inn kom Nína sem var ekki lengi að setja mark á sitt á leikinn með því að skora jöfnunarmarkið.

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Tap og frekar döpur frammistaða  

Því miður fór leikurinn ekki alveg eins og þjóðin óskaði sér...
Ísland 2 Noregur 7
Laufey, Íris, Margrét, Kata og Ásta voru í byrjunarliði og náðu sér ekkert sérstaklega á strik frekar en aðrir leikmenn liðsins. Margrét kláraði leikinn þó ágætlega með góðu marki undir lokin. Dóra María kom inná völlinn á ca 68.mín og átti fína innkomu hleypti í það minnsta einhverju lífi í sóknarleikinn og átti m.a. stoðsendinguna í markinu sem Margrét skoraði.
Nína kom svo inná síðustu 6 mín og náði ekki að setja mark sitt á leikinn enda lítill tími til þess.

En seinni leikurinn fer fram á laugardag og vonum við að úrslitin verði okkur hagstæðari og að stelpurnar geti borið höfuðið hærra eftir þann leik því eitt er víst að liðið á töluvert inni.

Áfram Ísland on saturday...

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Skyldumæting á VÖLLINN 

Ísland - Noregur miðvikudag kl. 17.00 í Egilshöll...
Líklega mikilvægasti leikur kvennalandsliðs á Íslandi ever.., mætum á völlinn og styðjum landsliðið í verkefninu.

sunnudagur, nóvember 07, 2004

The blue team  

það gleymdist nú alveg að segja frá því að hópurinn hefur verið valinn fyrir landsleikina gegn Norðmönnum 10. og 13.júní ..

Við eigum þar 9 leikmenn (eiginlega samt 10)

Gugga er valin í fyrsta skipti í alvöru landsleik svo eru Dóra María, Nína, Pála, Ásta, Laufey, Íris, Fríða og nýliðinn okkar Margrét.. Kata kemur síðan inní hópinn líka eftir langa fjarveru og þrátt fyrir að hún sé titluð í eitthvað norskt lið eignum við okkur smávegis í henni eftir veru hennar í sumar hjá okkur :)

Heimaleikurinn er svo á miðvikudag kl. 17.00 í Egilshöll og þangað mætum við að sjálfsögðu :) Útileikurinn er svo á laugardag kl. ? og verður sýndur á RUV beint ef úrslitin verða okkur hagstæð í fyrri leiknum :)




þriðjudagur, nóvember 02, 2004

SKULDIR 

Jæja stelpur... nú er sko löngu kominn tími til að borga skuldirnar sínar síðan í SUMAR!!!
Sjá hér fyrir neðan hverjar skulda og hversu mikið....

Dóra María = 1900 kr
Dóra = 1300 kr
Fríða = 1850 kr
Gugga = 200 kr
Jóhanna = 1050 kr
Kristín Ýr = 1700 kr
Laufey Jóhanns = 1900 kr
Laufey Ólafs = 1900 kr
Nína = 400 kr
Pála = 1900 kr
Vilborg = 350 kr
Erna = 1000 kr

Hér eru semsagt nöfnin sem eiga eftir að borga og eru þær vinsamlegast beðnar að koma með pening sem allra allra fyrst. Þetta gengur barasta ekki lengur þetta slór ...

Kveðja Happyland :)

mánudagur, nóvember 01, 2004

Fyrsta æfingin ÞRIÐJUDAG ....  

Vil bara minna á að season starts á morgun þriðjudag með æfingu og fundi í Egilshöll kl. 19.45.
Mikilvægt að allar mæti eða láti vita ef það er ómögulegt einhverra hluta vegna.

Hlakka til að sjá ykkur :)

Kveðja
Gunnarz

Afmælisbarnið í dag 

Bandaríkjagellan, Jóhanna Lára Binnadóttir á afmæli í dag 1.nóvember... 19 ára skvísan
Innilega til hamingju með daginn :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow