<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, mars 31, 2007

Lengjubikarinn og planið næstu daga, 

Við höfum verið á dálítilli pásu frá lengjubikarnum en samt langt frá því að vera í fríi þar sem við erum búnar að vera að spila æfingaleiki við Vals og ÍA stráka. Við skulum bara orða það þannig að seinni leikurinn sem var við ÍA gekk mun betur en sá fyrri:)
Næsti leikur okkar er í lengjubikarnum á móti Reykjavíkurmeisturunum úr vesturbænum þ.e KR. Sá leikur verður fimmtudaginn 5.apríl sem er Skírdagur og verður hann klukkan 14.00 á gervigrasi KR. Við erum efstar í lengjubikarnum eins og staðan er núna með 6 stig eins og KR og Breiðablik en við erum með betri markatölu. Þið getið séð mótið hérna: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=10925

Næsta æfing er á mánudag þar sem leikmenn taka hið skemmtilega hlaupamaraþon Betu annað hvort á hlaupabretti eða bara utandyra á hlaupabraut og lyfta þar á eftir. Síðan er æfing á þriðjudag í Egilz eins og alltaf, æfing á miðvikudag í sporthúsinu og síðan leikurinn á fimmtudag! síðan kemur smá páskafrí!!! þið megið samt ekki alveg fara í ruglið í þessu fríi okkar þar sem viku síðar þ.e 12.apríl er leikur við Breiðablik í lengjubikarnum...
Síðan eru miklar gleðifréttir að Nína er byrjuð að láta sjá sig og strax farin að raða inn mörkum á æfingum, velkomin aftur Nína!
Njótið þess sem eftir er af helginni....

miðvikudagur, mars 28, 2007

Miðvikudagsmyndin... 



Kata að passa að Ása sé alveg örugglega að vinna í byssunum









Liðið saman í lyftingarsalnum enda mjög eftirsóknarvert að verða byssa mánaðarins....

föstudagur, mars 23, 2007

Law in town 


Fréttablaðið, 23. mar. 2007 10:30
Jude Law lendir við áttunda mann í kvöldBreski leikarinn Jude Law lendir í kvöld á Keflavíkurflugvelli ásamt átta manna hópi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Töluverður undirbúningur liggur að baki þessarar ferðar leikarans hingað en Law og vinir ætla að taka næturlífið með trompi og skoða allar helstu náttúruperlurnar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur hópurinn þegar pantað sér herbergi á 101 hótel við Hverfisgötuna og þaðan ætla þeir að leggja af stað út í næturlíf höfuðborgarinnar. Vitað er að hópurinn hefur hug á því að kynna sér einn vinsælasta stað borgarinnar, Óliver, og er ekki útilokað að Law og vinir leggi hann undir sig um helgina enda hefur Óliver verið vinsæll meðal Hollywood-stjarnanna sem hingað koma.


Eins og kemur fram í Sirkus, fylgiblaði Fréttablaðsins, hefur Unnur Birna afþakkað dómarastarf í Herra Heimi í Kína vegna anna í námi. Eins og greint var frá í fjölmiðlum hugðist forsetafrúin Dorrit Moussaieff kynna góðvin sinn Law fyrir fegurðardrottningunni yfir kvöldverði á Bessastöðum síðast þegar Law var hér á landi en það datt upp fyrir vegna anna hjá forsetaembættinu. Ekki er vitað hvort Dorrit ætlar að reyna aftur en forsetahjónin ku vera á landinu að þessu sinni.


Stelpur allar með myndavélarnar í bæinn - það verður líklega troðið á Oliver miðað við þetta

fimmtudagur, mars 22, 2007

Hvenær pungar drottningin út erfingja? 


Nú er komið að veðmáli. Það snýst um að giska á réttan dag sem að barnið fæðist á. Spurningin er því hvenær mun Elísabet Gunnarsdóttir geta af sér barn og stækka þar með familíuna? Þið verðið að vera komin með ykkar gisk hér í kommentum í síðasta lagi á laugardag, þar sem það styttist óðum í þetta! Verðlaun eru að sjálfsögðu að “rassa” restina að liðinu ásamt jafnvel einhverju fleiru sem verður ákveðið á æfingu!

Til hamingju með afmælið Rakel! 


Rakel Logadóttir a.k.a the Black Pearl á afmæli í dag og er daman orðin hvorki meira né minna en 26 ára! Við hér á valurwoman viljum óska henni innilega til hamingju með daginn og vonum að hún hafi það gott í dag!! Hún fær síðan alvöru partý annað kvöld, en Kata capteinn hefur ákveðið að bjóða fólki heim til sín og er mæting 20.30!

Rakel, til hamingju með daginn!

miðvikudagur, mars 21, 2007

Leiðbeiningarnar virkuðu :) 

Takk Gugga fyrir góðar leiðbeiningar.



En jæja smá breytingar á æfingaáætluninni:



Æfingaleikurinn á föstudaginn 23.mars færist um eina viku og verður föstudaginn 30.apríl kl. 19.00 á Skaganum.

laugardaginn 24.mars Æfing kl. 11.15 í Egils

FRÍ hjá öllum sunnudaginn 25.mars

Mánudaginn 26.mars æfingaleikur við 3.flokk ka Vals á Framvelli kl. 20.30

Jæja það var nú bara allt ...



Þetta þýðir að Kata fær extra tíma til að undirbúa RISApartýið á föstudag :)

Var ekki eitthvað þema? Kata ætti nú að kunna það hehe


Vá hvað það verður gaman að vera með æfingu á laugardagsmorgun cant wait...

Miðvikudagsmyndin 

Hallbera Gísla...


mánudagur, mars 19, 2007

8-1 sigur á Fylki! 

Í gærkvöldi spiluðum við á móti Fylki í Egilshöll þar sem við gátum í fyrsta sinn valið úr öllum leikmannahópnum en Dóra María er t.a.m. á landinu í “spring break”.
Við vorum ekki lengi að skora fyrsta mark leiksins en Dóra María átti þá frábæra sendingu frá hægri á kollinn á fyrirliðanum Katríni Jóns sem skallaði boltann rakleiðis í netið. Kata skoraði einnig annað mark leiksins þegar hún komst ein í gegn og renndi boltanum snyrtilega framhjá markverðinum, aftur skoraði hún eftir mjög góðan undirbúning Dóru Maríu! Kata ætlar greinilega að halda uppteknum hætti með skallamörkin og markaskorun!
Næst var komið að Margréti Láru en hún náði að skora þrennu áður en það var flautað til hálfleiks! Fyrsta mark hennar og það þriðja í leiknum var þegar Kata vann skallabolta á miðjunni og skallaði innfyrir vörn Fylkis, Margrét komin ein í gegn og smellti honum uppí í hægra hornið.
Fjórða mark okkar kom síðan þegar við fengum aukaspyrnu frá vinstri sem Margrét Lára tók, hún skaut og markvörðurinn varði boltann en það var of seint þar sem línuvörðurinn flaggaði að boltinn væri kominn inn fyrir marklínuna og gott og gilt mark var dæmt!
Fimmta markið var einkar glæsilegt, vanja geysist upp hægri kantinn sólaði varnarmenn fylkis uppað endamörkum og renndi boltanum út á Margréti sem kláraði færið með viðstöðulausu skoti í nærhornið.
Snemma í hálfleiknum meiddist Sif á ökkla og var skipt útaf fyrir Ástu Árna og vonum við að meiðsl hennar séu ekki alvarleg.
Staðan 5-0 í hálfleik og hefði getað verið enn meiri munur á liðunum en við fórum illa með mörg færi, þá sérstaklega eitt þegar hallbera átti frábæra sendingu á Dóru Maríu sem kom boltanum framhjá markverði Fylkis og á Margréti sem skaut því miður yfir á markteig. Þrátt fyrir að vera 5-0 yfir í hálfleik var margt sem mátti bæta og laga.
Í hálfleik var Rakeli og Guðný skipt útaf fyrir Thelmu og Lindu.
Það mátti halda að annað lið hafi komið inná í seinni hálfleik en við komumst einhvern vegin aldrei í takt við leikinn aftur, allavega ekki til að byrja með. Fylkir skoraði næsta mark leiksins og var það eftir smá klúður hjá okkur en Anna Björg nýr landsliðsmaður Íslendinga komst ein inn fyrir og klobbaði grænklæddan markvörð Vals.
Margrét Lára og Dóra María bjuggu síðan til gott færi fyrir Vönju sem skoraði sjötta mark okkar. Stuttu síðar átti Dóra María fyrirgjöf frá hægri til Margrétar sem átti skot sem markvörður Fylkis varði vel en boltinn datt til Bjargar sem þrumaði boltanum í netið og staðan orðin 7-1. Síðasta mark leiksins var frábært frá upphafi til enda, Gugga greip boltann og kastaði útá Dóru Maríu sem tók strax þríhyrning við Margréti og beint í fyrirgjöf á Vönju sem skallaði boltann í nærhornið!
8-1 sigur í höfn en ljóst er að liðið getur samt spilað miklu betur og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum. Dóra María lífgaði rosalega mikið uppá sóknarleikinn og lagði upp mikið af mörkum og færum og ljóst er að það er mjög mikilvægt að fá hana tilbaka í sumar frá USA. Kata vann bókstaflega alla skallabolta nánast hvar sem er á vellinum í fyrri hálfleik og var mjög dominerandi á miðjunni. Í seinni hálfleik misstum við svolítið miðjuna og það þurfum við að laga. Marco með þrennu í gær og stendur alltaf fyrir sínu. Vörnin var heilt yfir ágæt þar sem Fylkir náði ekki að skapa sér mikið af færum fyrir utan markið þeirra.

Liðið: Gugga, Sif (Ásta), Pála (Anna), Fríða (Sara), Guðný (Linda), Rakel, (Thelma) Kata, Dóra María, Hallbera (Björg), Vanja og Margrét Lára

sunnudagur, mars 18, 2007

Rakel Logadóttir?? 

http://www.fansoccer.de/natio/algarvecup2007/spielberichte/galeriesiegerehrung/galeriesieger07.htm
tékk this out...
The Black Pearl vekur athygli alls staðar í heiminum....


föstudagur, mars 16, 2007

Komnar heim! 



Sælar, gott að síðan dó ekki alveg en Pála skellti inn fínni færslu í vikunni, ég vil endurtaka að lykilorðið og notendanafnið er ÞAÐ NÁKVÆMLEGA SAMA og áður + @gmail.com:)




Þetta var fín ferð í alla staði, Kata fyrirliðinn okkar var einnig skipuð fyrirliði landsliðsins og viljum við óska henni sérstaklega til hamingju með það hérna á síðunni. Liðið spilaði fjóra leiki, byrjuðum að tapa 2-1 á móti Ítalíu, gerðum síðan 1-1 jafntefli við Írland, unnum síðan Portúgal 5-1 og síðasti leikurinn var 4-1 sigur á Kína. Okkar fólk náði að skora slatta af mörkum, Margrét setti fjögur, Kata kapteinn 1, Rakel 1 og Dóra María 1.

Nú er reyndar ekki allt liðið komið á klakann því U19 er ennþá úti (Ása, Linda, Björg og Anna) og síðan varð Ásta eftir en hún kemur heim á sunnudag.
Mikið fleira og skemmtilegra síðar!

þriðjudagur, mars 13, 2007

LOKSINS LOKSINS!! 



















Jæja landsmenn nær og fjær loksins náði eg að hakka mig inná þessa blessuðu síðu en eg hef staðið í ströngu síðustu vikur :)

það hefur verið heldur fámennt á æfingum síðustu vikuna en nokkrar valspíur skelltu sér til Portúgals,mér skilst að Rakel sé að slá í gegn og óskum við henni til hamingju með SKALLA markið sitt (",) þið hinar reynið að pull it 2gether :) djók þið eruð allar ok

B-L-U-E-T-E-A-M

ég,Hallbera,Sara,Fríða og Vanja höfum skemmt okkur þrusuvel á æfingum undir stjórn óléttasta þjálfara landsins en síðustu fréttir af þjálfaranum okkar innihéldu orðið springa.. en ég fann hérna á netinu hvað þú átt að taka með uppá deild http://www.doktor.is/Article.aspx?greinid=353 ekki gleyma að taka bókina með þér, eg hef heyrt að það sé ágætt að grípa í bók á milli hríða :)
D-O-K-T-O-R.-I.S
en fyrir ykkur útlendingana þá langar mig að segja ykkur að hún Berry er komin með auga á væntanlegt kærastaefni en sá heppni gengur undir nafninu "handyman" og hann er a TOTAL HOTTIE!! Sara er ennþá söm við sig en eg get ekki gefið upp nafnið á nýjasta skotinu hér á veraldarvefnum, já svo var ykkar sárt saknað á síðasta fimmtudag en 200 metrarnir voru teknir í snjóstormi og Ása tók sig til og ældi! ég ákvað að nýta tímann sem að þið eruð út í að kenna Önnu Garðars að hlaupa, æfingar hafa gengið misvel en hun er að reyna stelpan,svo lengi sem að hun reynir þá erum við allar ánægðar... þagggi!! En við söknum ykkar eða svona einhverja af ykkur (Gugga eg var með kosningu á æfingu og stelpurnar sakna þin mest) og okkur hlakkar til að sjá og fá allar gjafirnar/nammið.

H-A-N-D-Y-M-A-N

Heyrst hefur að Fríða ætli að halda partý 24.mars þannig að vinsamlegast takið þann dag frá, hver veit nema mökum Söru og Berry verði boðið með...heita og heitasta handyman landsins!

P-A-R-T-Ý

sjáumst hressar kæru liðsfélagar!
OK eg kann ekki að laga þetta, veit ekki af hverju það er svona langt bil... :S


























































































































laugardagur, mars 03, 2007

Byssa mánaðarins... 


Byssa Febrúar...


og byssa mars mánaðar... úllala!!




enjoy it;)











4-1 á sigur á Keflavík í mjög döprum leik. 

Leikurinn byrjaði á meðan leikmenn voru nánast enn inní búningsklefa að skipta um treyjur og með hugann við eitthvað allt annað en fótbolta þegar Keflavík komst yfir strax á 2.mínútu en boltinn skoppaði í gegnum vörnina og Guðný Þórðardóttir skoraði auðveldlega yfir Guggu. Strax á þriðju mínútu ákvað markvörður Keflavíkur að byrja að tefja og hefði dómarinn getað mun oftar en einu sinni dæmt open aukaspyrnu á hana. Við áttum í miklum erfiðleikum með að halda boltanum innan liðsins og einfaldar sendingar að klikka alltof oft. Kata jafnaði metin á 31.mínútu með frábæru skallamarki eftir mjög góða sendingu frá Hallberu. Margrét opnaði síðan markareikning sinn að nýju með Val á 38.mínútu þegar Sif átti mjög góða sendingu frá hægri og eftirleikurinn auðveldur fyrir Marco. Margrét Lára skoraði einnig þriðja mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks (sem hefði átt að vera lengri vegna tafa) en hún fékk stungu frá fyrirliðanum Kötu sem sendi hann í gegn með vinstri og Margrét kláraði færið glæsilega, setti hann í nærstöng og inn.
Staðan var 3-1 í hálfleik og var mjög fátt sem hægt var að hrósa nema þá kannski bara mörkin sem við skoruðum. Það hefði hæglega verið hægt að réttlæta nánast 11 breytingar í hálfleik að kannski nokkrum leikmönnum undanskyldum.
Beta gaf þó leikmönnum örlítin séns í viðbót en skipti síðan Söru fyrir Lindu og Guðný fór fljótlega útaf veik fyrir Möggu.
Í seinni hálfleik kom síðan Kata Jóns okkur í 4-1 á 51.mínútu en hún stefnir greinilega á að spila framar og framar á vellinum:) Fleiri urðu mörkin ekki. Pálu var skipt útaf undir lok leiksins fyrir Önnu Maríu og verður að viðurkennast að varamennirnir náðu ekki að breyta gangi leiksins í þetta sinn.
Það má segja að dómari leiksins hafi átt enn verri leik en liðið og hann tók hreint út sagt ótrúlegar ákvarðanir í leiknum, sleppti augljósri vítaspyrnu þegar Margrét var felld innan teigs í seinni hálfleik og dæmdi af okkur löglegt mark í fyrri hálfleik. Hann toppaði síðan frammistöðuna með því að gefa hinni síprúðu Katrínu Jónsdóttir gult spjald fyrir að rífa kjaft?
4-1 varð niðurstaðan í kvöld og erum við enn að pússla liðinu saman enda miklar róteringar í gangi. Vanja og Rakel voru meiddar, Fríða veik og Guðný fór síðan veik útaf. Ásta og Margrét spiluðu síðan í fyrsta sinn eftir langa fjarveru.
Í mjög slöku liði Vals í kvöld var Hallbera best auk þess sem Kata átti fína spretti inn á milli.
Liðið: Gugga, Ásta, Hallbera, Pála (Anna María 81.) Björg, Kata, Sif, Guðný (Magga 58.), Sara (Linda 56.), Thelma og Margrét Lára.

p.s heitustu fréttirnir eru samt þær að Laufey Jó kíkti á æfingu á fimmtudag og vonumst við til að sjá hana næst með hlaupaskóna!

fimmtudagur, mars 01, 2007

U19 hópurinn valinn sem fer til La Manga! Fjórir Valsarar! 

U19 ára landslið kvenna mun taka þátt í æfingamóti á La Manga í mars og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, valið 18 manna hóp fyrir mótið. Leikið verður gegn Ítalíu, Englandi og Danmörku á þessu móti. Í hópnum eru fjórir Valsarar, Ása, Anna, Björg og Linda - til hamingju allar og gangi ykkur vel!

Hér er hópurinn í heild:
http://www.ksi.is/media/landslid/u19kvenna/U19_kvenna_LaManga_2007_hopur.doc

ÁFRAM ÍSLAND!


This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow