laugardagur, mars 31, 2007
Lengjubikarinn og planið næstu daga,

Næsti leikur okkar er í lengjubikarnum á móti Reykjavíkurmeisturunum úr vesturbænum þ.e KR. Sá leikur verður fimmtudaginn 5.apríl sem er Skírdagur og verður hann klukkan 14.00 á gervigrasi KR. Við erum efstar í lengjubikarnum eins og staðan er núna með 6 stig eins og KR og Breiðablik en við erum með betri markatölu. Þið getið séð mótið hérna: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=10925
Næsta æfing er á mánudag þar sem leikmenn taka hið skemmtilega hlaupamaraþon Betu annað hvort á hlaupabretti eða bara utandyra á hlaupabraut og lyfta þar á eftir. Síðan er æfing á þriðjudag í Egilz eins og alltaf, æfing á miðvikudag í sporthúsinu og síðan leikurinn á fimmtudag! síðan kemur smá páskafrí!!! þið megið samt ekki alveg fara í ruglið í þessu fríi okkar þar sem viku síðar þ.e 12.apríl er leikur við Breiðablik í lengjubikarnum...
Síðan eru miklar gleðifréttir að Nína er byrjuð að láta sjá sig og strax farin að raða inn mörkum á æfingum, velkomin aftur Nína!
Njótið þess sem eftir er af helginni....
Njótið þess sem eftir er af helginni....
Comments:
Skrifa ummæli