<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, mars 27, 2005

Ætli þau hafi farið í sama söngskóla? 

Já það lítur út fyrir að okkar eigin litli söngfugl hún Laufey sé komin með smá samkeppni á tónlistarsviðinu!


Okkar leikmaður tók þetta nú með mun meiri stæl hérna um árið á sviðinu á Hlíðarenda!

miðvikudagur, mars 23, 2005

KR - Valur 2 - 5 

Í kvöld spiluðum við okkar fyrsta leik í deildarbikarnum... Leikurinn var spilaður á KR velli í leiðindaroki og sudda. Við áttum nú engann svaka leik í kvöld það verður bara að segjast eins og er. Greinileg þreyta var í mannskapnum eftir ferð en samt engin afsökun fyrir slökum leik okkar. Varnarleikur liðsins var afar götóttur og ekki eins og við þekkjum hann best. Sóknarleikurinn var í þokkalegu jafnvægi, við sköpuðum okkur allavega fullt af opnum sóknarfærum en Petra sá allt of oft við okkur í þeim. Þrátt fyrir allt kláruðum við leikinn af einbeitingu og sýndum við góðan leik síðustu 15 mín.

Liðið: Gugga - Laufey J - Asta (Regína 45 mín) - Pála - Fríða - Dóra M - Dóra - Laufey Ó - Elín (Vilborg 60 mín) - Nína - Margrét Lára.

Mörk: Laufey Ó 30 mín og 73 mín - Dóra María 80 mín og 84 mín - Margrét 90 mín

Næsti leikur er við ÍBV 3.apríl á KR velli kl. 16.00

þriðjudagur, mars 22, 2005

Svíþjóðarferð 

JÆja þá erum við komin heim eftir vel heppnaða ferð...

Ferðin var svolítið öðruvísi en vanalega æfingaferðir okkar, veðrið ekki alveg eins og á Spáni svo það var lítið um bikiní milli æfinga og leiks. Í stað þess er brúnkukremið auðvitað notað til að lúkka áfram.

Tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst að spila góðan æfingaleik og þjappa hópnum saman
og hvort um sig gekk bara stórvel. Leikurinn endaði fyrir þá sem ekki vita 0-2 okkur í hag.

Kopparberg/gautaborg - Valur 0 - 2
Við fórum út á fimmtudegi og náðum 2 æfingum fyrir leikinn.
Leikurinn fór fram utandyra á gervigrasi í blíðskaparveðri þrátt fyrir smá kulda.
Leikurinn var hraður og skemmtilegur allan tímann. Við náðum að stjórna leiknum frá byrjun og skapa okkur marktækifæri sem við reyndar nýttum ekki í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 0 - 0. Seinni hálfleikur byrjaði af sama krafti og við uppskárum fyrsta markið á 55.mín þegar Margrét Lára komst ein inn fyrir eftir frábæra sendingu Laufeyar Ólafs, laglega afgreitt hjá Margréti. Leikurinn jafnaðist eftir þetta og þær sköpuðu sér jöfn marktækifæri á við okkur en Gugga sá algjörlega við þeim sama hvað þær reyndu. Á 88.mín komst Dóra María síðan ein inn fyrir eftir aðra glæsisendingu Laufeyar en hún var klipp niður aftan frá og leit varnarmaður þeirra rauða spjaldið fyrir brotið. Dæmd var aukaspyrna á vítateigslínu sem Margrét Lára tók og skoraði úr af öryggi líkt og um vítaspyrnu væri að ræða. Sigurinn var þar með í höfn eftir frábæra frammistöðu liðsins.

Önnur eins barátta og vinnuframlag hefur vart sést frá liðinu og líklega einn besti leikur okkur frá upphafi. Varnarvinna liðsins var frábær og heimsklassa markvarsla þar fyrir aftan. Sóknarlega spiluðum við vel og skoruðum 2 góð mörk og hefðu þau þó hæglega getað orðið fleiri með betri nýtingu færa okkar.

Síðasta kvöldið fór svo fram vígsla nýrra leikmanna, líklega ein fyndnasta vígsla allra tíma sem mun seint þurrkast úr minni þeirra sem viðstaddir voru. Rakel, Kata, Jóhanna, Rut, Kristín Ýr og Vilborg þið verðið að heyra söguna af þessu í eigin persónu því að sjálfsögðu má ekki upplýsa um vígsluna nema innan hópsins.
Kata þú slappst við vígslu síðasta sumar sem þýðir að við eigum hana inni á þig vinan :)

De er bra

þriðjudagur, mars 15, 2005

Verðlaun f besta ljóðið og "we are family" 

Fimmtudaginn 24.mars verður haldið kokteilboð í valsheimilinu þar sem veitt verða verðlaun fyrir besta ljóðið í ljóðasamkeppni Gulu línunnar.

Besta ljóðið hefur verið valið og er það nafnlaust eftir annað erindi....

Annað erindi er beðinn um að mæta í kokteilboðið, frábært ljóð hjá þér vonum að þú komir með fleiri innlegg hérna til okkar ... það er svo yndislegt að sjá að fólk lesi um okkur þarna úti í bæ :)

En að öðru we are family er að fara í gang, semsagt erum að fara til Svíden á fimmtudagsmorgun í bítið takk fyrir mæting kl. núllfimmpunkturfimmtán í Valsheimilið.

Fyrir þá sem ekki vita þá spilum við leikinn úti við Kopparberg/Guteborg á sunnudag kl. 11.30 á íslenskum tíma. Má búast við hörkuleik og að nóg verði að gera á okkar vallarhelmingi svona fyrirfram pælt.

Takk fyrir .... sjáumst svo gul og glöð eftir helgi ;)

þriðjudagur, mars 08, 2005

Yellow in the house 

Jæja jæja ymislegt framundan.....

Æfingaleikurinn við Stjörnuna er á morgun miðvikudag átjánhundruð í Garðabæ

Búið er að ganga frá öllum lausum endum varðandi ferðina til Svíþjóðar (gula landsins)....
Flogið verður út kl. 08.00 miðvikudaginn 17.mars...

Leiknum hefur reyndar verið breytt spilað verður sunnudaginn 20.mars

Mikilvægt er að ALLIR leikmenn muni að taka með sér gula kremið
við ætlum nebbla allar að vera eins á litinn í leiknum úti :)
Þær sem eiga það ekki geta bara fengið lánað hjá gula fólkinu.... nægar birgðir til

Deildarbikarleikjunum sem fram áttu að fara 17.og 20.mars hefur verið breytt til 23.mars og 3.apríl.

Poetry
Þótt rauður sé okkar litur
þá er annar litur til
sá litur á andlitinu situr
Gulur gulur ... ég skil

Höfundur: Perlan






þriðjudagur, mars 01, 2005

Svíþjóð, Vörutalning og Vorfagnaður Vals! 

Jebb svona til að fólk viti þá erum við að fara að spila æfingaleik við Kopparbergs Göteburg fc Laugardaginn 19.mars í Svíþjóð. Við verðum auðvitað að halda í hefðina og vera soldið tregar við að safna fyrir ferðinni þannig ég tel það nú hafa verið nokkuð gott afrek að ná að smala saman alls 15 leikmönnum í vörutalningu í 10/11 á föstudagsnótt – svona til að safna eitthvað smá allavega;) hehe...
Ferðin verður þannig að við spilum æfingaleik við liðið í “Jutteburg” (Spurning hvort að Gúdmúnd sé á eftir fleiri leikmönnum) og tökum líka nokkrar æfingar þarna. Við munum gista í litlum sætum húsum (“we are family”) og troðum okkur síðan fimm saman í litla bílaleigubíla og munum líklega bruna um bæinn að leita af “femmene” og “heden” eða “liseberg”(passið ykkur á stórum vondum lestum sem kallast víst sporvagnar og muna að fara af stað þegar það er grænt!) Taka síðan nóg af æfingafatnaði...og Gallabuxum..svona til að vera pottþétt með yfirvigt!
Síðan var partý hjá Pálu um helgina sem tókst snilldarlega vel – singstar, KAKA, drykkir + hverfis... (engin slagsmál eða símtöl seint um nætur, glös brotnuðu,..allir í happyland)
Síðan vil ég minna á Vorfagnað Vals þar sem allir eru að fara að mæta...matur..stebbi hilmars, Igor (Omg! ég þekki rapparann í Igor!) og allur pakkinn...hver beilar á soleiðis??
Síðan svona í restina hafa margir fuglar verið að hvísla að mér hinum ýmsu upplýsingum..hér eru þær helstu.

Að Ásta hafi tekið undir sig 10/11 og sé komin á skannann...
Að Íris hafi verið að gera það gott á næturlífinu í Glasgow..
Að Margrét Lára sé módel í fyrirtæki stofnað af krökkum í Verzló...
Að Glaumbar sé staður sem fólk fer víst á, en vill ekki finnast...
Að Kjúklingarnir í liðinu hafi látið allt flakka í ákveðnum leik hjá Pálu á Laugardaginn...
Að Regína sé orðin hávaxin og búin að vaxa upp úr öllum buxunum sínum og þurfi því að mæta á ALLAR æfingar í stuttbuxum...líka í 5°C frosti...
Að Kristín greyið sé með sprungu í löppinni og þurfi að hvíla ennþá lengur....
Að Laufey Ólafs hafi haldið partý og löggan hafi kíkt í heimsókn eftir of mikil læti....
Að það sé loksins búið að ráða markmannsþjálfara og hann sé á leiðinni á æfingu....
Að SKYR hafi verið á boðstólum hjá Pálu.....fyrir fólk sem er á móti öllu öðru...
Að Brúnkuklefi Hafnarfjarðar hafi hringt í Regínu og hún verið spurð um hvort hún vildi vera módel á svona “fyrir” og “eftir” mynd, klefinn á víst að skila svona gríðarlegum árangri....

Endilega skellið inn fleiru skemmtilegu...sæl að sinni
GG

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow