<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júní 28, 2006

Ásta best og 6 í liði fyrri umferðar! 




Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 1-7 í Landsbankadeild kvenna, við Valsstúlkur áttum þar 6 leikmenn auk þess að eiga besta þjálfarann. Liðið í heild sinni er hægt að sjá hér: http://www.ksi.is/media/mot/LD_kvenna_2006_-_Umf_1-7_handout.doc


Ásta Árnadóttir var valinn besti leikmaður umferðanna og eru samherjar hennar ákaflega stoltar af henni:)
Ásta, Guðný, Fríða, Rakel, Kata, Margrét og Beta, til hamingju allar!
Við áttum einnig bestu stuðningsmenn umferðarinnar en þeir eru búnir að vera frábærir í allt sumar!
Frábærar viðurkenningar fyrir mjög góðan árangur þar sem af er sumars en eins og flestir vita erum við þessa stundina á toppi deildarinnar með fullt hús stiga og með markatöluna 51-3.

Miðvikudagsmyndin... 


þriðjudagur, júní 27, 2006

FH - Valur 0-15 

jæja þá er fyrri umferð lokið, síðasti leikur umferðarinnar var í gær gegn FH á útivelli og má segja að mörkin hafi heldur betur látið sjá sig.
Leikurinn byrjaði með miklum látum og við skoruðum fyrsta markið eftir hornspyrnu þar sem Thelma ÝR potaði boltanum snyrtilega yfir línuna. Annað markið kom svo strax á 4.mín en það gerði Dóra María eftir góða sendingu utan af velli. Það voru ekki liðnar nema 9 mín þegar við skoruðum svo þriðja markið en það gerði fyrirliðinn Katrín með stórglæsilegu skot upp í skeytin fjær... síðan komu mörkin bara jafn og þétt í gegnum leikinn en staðan í hálfleik var 7-0 okkur í hag. Seinni hálfleikur byrjaði heldur rólega en á 60 mín gáfum við allt í botn og hófum markaregnið á ný með því að bæta við mörkum þar til flautað var til leiksloka og staðan 15-0 fyrir okkur. Mörkin skoruðu: Margrét 4 - Dóra María 3 - Rakel 3 - Thelma Ýr 3 - Katrín 1 og Fríða 1.

Liðið: Ása - Fríða - Pála (Hallbera 55 mín) - Ásta - Guðný(Rut 75 mín) - Katrín - Dóra María - Viola - Thelma (Sara 55 mín) - Rakel - Margrét.

Þess má geta að Gugga spilaði leikinn ekki vegna veikinda og þær Guðrún og Tatiana gátu ekki verið með vegna meiðsla.

Þetta er búin að vera skemmtileg fyrri umferð og svo er bara að spýta í lófana fyrir seinni umferðina því hún verður erfið og ekkert gefið fyrr en mótið verður flautað af.

Yndislegu stuðningsmenn takk fyrir ykkar framlag í fyrri hlutanum vonum að þið komið jafn sterk inn í þá seinni ef ekki sterkari ;)

Familían

sunnudagur, júní 25, 2006

FH annað kvöld í síðasta leik fyrri umferðar.. 

Í sjöundu umferð Íslandsmótsins mætum við í heimsókn í Kaplakrika og spilum þar við FH en leikurinn er mánudaginn 26.júní klukkan 19.15. Ég hvet alla til að mæta í fjörðinn og styðja okkur til sigurs, ÁFRAM VALUR!
Aðrir leikir í sjöundu umferð: Keflavík - Þór/KA, KR - Fylkir sem eru einnig spilaðir annað kvöld klukkan 19.15 og síðan sigraði Breiðablik Stjörnuna í gær 2-0 í fyrsta leik sjöundu umferðar.

Nokkrir punktar um leikinn og fyrri viðureignir: Fyrri leikur liðanna í fyrra fór fram á Hlíðarenda og endaði með 4-1 sigri þar sem Margrét Lára skoraði þrennu auk þess að FH ingar skoruðu 1 sjálfsmark. Seinni leikurinn fór 2-0 okkur í hag þar sem fyrverandi fyrirliði liðsins Íris Andrésdóttir skoraði bæði mörk liðsins.
FH er sem stendur á botni deildarinnar og eru búnar að tapa öllum sínum leikjum með markatöluna 2-35.

föstudagur, júní 23, 2006

7-0 sigur á Keflavík og Marco með 5 mörk. 

Í kvöld mættum við mjög ákveðnar til leiks og vorum komnar í 3-0 eftir aðeins 13 mínútna leik. Fyrsta mark leiksins kom eftir tveggja mínútna leik, Guðný tók aukaspyrnu inná vítateig og boltinn barst út til Pálu sem sendi boltann á Margréti sem var komin ein í gegn og lyfti boltanum snyrtilega yfir markvörð keflavíkurliðsins 1-0. Aðeins tveimur mínútum síðar átti Viola frábæra sendingu inná Margréti sem komst ein í gegn og skoraði, 2-0 eftir fjórar mín.
Viola hélt áfram með stoðsendingar og átti frábæra sendingu inná Dóru Maríu á 13.mínútu, Dóra gabbaði varnarmann Keflavíkur og lagði boltann snyrtilega með vinstri fæti í vinstra hornið.
Staðan var 3-0 í hálfleik og náðum við ekki alveg að fylgja eftir góðri byrjun það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en við vorum þó mun sterkari aðilinn allan tíman.
Seinni hálfleikurinn byrjaði ágætlega og á 61.mínútu keyrði Dóra María upp hægri kantinn, dró í sig 2 varnarmenn og lagði boltann út á Margréti sem skoraði þar sitt þriðja mark. Aðeins mínútu síðar fengum við aukaspyrnu úti á velli sem Rakel tók, hún sendi boltann beint á kollinn á Kötu sem skallaði hann laglega í netið, 5-0
Stuttu síðar fengum við dæmda vítaspyrnu en því miður skaut Viola boltanum í stöng.
Á 88.mínútu átti Dóra María sendingu á Guðný sem náði af miklu harðfylgi að komast að endalínu og leggja boltann út á Margréti sem skoraði.
Síðasta mark leiksins kom á 89.mínútu eftir að við unnum boltann á miðjunni og þaðan barst boltinn á Guðný sem lagði hann yfir á Margréti sem skoraði í autt markið.
7-0 sigur staðreynd og Margrét Lára skoraði alls 5 mörk í leiknum!
Nokkuð góður leikur og ekki annað hægt en að vera sáttur með 3 stig og sjö góð mörk.
Eftir þennan leik erum við á toppi deildarinnar með 18 stig og markatöluna 36-3 sem er býsna þægileg staða. Enn og aftur góður sigur liðsheildarinnar, Margrét var vel mötuð af liðsfélögum sínum og kláraði sín færi vel, miðjumennirnir okkar áttu miðjuna og eins stóð varnarlínan sig með prýði og náði að stoppa Nínu Ósk í þessum leik. Guðrún komin sterk aftur en hún byrjaði inná þar sem Thelma Ýr var veik í kvöld og Pála spilaði heilar 72.mínútur.
Stuðararnir völdu síðan Margréti Láru mann leiksins og vil ég þakka þeim fyrir stuðninginn í kvöld.
Liðið: Gugga, Ásta, Fríða, Guðný, Pála (Tatiana), Kata (Sara), Guðrún (Hallbera) Viola, Dóra María, Rakel og Margrét Lára.

þriðjudagur, júní 20, 2006

Keflavík í næsta leik! 


Í sjöttu umferð Íslandsmótsins tökum við á móti Keflavík á Valbjarnarvelli en leikurinn er fimmtudaginn 22.júní klukkan 19.15. Ég hvet alla til að mæta á völlinn og styðja okkur til sigurs! ÁFRAM VALUR!
Aðrir leikir í sjöttu umferð eru: Þór/Ka - KR, Fylkir - Breiðablik og Stjarnan - FH og eru allir þessir leikir á morgun, miðvikudaginn 21.júní kl. 19.15.

Nokkrir punktar um leikinn og fyrri viðureignir: Fyrri leikur liðanna í fyrra fór fram í Keflavík og endaði 9-0 okkur í hag, markaskorarar í þeim leik voru: Margrét Lára 2, Dóra María 2, Rakel Loga 2. Laufey Ó 2 og Elín a.k.a Ella Franz 1. Seinni leikur liðanna á Hlíðarenda reyndist okkur mun erfiðari en hann endaði þó 4-1 okkur í hag þar sem Margrét Lára skoraði þrennu og Dóra Stef setti eitt.
Keflavík er sem stendur í 5.sæti deildarinnar með tvo sigra og þrjú töp og markatöluna 14-12. Þeirra langmarkahæsti leikmaður er fyrrum Valsarinn Nína Ósk Kristinsdóttir, hún er næst markahæst í deildinni með 9 mörk skoruð í 5 leikjum.

Meira um óvissuferðina sem var í gær síðar..

miðvikudagur, júní 14, 2006

Miðvikudagsmyndin.. 


mánudagur, júní 12, 2006

7 leikmenn í Blue team!!! 

Íslenska kvennalandsliðið var tilkynnt hér fyrr í dag og eigum við Valsmenn hvorki meira né minna en 7 einstaklinga í hópnum:
Gugga, Kata, Margrét Lára, Dóra María, Fríða, Ásta og nýliðinn Guðný Björk Óðinsdóttir
Til hamingju allar!
A landslið kvenna leikur á sunnudag 100. leik sinn frá upphafi þegar það mætir Portúgölum á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2007.

Guðný er búin að spila frábærlega sem sókndjarfur vinstri bakvörður í sumar en hún getur spilað nánast hvaða stöðu sem er á vellinum og óskum við henni innilega til hamingju með sætið í A landsliði Íslands.

Hópurinn í heild sinni er þannig skipaður:
Þóra B. Helgadóttir (F)
Guðbjörg Gunnarsdóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Katrín Jónsdóttir
Edda Garðarsdóttir
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir
Margrét Lára Viðarsdóttir
Dóra Stefánsdóttir
Hólmfríður Magnúsdóttir
Dóra María Lárusdóttir
Málfríður Erna Sigurðardóttir
Erna B. Sigurðardóttir
Erla Steina Arnardóttir
Ásta Árnadóttir
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir
Greta Mjöll Samúelsdóttir
Harpa Þorsteinsdóttir
Guðný Björk Óðinsdóttir

ÁFRAM ÍSLAND!!

sunnudagur, júní 11, 2006

3 dýrmæt stig í hús í Frostaskjóli! 

Í gær mættum við á gríðarlega erfiðan heimavöll KR-inga og virtumst frekar taugaveiklaðar fyrstu mínúturnar. Nokkrar breytingar voru á liðinu síðan í breiðabliksleiknum en Viola var sett í miðvörðinn og Fríða í bakvörð þar sem Laufey Jóhanns er meidd eins og flestir vita. Thelma Ýr var komin inn á miðjuna ásamt Pálu Marie í sínum fyrsta byrjunarliðsleik síðan hún sleit krossbönd fyrir Tatiönu sem er einnig meidd.
Við skoruðum fyrsta markið á 23.mínútu þegar Margrét átti hornspyrnu, Pála fékk boltann út, skaut á markið en boltinn fór í varnarmann og þaðan til Thelmu sem kláraði færið glæsilega 1-0. Fyrir markið höfðu bæði lið fengið þokkaleg færi til að skora, við fengum þó betri færi sem Sigrún markvörður KR inga náði að verja vel.
Staðan 1-0 í hálfleik og máttu KR-ingar vel við una en við áttum nóg af færum til að bæta við. Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega og strax í fyrstu sókn áttu KR-ingar hættulegt færi en Fríða náði að koma boltanum í horn með naumindum. En strax á 49.mínútu komst Margrét Lára ein inn fyrir vörn KR stúlkna eftir sendingu frá Dóru Maríu, sólaði Sigrúnu markmann og renndi boltanum í netið og staðan orðin 2-0. Eftir þetta sóttum við nokkuð stíft og hefðum getað bætt við en þá tók Hólmfríður Magnúsdóttir KR-ingur til sinna ráða, hún fór upp vinstri kantinn sólaði okkur uppúr skónum átti góða fyrirgjöf á Olgu Færseth sem var á undan heldur seinum markverði Valsstúlkna og skallaði boltann í netið. Staðan orðin 2-1 eftir 65 mínútur.
Á 75.mínútu leiksins fengum við hornspyrnu frá vinstri sem Margrét Lára tók og eftir mikið klafs í teignum fór boltinn til Violu sem setti boltann laglega í netið og staðan orðin 3-1. Þetta var fyrsta mark Violu fyrir Val og örugglega ekki það síðasta. KR-ingar ætluðu svo sannarlega ekki að gefast upp og náðu að minnka muninn á 81.mínútu þar sem Hólmfríður fór aftur illa með okkur eftir góðan undirbúning frá Þórunni, miðjumanni KR. Staðan orðin 3-2 og síðustu mínúturnar fóru í mikla baráttu út á vellinum og hvorugu liði tóks að skapa sér alvöru marktækifæri og náðum við að halda þetta út og 3-2 sigur í höfn.
3 mjög dýrmæt stig í höfn á einum allra erfiðasta útivelli í deildinni og erum við því enn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Þetta var án efa erfiðasti leikurinn á tímabilinu það sem af er og KR stúlkur eiga mjög liklega eftir að hala inn fleiri stigum í næstu leikjum. Frábært að sjá Pálu koma sterka inní byrjunarliðið en jafnerfitt að sjá á eftir Laufeyju Jóhannsdóttur fara í erfið meiðsli. Við erum búnar að missa þrjá leikmenn í meiðsl úr byrjunarliðinu og gaman að sjá hópinn þjappa sig saman og vinna sig vel út úr því.
Fyrir hönd liðsins vil ég enn og aftur þakka trommurunum og öðrum stuðningsmönnum liðsins fyrir að styðja okkur!!

Liðið: Gugga, Fríða, Ásta, Viola, Guðný, Kata, Thelma, Pála (Rut), Rakel, Dóra María og Margrét

föstudagur, júní 09, 2006

HM - veðmálið 

Allir að muna að koma með 1000kr. á æfingu og miða með liðinu sem þið veðjið á ásamt nafni!! Brjálaðir peningar í boði þannig vandið valið;)

miðvikudagur, júní 07, 2006

KR í næsta leik! 

Í fimmtu umferð Íslandsmótsins förum við í heimsókn í vesturbæinn og mætum KR í Frostaskjóli en leikurinn er laugardaginn 10.júní klukkan 16.00. Þessi leikur verður einnig í beinni útsendingu á RÚV en ég hvet alla til að mæta á völlinn og styðja okkur til sigurs – ÁFRAM VALUR!
Aðrir leikir í fimmtu umferð eru: Breiðablik – Þór/KA, Keflavík – FH og Fylkir – Stjarnan.

Nokkri punktar um leikinn og fyrri viðureignir: Fyrri leikur liðanna í fyrra fór einnig fram í Frostarskjóli og fórum við með 2-1 sigur af hólmi þar sem Laufey Ólafsdóttir og Rakel Logadóttir skoruðu sitt markið hvor. Seinni leikurinn á Hlíðarenda fór 5-0 okkur í hag en við spiluðum við heldur vængbrotið KR lið sem vantaði marga lykilmenn í liðið. Markaskorarar í þeim leik voru Margrét Lára með tvö, Fríða, Laufey Ó. og Rakel.
Emma Wright leikmaður KR verður í leikbanni þennan leik og spilar því ekki með.
KR er sem stendur í fjórða sæti og er búið að spila við Breiðablik, Stjörnuna, Keflavík og FH og er með tvo sigra og tvö töp eftir þessa 4 leiki og markatöluna 15-10. Katrín Ómarsdóttir er markahæsti leikmaður KR með 5 mörk.

Okkar ástkæri þjálfari var gestur í íþróttakvöldi, fyrir þá sem misstu af því, klikkið hérna: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4297739

Miðvikudagsmyndin... 

"Rakel er þekkt fyrir að fagna mörkum á sinn sérstaka hátt"
hvenær ætli að hún taki þennan svip??

mánudagur, júní 05, 2006

Svartur dagur ef rétt reynist.... 

Laufey Jóhannsdóttir meiddist illa á hné á æfingu í dag og óttast er um að krossböndin í vinstra hné séu slitin. Frekari fréttir um þetta þegar málið er komið á hreint....
- Baráttukveðjur -

Skoðum landið... 

Hin árlega ferð var farin út á land, þ.e. að kíkja á Gullfoss og Geysi síðasta fimmtudag. Frekar dræm aðsókn var þetta árið en leikmenn náði að fylla eins og einn jeppa. Við vorum ekki alveg nógu heppnar með veður en “veðurmaðurinn” hafði aðeins klikkað þarna en hún var búin að spá góðu veðri en í stað þess var rigning, rok, þoka og mikill kuldi...
Viola fór fremst í flokki og tók myndir af öllu, vatnsrörum, steinum, grasi...jebb bókstaflega öllu..
Eftir að fólk hafi staðið hjá Strokk og Geysi og beðið eftir gosi var farið í Geysis-sjoppuna og keyptur fullur innkaupapoki af íslensku sælgæti til smökkunar auk pizzu og fisks, árssala sjoppunar hækkaði þarna um 30%.
Keyrt var í gegnum hina ýmsu staði, Laugarvatn, Þingvelli og fleira og var Viola sérfróð um þessa staði og vissi jafnvel meira um þá en íslenskir leikmenn liðsins enda búin að lesa hina þýsku bók "Island"
Tatiana kom ekki með að þessu sinni enda þreytt eftir gærkvöldið, en hún er orðin vinsæl meðal karlpeningsins hér á landi. Viola fékk skemmtilega kennslu um hefðir íslands t.a.m. bolludagur - the day of the bollas.., sprengidagur - the explosion day, öskudagur - the ash day - and then we have a lot of "jesus - days" like the Whitesun..
Fín dagsferð og spurning um að sýna Violu og Tatiönu okkar stórbrotnu náttúru í betra veðri seinna í sumar:)

sunnudagur, júní 04, 2006

4-1 sigur á móti Íslandsmeisturunum... 

Blíðskaparveður var í gær þegar við mættum til leiks á Valbjarnarvöll en það hefur ekki verið gott veður í leik hjá okkur síðan sumarið 2005. Mikið er búið að kvarta um umgjörð leikja hjá okkur Valsmönnum en ég held að umgjörðin í gær hafi þaggað niður í öllum gagnrýnisröddum þar sem umgjörðin var öll hin glæsilegasta.

Leikurinn byrjaði frekar rólega og áttum við erfitt að halda boltanum innan liðsins í fyrstu. Þegar taugar leikmanna róuðust náðum við að byggja upp gott spil og þannig kom einmitt fyrsta mark leiksins, á 13. mínútu sendi þýska stórstjarnan Viola Oderbrecht boltann inná Rakel sem stakk af sér tvo varnarmenn og smellti honum niðrí í hornið með vinstri [1-0]. Eftir fyrsta markið var leikurinn mjög opinn og bæði lið fengu færi, við spiluðum boltanum í gegnum miðjuna á meðan blikarnir reyndu langar sendingar.
Annað mark Vals var eftir stórgott spil á 30.mínútu þar sem Dóra María sendi fyrirgjöf niðri frá hægri og Rakel var sneggri en varnarmenn Breiðabliks, stakk sér undan og setti boltann í tómt markið. [2-0]
Eftir þetta áttu blikarnir nokkrar hættulegar sóknir sem Ásta náði yfirleitt að elta uppi en á 45.mínútu klikkaði rangstaðan og Gréta Mjöll bliki komst ein í gegn og skoraði. – hálf svekkjandi að fá á sig mark rétt fyrir leikhlé og staðan var því 2-1 í hálfleik.

Í seinni hálfleik var aðeins breytt skipulag og komið í veg fyrir að þessar löngu sendingar blika lækju í gegnum vörnina, við héldum áfram að spila boltanum vel og fengum fjölmargar hornspyrnur, við skoruðum síðan á 58.mínútu þegar Margrét tók hornspyrnu frá hægri og Fríða skallaði hann fast í hornið [3-1] Fríða fékk þónokkuð mörg færi eftir hornspyrnur og virðast fyrirgjafakeppnirnar loks að vera að skila sér:)
Við vorum ekki hættar að bæta við mörkum og fengum við nokkur góð tækifæri til að bæta við en á 87.mín keyrði Dóra María upp völlinn átti skot í varnarmann blika og boltinn lenti beint í fótum Thelmu sem var nýkomin inná sem varamaður, Thelma skaut á markið en boltinn fór í Marco í leiðinni og endaði í netinu staðan 4-1. Það sem eftir lifði leiks voru helst háloftaspyrnur milli liða og hvorugt liðið náði að skapa sér alvöru færi, ágætur dómari leiksins Kristinn Jakobsson flautaði síðan leikinn af og góður 4-1 sigur og 3 stig í höfn.
Frábær liðssigur, vörnin stóð sig mjög vel í þessum leik og áttum við oft á tíðum gott spil sem endaði með fjölmörgum færum, Rakel Logadóttir átti aftur frábæran leik eins og reyndar flest allir leikmenn liðsins. Ég vil þakka öllum Völsurum sem lögðu leið sína á Valbjarnarvöll í gær, takk fyrir frábæran stuðning.
Maður leiksins: Rakel Logadóttir

Liðið: Gugga, Ásta, Fríða, Laufey (Pála), Guðný, Kata, Viola, Tatiana (Thelma) Rakel, Dóra María og Margrét.

fimmtudagur, júní 01, 2006

Næsti leikur við Breiðablik á laugardaginn! 

Í fjórðu umferð Íslandsmótsins mætum við Íslands- og bikarmeisturum Breiðabliks á Valbjarnarvelli en hann er laugardaginn 3.júní klukkan 16.00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV en ég hvet alla til að mæta á völlinn og styðja okkur til sigurs, ÁFRAM VALUR!!
Aðrir leikir í fjórðu umferð eru: FH-KR, Þór/KA - Fylkir og Stjarnan - Keflavík.

Nokkrir punktar um leikinn og fyrri viðureignir: Fyrri leikur liðanna í fyrra fór fram á Kópavogsvelli og fór 4-1 fyrir Breiðabliki þar sem Dóra María skoraði mark Valsstúlkna. Seinni leikurinn sem fram fór á Hliðarenda fór síðan 2-1 Breiðablik í vil þar sem Margrét Lára skoraði okkar mark.
Í báðum leikjunum í fyrra fengum við brottvísun, Ásta í útileiknum og Pála á Hlíðarenda.
Breiðablik er búið að spila við KR, Keflavík og FH og eru með fullt hús stiga og markatöluna 15-1 eftir fyrstu þrjár umferðir mótsins.
Vanja Stefanovic er markahæsti leikmaður Breiðabliks með 4 mörk.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow