<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júní 27, 2006

FH - Valur 0-15 

jæja þá er fyrri umferð lokið, síðasti leikur umferðarinnar var í gær gegn FH á útivelli og má segja að mörkin hafi heldur betur látið sjá sig.
Leikurinn byrjaði með miklum látum og við skoruðum fyrsta markið eftir hornspyrnu þar sem Thelma ÝR potaði boltanum snyrtilega yfir línuna. Annað markið kom svo strax á 4.mín en það gerði Dóra María eftir góða sendingu utan af velli. Það voru ekki liðnar nema 9 mín þegar við skoruðum svo þriðja markið en það gerði fyrirliðinn Katrín með stórglæsilegu skot upp í skeytin fjær... síðan komu mörkin bara jafn og þétt í gegnum leikinn en staðan í hálfleik var 7-0 okkur í hag. Seinni hálfleikur byrjaði heldur rólega en á 60 mín gáfum við allt í botn og hófum markaregnið á ný með því að bæta við mörkum þar til flautað var til leiksloka og staðan 15-0 fyrir okkur. Mörkin skoruðu: Margrét 4 - Dóra María 3 - Rakel 3 - Thelma Ýr 3 - Katrín 1 og Fríða 1.

Liðið: Ása - Fríða - Pála (Hallbera 55 mín) - Ásta - Guðný(Rut 75 mín) - Katrín - Dóra María - Viola - Thelma (Sara 55 mín) - Rakel - Margrét.

Þess má geta að Gugga spilaði leikinn ekki vegna veikinda og þær Guðrún og Tatiana gátu ekki verið með vegna meiðsla.

Þetta er búin að vera skemmtileg fyrri umferð og svo er bara að spýta í lófana fyrir seinni umferðina því hún verður erfið og ekkert gefið fyrr en mótið verður flautað af.

Yndislegu stuðningsmenn takk fyrir ykkar framlag í fyrri hlutanum vonum að þið komið jafn sterk inn í þá seinni ef ekki sterkari ;)

Familían

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow