<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, ágúst 25, 2008

Valur - Breiðablik á morgun! 


Á morgun tökum við á móti Breiðabliki á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda en leikurinn hefst stundvíslega klukkan 18.00. Nú eru aðeins þrír leikir eftir í Landsbankadeild kvenna og hvetjum við því alla til að mæta á völlinn og styðja okkur til sigurs á lokasprettinum um Íslandsmeistaratitilinn!!
ÁFRAM VALUR!!!!

laugardagur, ágúst 23, 2008

Úrslitaleikurinn á Ólympíuleikunum 

Vefstjóra langaði að gera smá skoðanakönnun um hvort að leikmenn vilji hittast eldsnemma í fyrramálið og horfa á handbotlalandsliðið spila úrslitaleikinn á ólympíuleikunum!! Þar sem þetta var ekki rætt í dag megiði endilega koma skoðunum ykkar til skila hér á síðunni og láta orðið berast!!

Hugmyndir
1) Hittast í Valsheimilinu og horfa á leikinn? (er hann ekki örugglega sýndur þar?)
2) Einhver býður fram heimili sitt í morgunkaffi og leik?
3) Sofa út?

Endilega látið vita hvað þið viljið gera:)

Bikarúrslitaleikur (staðfest) 

Í gærkvöldi sigruðum við lið Stjörnunnar á yndislega gervigrasinu þeirra í Garðabæ með 5 mörkum gegn 1. Leikurinn byrjaði ekki vel og voru leikmenn heldur lengi að átta sig á blauta gervigrasinu. Hálfleikstölur voru 0-0 og var þjálfarateymi liðsins eðililega allt annað en sátt í hálfleik. Eftir snarbrjálaðar ræður og mikla dramatík inní klefa fóru hlutirnir að gerast á vellinum í seinni hálfleik.
Katrín Jónsdóttir fyrirliði liðsins sá um að brjóta ísinn en hún skoraði fallegt mark eftir laglega sendingu Hallberu af vinstri kantinum. 20 sekúndum síðar átti Sophia Mundy laglega sendingu á hausinn á Margréti Láru sem skallaði boltann einnig í netið, staðan skyndilega orðin 2-0. Stjarnan beit aðeins frá sér og skoraði mark eftir langan bolta inná teig og minnkaði muninn í 2-1. Þá kom að ótrúlegum Maradona spretti Dóru Maríu Lárusdóttur. Hún fékk þá boltann á kantinum og lék á bókstaflega hálft Stjörnuliðið og skoraði eitt rosalegasta mark sem menn muna eftir að hafi sést hér á klakanum. Staðan orðin 3-1.
Beta og Freyr skiptu síðan markahæsta varamanni Íslands inná, Kristínu Ýr Bjarnardóttur sem skoraði 2 mörk á 6 mínútna kafla. Fyrst skallaði hún góða sendingu Dóru Maríu í netið og síðan skallaði hún boltann í netið eftir hornspyrnu Margrétar. Lokatölur urðu því 5-1 og Laugardalsvöllur býður okkar þann 20.september"

Í dag kemur síðan í ljós hvort að mótherjarnir verði núverandi bikarmeistarar KR eða Breiðablik!

föstudagur, ágúst 22, 2008

Undanúrslit VISA-Bikarsins í kvöld! 


Seinni partinn eða kl.18.00
mætum við Stjörnunni í Garðarbæ í UNDANÚRSLITUM VISA BIKARS KVENNA. Stjarnan er sem stendur í 4.sæti deildarinnar og án efa á eftir að vera um hörkuleik að ræða! Allir að mæta á völlinn og styðja okkur til sigurs!! ÁFRAM VALUR!!

mánudagur, ágúst 18, 2008

3-2 tap gegn KR 

Leikurinn í gær einkenndis í byrjun af smá stressi og baráttu og hvorugt liðið náði að halda boltanum mikið innan síns liðs. Fyrsta mark leiksins skoraði Margrét Lára Viðarsdóttir þegar hún slapp í gegnum vörn KR eftir langa sendingu frá Sif Atladóttur. Bæði Rakel og Dóra María hefðu getað bætt við en tókst ekki að nýta sín færi. KR fékk að sama skapi nokkur hálffæri í fyrri hálfleik en náði ekki að skora og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Í seinni hálfleik komu KR-ingar grimmari en við til leiks og náðu að jafna í 1-1 eftir mistök í vörninni hjá okkur. Hólmfríður Magg vann þá boltann af Ástu og skoraði örugglega. Þá gerðu þjálfararnir tvöfalda skiptingu þegar Hallbera og Helga komu inná í staðinn fyrir Rakel og Sophie. Skiptingin átti greinilega eftir að hafa góð áhrif á liðið því Hallbera kom sér í nokkur mjög góð færi og skoraði úr einu þeirra stórglæsilegt mark og kom okkur í 2-1.

Eftir markið kveiknaði loksins í okkur og við hefðum klárlega getað bætt við mörkum. Margrét lyfti boltanum framhjá marki KR í dauðafæri og strax í næstu sókn jafnaði KR. Þá áttu þær langan bolta inná teig eftir aukaspyrnu og miðvörðurinn Guðrún Sóley skoraði eftir klafs og staðan orðin jöfn 2-2.

Það voru síðan KR ingar sem kláruðu leikinn 3-2 en þær fengu vítaspyrnu þegar Ásta braut á Hólmfríði Magg, Olga Færseth fór á vítapunktinn en Randi Wardum varði glæsilega en boltinn datt beint til Olgu sem fylgdi á eftir og tryggði KR 3 stig.
Fyrsti tapleikur sumarsins staðreynd en við sitjum sem áður í efsta sæti deildarinnar með pálmann í höndunum og höfum alla burði til að tryggja okkur íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð.

Liðið: Randi, Ásta, Pála, Sif, Vanja, Rakel (Hallbera), Sophia (Helga Sjöfn), Katrín, Fríða (Kristín Ýr), Dóra María og Margrét Lára.

laugardagur, ágúst 16, 2008

KR-Valur á morgun! 


Á morgun spilum við gegn KR í Frostaskjóli kl. 16.00 í 15.umferð Landsbankadeildar kvenna. Fyrri leikur liðanna endaði 2-1 okkur í hag þar sem Dóra María Lárusdóttir skoraði sigurmarkið 5 mínútum fyrir leikslok.



Við viljum hvetja alla valsmenn nær og fjær til að koma og styðja okkur í þessum stórslag!! ÁFRAM VALUR!

P.S
Stuðararnir ætla að hafa strætó sem fer frá Hlíðarenda kl. 15.30 og kemur tilbaka milli 18 og 18.30 þar sem strákarnir spila annað kvöld gegn HK. Endilega mæta í strætóinn og byrja í stemningunni þar, getið sent e-mail á asisveinss@gmail.com !!

miðvikudagur, ágúst 13, 2008

9 stykki gegn Keflavík 

Í annað sinn í sumar tókst okkur að skora níu mörk í einum og sama leiknum þar sem hvorki meira né minna en 8 leikmenn dreyfðu með sér mörkunum.

Rakel Logadóttir hóf markaveisluna þegar hún fékk boltann út eftir klafs í teignum eftir hornspyrnu strax á þriðju mínútu.
MLV bætti við öðru marki á 38.mínútu eftir sendingu frá Rakel Loga þegar hún þrumaði honum í þaknetið og hélt að hún hefði dottið úr axlarlið við átökin.
Malla Sig bætti síðan við þriðja markinu mínútu fyrir hálfleik með skalla eftir hornspyrnu frá Margréti.
Seinni hálfleikurinn byrjaði allsvakalega þegar Margrét slapp ein í gegn eftir að varnarmenn Keflvíkinga hreinlega hittu ekki boltann. Marco lét ekki bjóða sér þetta tvisvar og skoraði örugglega. Hún hefði væntanlega bætt við öðru marki stuttu síðar þegar hún slapp aftur í gegn ef ekki hefði verið fyrir sakir línuvarðarins sem flaggaði í tíma og ótíma en hann skellti í eitt stykki flagg í þetta skiptið.
Fyrirliðinn okkar sem var hvíldur í síðasta leik, Katrín Jónsdóttir skoraði síðan fimmta mark okkar með sínum víðfræga skalla eftir frábæra sendingu Sifjar Atladóttur.
Næst var komið að tæknitrölli deildarinnar, Dóru Maríu Lárusdóttur sem skoraði með utanfótartjippu hægra megin í vítateig Keflavíkur eftir að hún notaði varnarmann Keflvíkinga sem batta.
Sjöunda mark leiksins var eign varamannanna Hallberu Guðnýjar Gísladóttur og Sophiu Mundy en þær geystust í sókn eftir að við unnum boltann eftir hornspyrnu, Hallbera kom með eina af sendingum ársins yfir á Sophie sem kláraði með stæl.
Kristín Ýr kom einnig við sögu rétt eins og í síðasta leik og skoraði fallegt mark eftir samspil bakvarðanna tveggja, Vönju og Sifjar sem endaði með því að Vanja lagði boltann út á KÝR sem skoraði örugglega.
Sif kórónaði góðan leik sinn í lokin með því að fiska vítaspyrnu og skora síðan sjálf úr henni og kom okkur í hvorki meira né minna en 9-0!!
Þess má geta að þrír leikmenn báru fyrirliðabandið í kvöld þar sem Kata var hvíld eftir tæpar 60 mínútur. Þá fékk Marco bandið í nokkrar mínútur og var síðan hvíld og þá fór bandið á splúnkunýjan handlegg Dóru Maríu.
Fínn leikur og FÁRÁNLEGA GÓÐ INNKOMA VARAMANNA gerði leikinn mjög eftirminnilegan og skemmtilegan og bendir allt til að Beta og Freyr þurfi að draga úr glasinu fræga til að velja næsta lið.



Liðið: Randi, Sif, Ásta, Pála, Vanja, Kata (Sophia), Sif R, Fríða, Rakel (Hallbera), Dóra María og Margrét Lára (Kristín Ýr)

mánudagur, ágúst 11, 2008

Af gefnu tilefni.... 

Valur - Keflavík á morgun!

Jæja gott fólk þá er komið að 14 leiknum okkar í Íslandsmótinu. En hann hefst kl. 19:15 á Vodafonevellinum annað kvöld.

Það styttist sannarlega í annan endan á þessu móti og því er um að gera fyrir þá sem ekki hafa lagt leið sína á völlina að hella sér í lestina og taka þátt í þessu frábæra sumri með okkur :)

Seinasta rimma þessara tveggja liða endaði 2-0 okkur í hag en það var í bikar- 8 liða úrslitum. Það voru markadrottningin sjálf Margrét Lára og Steraboltadrottningin Helga Sjöfn sem snudduðu sín hvoru markinu fyrir okkur þá. Af gefnu tilefni ákvað ég að setja þetta myndband inn í von um að leikmenn upplifi sömu gleðitilfinningu við áhorf myndbandsins og undirritaður...

Höfum svona gaman á morgun líka girls ;)


http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4398013/18
21

laugardagur, ágúst 09, 2008

8-0 sigur á Aftureldingu!!! 

Það var þvílík stemning í liðinu í kvöld þegar við mættum í Mosfellsbæinn í frábæru fótboltaveðri. Það er skemmst frá því að leikurinn endaði 8-0 okkur í hag eftir hreint út sagt magnaðan seinni hálfleik. Kata fyrirliði var hvíld vegna meiðsla í hæl sem hún varð fyrir í síðasta leik. Íþróttamaður ársins, Margrét Lára Viðarsdóttir tók við fyrirliðabandinu í staðinn.

Við tókum strax öll völd á vellinum án þess þó að skapa okkur nein afgerandi marktækifæri strax. Fyrsta mark leiksins kom eftir aukaspyrnu Margrétar Láru sem hafði viðkomu í varnarmanni Aftureldingar. Aukaspyrnan var dæmd á vítateigslínu eftir að markvörður Aftureldingar hafði farið útur teig með boltann í útsparki.
Hin danska Siv Rykær skoraði næsta mark með skalla eftir að Marco flikkaði honum í slánna og út eftir langt innkast Pálu.
Inná milli var vallarþulur leiksins duglegur að kveikja á skemmtilegum lögum og koma með sögur af leikmönnum Aftureldingar sem voru víst bitnar í afturendan af hundi greyin. Kata tók samt til sinna ráða og gerði ,,Reiðu röddina sína“ þegar jólalög hljómuðu útum allt á 43.mínútu.
Staðan var 2-0 í hálfleik og markaveislan rétt að byrja.
Seinni hálfleikurinn byrjaði allsvakalega en Sif var komin á kantinn og fékk að hlaupa þar vilt og tryllt eins og antílópa. Siv Rykær gaf þá góðan bolta uppí horn á Atladóttur sem gaf hann fyrir á Dóru Maríu Lárusdóttir sem þrumaði honum í netið. Geggjað mark og staðan orðin 3-0!!
DML skoraði líka næsta mark en það var eftir að við unnum boltann eftir hornspyrnu og þær DMLV komust í gegn með fínu samspili.
Næst var komið að fyrirliðanum í kvöld, Margrét fékk þá boltann, klobbaði góðvinkonu okkar allra, Ellu Franz og þrumaði boltanum í þaknetið! Staðan 5-0.
Kristín Ýr Bjarnadóttir átti síðan innkomu ársins í kvöld. Hún kom inná og skoraði þrennu! Það fyrsta skoraði hún eftir góða hornspyrnu Margrétar Láru. Næst átti Fríða fallega fyrirgjöf á hana og Kristín gerði sér lítið fyrir og tók flottan flugskalla á þetta. Þriðja og áttunda mark Vals skoraði hún eftir klafst í teignum hjá Aftureldingu.
Lokatölur urðu hvorki meira né minna en 8-0 og frábær sigur í höfn. Kata fékk kærkomna hvíld þar sem hællinn er enn að angra hana greyið. Sophia fékk ekki að spila vegna heiðursmannasamkomulags milli Vals og Aftureldingar og Thelma var fersk í leikmannahópnum.
Liðið:Randi (Ása), Pála (Kristín Ýr), Ásta, Sif, Vanja, Helga Sjöfn, Siv, Fríða, Rakel (Hallbera), Dóra María og Margrét Lára

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Afturelding - Valur á morgun! 


Á morgun, Föstudaginn 8.ágúst mætum við Aftureldingu á gervigrasinu í Mosfellsbænum kl. 19.15 í 13.umferð Landsbankadeildar kvenna. Fyrri leikur liðanna endaði 1-0 fyrir okkur þar sem Dóra María Lárusdóttir skoraði sigurmarkið.

Allir að mæta og styðja okkur til sigurs, ÁFRAM VALUR!!!!

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Fjórir valsarar í liði umferða 7-12 


Í hádeginu í dag, miðvikudag, voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Landsbankadeild kvenna og fór afhendingin fram í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Í liðinu voru fjórir Valsarar þær

Ásta Árnadóttir, Katrín Jónsdóttir, Dóra María Lárusdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir. Innilega til hamingju allar!!!


Næsti leikur okkar verður síðan á föstudaginn gegn Aftureldingu kl.19.15 Í Mosfellsbænum, allir að mæta!!

laugardagur, ágúst 02, 2008

HEYRST HEFUR..... 

Það er alltaf nóg blaðrað á götunni sem engin veit hvort sé í rauninni sannleikur eða ekki. Hérna er svona það helsta...

Að sumir leikmenn hafi flúið land yfir verslunarmannahelgina...
Og enn aðrir hafi stokkið til heimahaga Margrétar Láru í kaffi og kökur....
Að tvær litlar flöskur hafi ,,óvart”brotnað í afmæli DMLV
Að gullfiskurinn sem Margrét fékk í afmælisgjöf sé enn á lífi eftir hjartahnoð frá Kötu lækni..
Að Randi sé að hugsa um að opna Hótel hér á Íslandi fyrir alla ferðamennina sem koma á hennar vegum til Íslands...
Að Orri sé hættur að þjálfa Fjarðarbyggð og fluttur tilbaka í borgina...
Að Guðný sé með sterkari axlir en hinir rosalegustu kraflyftingarmenn....
Að Beta hafi hent nestinu hennar Siv Rykær sem hún geymdi inní kæli í vinnunni og Siv mætti því glorsoltin á æfingu...
Að leikmenn vilji nestisboxið út og pokann ganga...
Að Ásta Árna sé byrjuð að troða sér í öll blöð...
Að sjúkraþjálfaraparið Jói og Thelma hafi setið á sitthvorum bekknum á móti Fjölni..
Að allt liðið sé á leiðinni til Slóveníu..
Að við höfum verið rændar dýrum veigum í okkar eigin íþróttahúsi...
Að Kata hafi næstum fengið hjartaáfall við að öskra Valur 36 sinnum...
Að Valsstúlkur séu í átaki og mæti á salatbarinn í öllum hádegum..
Að Guðný hafi loksins rakað á sér lappirnar.....
Að Hummel fatnaðurinn sé að slá í gegn..
Að Fabio Aurelio leikmaður Liverpool hafi verið rétt um fimm mánuði að jafna sig á Hásin-slitum...
Að það sé komin tími á að familían verði húkt á nýrri þáttaröð...
Að Kristín Ýr sé með sambönd alls staðar á Íslandi og þótt víðar væri leitað..
Að Rakel Loga hafi unnið ferð á Hróaskeldu sama dag og hún kom heim frá Benidorm..
Að Vanja Stefanovich sé dugleg að bjóða gestum og gangandi í mat heim til sín...
Að familían sé komin með einkabílstjóra...
Að Sophia Mundy búi á sveitabæ..
Að krakkinn hún Dagný ætli á þjóðhátið..
Og Ása líka...
Að Sophia Mundy hafi ekki enn smakkað Vesturbæjarís....

Endilega bætið einhverju skemmtilegu við í kommentum ef þið eigið eitthvað heitt slúður bakvið eyrað...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow