<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 13, 2008

9 stykki gegn Keflavík 

Í annað sinn í sumar tókst okkur að skora níu mörk í einum og sama leiknum þar sem hvorki meira né minna en 8 leikmenn dreyfðu með sér mörkunum.

Rakel Logadóttir hóf markaveisluna þegar hún fékk boltann út eftir klafs í teignum eftir hornspyrnu strax á þriðju mínútu.
MLV bætti við öðru marki á 38.mínútu eftir sendingu frá Rakel Loga þegar hún þrumaði honum í þaknetið og hélt að hún hefði dottið úr axlarlið við átökin.
Malla Sig bætti síðan við þriðja markinu mínútu fyrir hálfleik með skalla eftir hornspyrnu frá Margréti.
Seinni hálfleikurinn byrjaði allsvakalega þegar Margrét slapp ein í gegn eftir að varnarmenn Keflvíkinga hreinlega hittu ekki boltann. Marco lét ekki bjóða sér þetta tvisvar og skoraði örugglega. Hún hefði væntanlega bætt við öðru marki stuttu síðar þegar hún slapp aftur í gegn ef ekki hefði verið fyrir sakir línuvarðarins sem flaggaði í tíma og ótíma en hann skellti í eitt stykki flagg í þetta skiptið.
Fyrirliðinn okkar sem var hvíldur í síðasta leik, Katrín Jónsdóttir skoraði síðan fimmta mark okkar með sínum víðfræga skalla eftir frábæra sendingu Sifjar Atladóttur.
Næst var komið að tæknitrölli deildarinnar, Dóru Maríu Lárusdóttur sem skoraði með utanfótartjippu hægra megin í vítateig Keflavíkur eftir að hún notaði varnarmann Keflvíkinga sem batta.
Sjöunda mark leiksins var eign varamannanna Hallberu Guðnýjar Gísladóttur og Sophiu Mundy en þær geystust í sókn eftir að við unnum boltann eftir hornspyrnu, Hallbera kom með eina af sendingum ársins yfir á Sophie sem kláraði með stæl.
Kristín Ýr kom einnig við sögu rétt eins og í síðasta leik og skoraði fallegt mark eftir samspil bakvarðanna tveggja, Vönju og Sifjar sem endaði með því að Vanja lagði boltann út á KÝR sem skoraði örugglega.
Sif kórónaði góðan leik sinn í lokin með því að fiska vítaspyrnu og skora síðan sjálf úr henni og kom okkur í hvorki meira né minna en 9-0!!
Þess má geta að þrír leikmenn báru fyrirliðabandið í kvöld þar sem Kata var hvíld eftir tæpar 60 mínútur. Þá fékk Marco bandið í nokkrar mínútur og var síðan hvíld og þá fór bandið á splúnkunýjan handlegg Dóru Maríu.
Fínn leikur og FÁRÁNLEGA GÓÐ INNKOMA VARAMANNA gerði leikinn mjög eftirminnilegan og skemmtilegan og bendir allt til að Beta og Freyr þurfi að draga úr glasinu fræga til að velja næsta lið.



Liðið: Randi, Sif, Ásta, Pála, Vanja, Kata (Sophia), Sif R, Fríða, Rakel (Hallbera), Dóra María og Margrét Lára (Kristín Ýr)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow