<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júlí 30, 2006

Breiðablik í næsta leik! 



Næsti leikur okkar er á móti Íslands- og bikarmeisturum breiðabliks á Kópavogsvelli, þriðjudaginn 1.ágúst klukkan 19.15. Ég vil hvetja alla til að koma og styðja okkur til sigurs í þessum mikilvæga leik! ÁFRAM VALUR!
Þetta er leikur í 11.umferð en aðrir leikir fara fram miðvikudaginn 2.ágúst en þeir eru: Fylkir – Þór/KA, Keflavík – Stjarnan, KR – FH.
Síðasti leikur okkar við Breiðablik fór 4-1 okkur í hag þar sem Rakel skoraði tvö, Fríða eitt og Margrét Lára eitt.

laugardagur, júlí 29, 2006

3-0 sigur á KR í bikarnum í gær!! 

Í gær mættum við í Frostaskjólið og spiluðum í 8 liða úrslitum í VISA bikarnum. Leikurinn fór frekar rólega af stað og virtust bæði lið fara heldur varfærnislega í leikinn fyrstu mínúturnar. Þegar á leið fóru bæði lið að skapa sér þónokkur færi sem hefðu getað skilað mörkum. Staðan var samt 0-0 í annars nokkuð tíðindalitlum hálfleik. Alicia Wilson leikmaður KR gerði sér lítið fyrir og sló Margréti Láru utan undir þegar dómarinn sá ekki til, en dómarinn var ekki alveg með nægilega góð tök á leiknum því miður...
Í seinni hálfleik gerðist leikurinn aðeins grófari og sáust mörg brot á vellinum en fá spjöld á lofti. Markmaðurinn (a.k.a Gugga) fékk m.a fast spark í hausinn og fór í nett rot og heilahristing án þess að leikmaður KR fengi minnsta tiltal eftir atvikið..Guggz hélt áfram leik enda hörkutól þar á ferð..
Á 65.mínútu átti Fríða stórglæsilega sendingu inn fyrir vörn KR inga á Margréti Láru sem lyfti boltanum yfir Sigrúnu í marki KR og staðan orðin 1-0 fyrir okkur.
Á 73.mínútu gerðist mjög skondið atvik þegar þjálfarar beggja liða hvæsstu á hvor aðra þegar KR-ingar gáfu boltann ekki til baka á okkur eftir að við spörkuðum boltanum útaf af því að Julie lá meidd niðri. Tékk it out.. http://veftivi.visir.is/veftivi/main.do?treeId=3004&progId=21654
Á 77.mínútu leiksins fékk Alicia Wilson sitt annað gula spjald og var því rekin af velli, en hún hefði alveg eins getað fengið rautt beint nokkru fyrr, því hún braut á Margréti sem var komin ein í gegn, öftust á vellinum, samkvæmt reglum er það rautt en dómarinn ákvað að gefa henni gult spjald.
Á 81.mínútu slapp Dóra María inn fyrir hægra megin hljóp fram völlinn dró til sín varnarmann og markmanninn, lagði síðan boltann á Margréti sem skoraði í tómt markið og staðan 2-0
Á 83.mínútu braut Hólmfríður KR-ingur illilega á Ástu sem virtist vera hálfgert hefnibrot, en hún fór beint aftan í hana og var aldrei nálægt boltanum og vildu margir meina að beint rautt hefði verið réttur dómur fyrir atvikið en dómarinn veifaði gula spjaldinu.
Á 90.mínútu kláruðum við síðan leikinn þegar Julie vann boltann á miðjunni og sendi yfir á Dóru Maríu sem kláraði færið glæsilega með vinstri í hornið fjær og staðan því 3-0 okkur í hag.
Mjög erfiður leikur og góður 3-0 sigur í höfn á móti sterku KR liði. 3-0 endurspeglar reyndar ekki alveg leikinn en við vorum þó mun betri aðillinn í leiknum.
Liðið: Gugga, Fríða, Ásta, Pála, Guðný, Kata, Hallbera, Julie, Dóra María, Rakel og Margrét.

Nú erum við komnar í undanúrslit í bikar ásamt Breiðabliki, Stjörnunni og Fjölni og verður spennandi að sjá hvernig næsti dráttur fer.

föstudagur, júlí 28, 2006

....Celeb of the week... 

Margrét Lára fær þann heiður að vera stjarna vikunnar, hér sýnir hún eitt trix..



Hver verður celeb næstu viku??

fimmtudagur, júlí 27, 2006

8 liða úrslit í bikar annað kvöld! 

Á morgum spilum við í átta liða úrslitum við KR í VISA bikarnum. Leikurinn verður í Frostaskjóli klukkan 19.15.
Aðrir leikir í 8 liða úrslitum eru: HK/Víkingur – Fjölnir, Breiðablik – Keflavík og Stjarnan – ÍR. Allir leikirnir fara fram föstudaginn 28.júlí klukkan 19.15
Við hvetjum alla að koma á leikinn og styðja okkur til sigurs!
ÁFRAM VALUR!!

orðið á götunni 


já góða kvöldið gott fólk. Í tilefni dagsins í dag sem var líka svona yndislegur og endaði með góðri æfingu þar sem allir tóku á honum stóra sínum er ekki úr vegi að leysa frá skjóðunni. já það er komið að slúðurhorninu

heyrst hefur:

já þetta var aldeilis skemmtilegt... ég vil ítreka það að þið farið varlega næstu daga því ég mun koma aftur með nýtt ferskt blogg um ykkur elskurnar mínar. hafið það gott og farið varlega í umferðinni (sérstaklega þú Dóra)

förum snemma að sofa og hugsum um okkur, erfið vika framundan þar sem við ætlum að standa okkur og vinna leiki. áfram Valur :)


miðvikudagur, júlí 26, 2006

Miðvikudagsmyndin 


miðvikudagur, júlí 19, 2006

Fréttir frá Norge! 

Halló halló......
Allt gott að frétta héðan, eins og þið kannski vitið þá unnum við Noreg í fyrsta leik 3-2 þar sem okkar stelpa Margrét Lára skoraði 2 mörk fyrir Ísland. Hún var síðan valin maður leiksins en afsalaði sér titlinum til okkar ástkæra þjálfara Betu Gunn fyrir gott skipulag...
Í gær spiluðum við síðan við Bandaríkin og endaði leikurinn 1-1 eftir að Marco kom okkur yfir með frábærri aukaspyrnu en síðan fengu kanarnir hræódýra vítaspyrnu og staðan orðin 1-1. Síðan slysuðumst við til að tapa í vító en þessi vítakeppni skiptir víst ekki miklu máli..

Eitt fyndnasta atvik sem ég hef upplifað í fótbolta gerðist i leiknum. Þannig var það að USA áttu aukaspyrnu út á velli og þær náttla alltaf með sínar krúsídúllu-aukaspyrnur stilltu e-h svaka upp en það endaði ekki betur en svo að stelpan sem hljóp og ætlaði að fá boltann, hljóp beint á dómarann sem var líka að hlaupa og hvorug þeirra vissi af hvor annarri, þær skullu sko saman og hrundu niður og við fengum boltann nokkuð ódýrt... VIDEO SÍÐAR:)

Á morgun eigum við Dani, sá leikur verður hreinlega að vinnast því við getum ennþá spilað um 1. sæti en við eigum líka möguleika á því að enda neðar ef við vinnum ekki en þá gætum við lent í að spila um 3. eða 5. sæti....
Hérna er massagott veður, við fórum á ströndina í dag, fríða brunnin í framan og allt að gerast. Glóðuraugað á Fríðu síminnkar, mjöðmin á Guggz að lagast, The Fish orðin ágæt í öxlinni, Dóra María á fullu í taninu, Marco að skora á fullu, Ásta með kapteininn á hreinu og Beta inná herbergi að finna áhrifaríkari aðferðir til að vinna fótboltaleiki en allir 9 "exercise scientists" sem fylgja USA dömum..
Valsararnir eru síðan að sjálfsögðu í byrjó á morgun;)
C ya all soon...
Gugga
Það er ekki að ganga að henda inn myndum hérna, þannig þær koma bara síðar...

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Miðvikudagsmyndin 


jæja miðvikudagur að detta inn svo það er eilla möst að skell inn nýrri mynd... :)

það er við hæfi að markaskorarinn sem stödd er í Noregi þessa stundina njóti þess heiðurs að eiga þessa vikuna hérna á valurwoman...


miðvikudagur, júlí 12, 2006

Miðvikudagsmyndin 


Liðstjórinn okkar
í góðum fíling með M16 :)

mánudagur, júlí 10, 2006

Akureyri á morgun! 


Í níundu umferð förum við til Akureyar og spilum við Þór/KA á Akureyarvelli, leikurinn er semsagt þriðjudaginn 11.júlí klukkan 19.15! ÁFRAM VALUR!
Aðrir leikir í níundu umferð eru: KR - Stjarnan, sem KR vann 3-1, Breiðablik - Keflavík sem fer fram á sama tíma og okkar og síðan er Fylkir - FH á miðvikudagskvöld.

Nokkrir punktar um leikinn og fyrri viðureign: Síðasti leikur við Þór/KA fór 6-0 okkur í hag þar sem Margrét Lára skoraði þrennu, Tatiana, Dóra María og Kata voru síðan allar með sitt markið hver. Síðast þegar við mættum á Akureyarvöll gekk okkur frekar erfiðlega en við fórum þó með 5-2 sigur á endanum.
Núna spilum við útlendingalausar en eins og flestir vita eru bæði Viola og Tatiana farnar heim.

laugardagur, júlí 08, 2006

Tatiana Mathelier á heimleið... 

Tatiana er einnig á heimleið eftir að í ljós kom að hún gæti ekki spilað meira með vegna meiðsla. Tatiana hefur átt við slæm meiðsli að stríða og hefur þess vegna ekki spilað jafnmikið með okkur og ætlað var.
Tatiana kom inná í sínum fyrsta leik á móti Þór/KA og skoraði strax, var síðan í byrjunarliðinu á móti Fylki og Breiðablik en var meidd eftir það og hefur einu sinni komið inná eftir það en það var á móti Keflavík.
Tatiana er búin að heilla íslensku drengina uppúr skónum og hefur að sögn leikmanna hlotið titillinn hözzlari ársins!
Tatiana fer heim á mánudag þannig það er komið smá plan fyrir þá sem vilja og hafa tíma á morgun sunnudag til að kveðja stelpuna en það er svohljóðandi:

14.00 Hittast á laugardalsvelli og horfa á Valur - Breiðablik í mfl.karla.
16.00 Fá okkur að borða..
18.00 Gugga Gunn býður í HM-heimsókn, úrslitaleikur HM, Ítalía - Frakkland, uppgjör veðmálsins, þeir sem geta enn unnið eru: Beta, Dóra María, Rut og Teddi.
Endilega kommentið ef þið eruð til í þetta...

föstudagur, júlí 07, 2006

U21 landslið kvenna valið!! 

Okkar ástkæri þjálfari Elísabet Gunnarsdóttir sem eins og flestum er kunnugt er einnig þjálfari U21 landsliðsins hefur tilkynnt lið sitt sem tekur þátt í Norðurlandamótinu. Mótið fer fram í Noregi og leyfilegt er að hafa fimm eldri leikmenn. Við Valsarar eigum þarna sex leikmenn þar af tvo eldri leikmenn en þeir eru: Ásta og Fríða eldri leikmenn, Gugga, Dóra María, Margrét og Guðný.
Til hamingju allar og gangi ykkur vel,
ÁFRAM ÍSLAND!!

Hérna er hópurinn í heild sinni:

Greta Mjöll Samúelsdóttir
Guðrún Erla Hilmarsdóttir
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir*
Nína Ósk Kristinsdóttir
Hólmfríður Magnúsdóttir*
Katrín Ómarsdóttir
Erla Steina Arnardóttir*
Björk Gunnarsdóttir
Harpa Þorsteinsdóttir
Helga Sjöfn Jóhannesdóttir
Sandra Sigurðardóttir
Ásta Árnadóttir*
Dóra María Lárusdóttir
Guðbjörg Gunnarsdóttir
Guðný B. Óðinsdóttir
Málfríður Erna Sigurðardóttir*
Margrét Lára Viðarsdóttir

Sif Atladóttir
* eldri leikmenn



Beta Gunn er þekkt fyrir róttækar þjálfunaraðferðir og þekkja leikmenn t.a.m
ekki lengur hinar hefðbundnu teygjur, bara spretti með annan leikmann í afturdraginu..
Spurning hvort hún taki her-agann í þessari ferð??

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Viola á heimleið..... 

Hin þýska Viola Oderbrecht hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Val en hún heldur nú til Þýskalands þar sem hún mun spila fyrir þýska liðið Duisburg í þýsku Bundeslígunni!
Það er búið að vera frábært að kynnast þessum stórgóða leikmanni, við höfum án efa lært mikið á því að spila með jafn útsjónasömum leikmanni og Viola er. Viola spilaði fimm leiki með Val og skoraði í þeim eitt mark sem varð einmitt sigurmarkið á móti KR í Frostaskjóli. Viola spilaði sem djúpur miðjumaður hjá okkur og lagði upp fjöldan allan af mörkum auk þess að hirða alla skallabolta sem duttu í kringum hana. Viola er leikmaður sem spilar boltanum rosalega vel frá sér, spilar í fáum snertingum, kemur með mikið bæði af löngum og stuttum boltum og hefur gríðarlegan leikskilning.
Viola er skemmtilegur karakter og hafði mikinn áhuga á Íslandi, hún fékk að upplifa ýmislegt hérna eins og snjósleðaferð uppá jökul, kíkja á Gullfoss og Geysi, Hvalaskoðun, M16 og síðast en ekki síst kíkti á næturlíf Íslands eftir stórgott partý hjá markverði liðsins.
Það er leiðinlegt að sjá þennan frábæra leikmann hverfa á braut en við verðum að fylla þetta skarð eins og önnur skörð, maður kemur í manns stað.
Við getum haldið áfram að fylgjast með stjörnunni okkar á þessari síðu: http://www.viola-odebrecht.de/
Góða ferð Viola og gangi þér allt í haginn í þínu nýja félagi Duisburg, það er búið að vera frábært að hafa þig!
Have a nice trip and good luck playing for Duisburg, it has been great having you here!

miðvikudagur, júlí 05, 2006

5-1 sigur í Garðabænum! 


Í gær sigruðum við stjörnuna með fimm mörkum gegn einu á gervigrasinu í Garðabæ. Fyrsta mark leiksins kom strax á 8.mínútu eftir langa sendingu frá Fríðu þar sem Margrét náði boltanum á undan Söndru markverði Stjörnuliðsins, lyfti boltanum yfir hana og skoraði örugglega 1-0. Stjörnustúlkur náðu síðan að jafna leikinn á 23.mínútu eftir nokkurn klaufagang af okkar hálfu og var þar að verki Inga Birna Friðjónsdóttir.
Á 33.mínútu fengum við aukaspyrnu á vinstri kanti og Margrét Lára gerði sér lítið fyrir og skoraði glæsilega og kom okkur í 2-1. Kata náði síðan að bæta þriðja markinu við á 40.mínútu en hún lyfti boltanum skemmtilega yfir markvörð stjörnunnar. Staðan var 3-1 í hálfleik en við spiluðum með vindi í fyrri hálfleik.
Í seinni hálfleik var komið þónokkuð meira rok en við spiluðum gegn vindinum í seinni hálfleik en það virtist ekki hrjá okkur mikið og fjórða mark leiksins kom á 51.mínútu þegar Guðný okkar Óðinsdóttir skoraði með skoti utan teigs. Hallbera kom inná á 54.mínútu og var búin að vera í fjórar mínútur inná vellinum þegar hún hirti boltann af tánum af varnarmanni stjörnunnar og skoraði fimmta og síðasta mark okkar 5-1.
Flottur liðssigur og náðum við oft á tíðum upp mjög góðu spili þrátt fyrir nokkuð erfiðar aðstæður í gær en það var rok og rigning stóran hluta leiks.
Margrét Lára átti frábæran leik en hún var sívinnandi og skoraði 2 góð mörk, Hallbera átti frábæra innkomu, skoraði eitt mark og skapaði auk þess fullt af færum. Annars er erfitt að nefna ákveðna leikmenn þar sem liðið í heild stóð sig vel og var ekki að láta aðstæður fara í taugarnar á sér eins og oft vill verða.
Það voru ekki margir áhorfendur á þessum leik og finnst mér illskiljanlegt að KSI hafi sett leik á sama tíma og undanúrslit voru í HM, en ég vil þó koma á framfæri kærum þökkum til þeirra sem mættu á leikinn og studdu okkur!
Liðið: Gugga, Pála (Rut), Fríða, Ásta, Guðný, Kata, Viola, Thelma (Hallbera) Rakel (Sara), Dóra María og Margrét.

Miðvikudagsmynd (Mittwochsfoto) 


þriðjudagur, júlí 04, 2006

M16 yngri vs eldri 

og hverjir unnu.....................?






Nett mynd hérna til vinstri af öllum hópnum







They say it´s All about Stragetíííí... en yngri voru svosem ágætar þó ELDri hafi rústað keppninni, sérstaklega um bakpokann, illa varinn já ILLA VARINN, myndi ekki láta ykkur passa babyið mitt miðað við þessa frammistöðu ... ;)


Margrét gefur sér tíma að smæla fyrir ljósmyndarann milli skota....








Dóra María í ham... og guðný í felum að covera fyrir Maríuna....


En djöf.... var þetta gaman :) rematch síðar.....

mánudagur, júlí 03, 2006

Leikur við Stjörnuna á morgun! 



Í fyrstu umferð seinni umferðar förum við í heimsókn í Garðarbæinn og spilum þar við Stjörnuna á gervigrasinu. En leikurinn er þriðjudaginn 4 júlí klukkan 19.15. Ég hvet alla til að mæta og styðja okkur til sigurs (taka bara upp HM)
ÁFRAM VALUR!
Aðrir leikir sem fara fram á sama tíma eru: Keflavík - Fylkir og KR - Breiðablik.

Nokkrir punktar um leikinn og síðustu viðureign: Leikurinn á Valbjarnarvelli fór 6-0 okkur í hag og dreifðust mörkin á 6 leikmenn, Dóra, Guðný, Kata, Fríða, Rakel og Margrét skoruðu allar eitt mark. Þjálfarateymi stjörnunnar var í leikbanni í þessum leik ásamt aðalmarkverði liðsins.
Þetta mun að öllum líkindum verða síðasti leikur þýsku stórstjörnunnar Violu Oderbrecht.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow