fimmtudagur, júlí 06, 2006
Viola á heimleið.....
Hin þýska Viola Oderbrecht hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Val en hún heldur nú til Þýskalands þar sem hún mun spila fyrir þýska liðið Duisburg í þýsku Bundeslígunni!
Það er búið að vera frábært að kynnast þessum stórgóða leikmanni, við höfum án efa lært mikið á því að spila með jafn útsjónasömum leikmanni og Viola er. Viola spilaði fimm leiki með Val og skoraði í þeim eitt mark sem varð einmitt sigurmarkið á móti KR í Frostaskjóli. Viola spilaði sem djúpur miðjumaður hjá okkur og lagði upp fjöldan allan af mörkum auk þess að hirða alla skallabolta sem duttu í kringum hana. Viola er leikmaður sem spilar boltanum rosalega vel frá sér, spilar í fáum snertingum, kemur með mikið bæði af löngum og stuttum boltum og hefur gríðarlegan leikskilning.
Viola er skemmtilegur karakter og hafði mikinn áhuga á Íslandi, hún fékk að upplifa ýmislegt hérna eins og snjósleðaferð uppá jökul, kíkja á Gullfoss og Geysi, Hvalaskoðun, M16 og síðast en ekki síst kíkti á næturlíf Íslands eftir stórgott partý hjá markverði liðsins.
Það er leiðinlegt að sjá þennan frábæra leikmann hverfa á braut en við verðum að fylla þetta skarð eins og önnur skörð, maður kemur í manns stað.
Við getum haldið áfram að fylgjast með stjörnunni okkar á þessari síðu: http://www.viola-odebrecht.de/
Góða ferð Viola og gangi þér allt í haginn í þínu nýja félagi Duisburg, það er búið að vera frábært að hafa þig!
Have a nice trip and good luck playing for Duisburg, it has been great having you here!
Það er búið að vera frábært að kynnast þessum stórgóða leikmanni, við höfum án efa lært mikið á því að spila með jafn útsjónasömum leikmanni og Viola er. Viola spilaði fimm leiki með Val og skoraði í þeim eitt mark sem varð einmitt sigurmarkið á móti KR í Frostaskjóli. Viola spilaði sem djúpur miðjumaður hjá okkur og lagði upp fjöldan allan af mörkum auk þess að hirða alla skallabolta sem duttu í kringum hana. Viola er leikmaður sem spilar boltanum rosalega vel frá sér, spilar í fáum snertingum, kemur með mikið bæði af löngum og stuttum boltum og hefur gríðarlegan leikskilning.
Viola er skemmtilegur karakter og hafði mikinn áhuga á Íslandi, hún fékk að upplifa ýmislegt hérna eins og snjósleðaferð uppá jökul, kíkja á Gullfoss og Geysi, Hvalaskoðun, M16 og síðast en ekki síst kíkti á næturlíf Íslands eftir stórgott partý hjá markverði liðsins.
Það er leiðinlegt að sjá þennan frábæra leikmann hverfa á braut en við verðum að fylla þetta skarð eins og önnur skörð, maður kemur í manns stað.
Við getum haldið áfram að fylgjast með stjörnunni okkar á þessari síðu: http://www.viola-odebrecht.de/
Góða ferð Viola og gangi þér allt í haginn í þínu nýja félagi Duisburg, það er búið að vera frábært að hafa þig!
Have a nice trip and good luck playing for Duisburg, it has been great having you here!
Comments:
Skrifa ummæli