<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Viola á heimleið..... 

Hin þýska Viola Oderbrecht hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Val en hún heldur nú til Þýskalands þar sem hún mun spila fyrir þýska liðið Duisburg í þýsku Bundeslígunni!
Það er búið að vera frábært að kynnast þessum stórgóða leikmanni, við höfum án efa lært mikið á því að spila með jafn útsjónasömum leikmanni og Viola er. Viola spilaði fimm leiki með Val og skoraði í þeim eitt mark sem varð einmitt sigurmarkið á móti KR í Frostaskjóli. Viola spilaði sem djúpur miðjumaður hjá okkur og lagði upp fjöldan allan af mörkum auk þess að hirða alla skallabolta sem duttu í kringum hana. Viola er leikmaður sem spilar boltanum rosalega vel frá sér, spilar í fáum snertingum, kemur með mikið bæði af löngum og stuttum boltum og hefur gríðarlegan leikskilning.
Viola er skemmtilegur karakter og hafði mikinn áhuga á Íslandi, hún fékk að upplifa ýmislegt hérna eins og snjósleðaferð uppá jökul, kíkja á Gullfoss og Geysi, Hvalaskoðun, M16 og síðast en ekki síst kíkti á næturlíf Íslands eftir stórgott partý hjá markverði liðsins.
Það er leiðinlegt að sjá þennan frábæra leikmann hverfa á braut en við verðum að fylla þetta skarð eins og önnur skörð, maður kemur í manns stað.
Við getum haldið áfram að fylgjast með stjörnunni okkar á þessari síðu: http://www.viola-odebrecht.de/
Góða ferð Viola og gangi þér allt í haginn í þínu nýja félagi Duisburg, það er búið að vera frábært að hafa þig!
Have a nice trip and good luck playing for Duisburg, it has been great having you here!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow