<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Blue team tilkynnt! 


A-landsliðið var tilkynnt í dag en liðið mun leika vináttulandsleik gegn Englendingum í Norwich 9.mars. Við eigum þar fimm skráða leikmenn: Gugga, Margrét, Fríða, Dóra María og Laufey auk þess sem Kata Jóns er skráð í Amazon Grimstad, (síðan eigum við náttla alltaf Dóru okkar Stefáns sem skrapp til Malmö)
Gaman að sjá Laufey Jóh aftur í landsliðinu en hún er búin að ná sér að fullu eftir hin erfiðu krossbandaslit:) þið getið síðan séð allan hópinn hérna
TIL HAMINGJU OG ÁFRAM ÍSLAND!

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Myndir segja meira...... 



fimmtudagur, febrúar 23, 2006

2-1 tap í kvöld... 


Í kvöld töpuðum við 2-1 á móti KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins og fengum því silfurpeninginn að þessu sinni. Fyrri hálfleikurinn var ekki vel leikinn af okkar hálfu, markið sem við skoruðum var eftir aukaspyrnu Margrétar sem markvörður KR varði og Guðný fylgdi á eftir. Kr-ingar náðu síðan að skora tvívegis áður en dómarinn sem var í aðalhlutverki blés til leikhlés. Línuverðirnir kepptust hvor við annað um hvor myndi ná að flagga oftar í leiknum og var dómgæslan í hámarki í seinni hálfleik þegar Thelma var rekin útaf með rautt....
Seinni hálfleikurinn var þó betur leikinn heldur en sá fyrri og réðum við gangi mála mestallan tíman en inn vildi boltinn ekki og niðurstaðan var því 2-1 tap, jafntefli hefði verið ásættanlegt enda vildum við meina að við hefðum átt að fá 1-2 víti í seinni hálfleik.
Byrjunarliðið: Gugga, Rut, Laufey, Fríða, Hallbera, Thelma, Hlíf, Magga, Rakel, Guðný og Margrét
Næsta mót sem við tökum þátt í er deildarbikarinn og er fyrsti leikurinn 5.mars á móti Breiðablik...
Until next...

HAPPDRÆTTI 2006! 


Já happdrættið er komið af stað og erum við (aðallega ásta) búnar að safna gríðarlega góðum, flottum og verðmætum vinningum sem þið getið séð hér: http://happadraetti.blogspot.com/
Miðinn kostar aðeins 1000 krónur og eru útgefnir miðar 1000 stk.
DREGIÐ VERÐUR ÚR VINNINGUM FIMMTUDAGINN 16.MARS og verða vinningshafar birtir á happdrættissíðunni, happadraetti.blogspot.com
tékkið endilega á vinningunum, þeir eru geðveikir...

KR - Valur 



Stæðstu klúbbar Reykjavíkur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins annað kvöld klukkan 19.00 í Egilz!! sami hópur mætir og í Fylkisleiknum...
Við Valsstúlkur höfum titil að verja! ÁFRAM VALUR!!

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Beta býður í boltapartý! 

Eftir æfingu á morgun ætlum við heim til Betu í nýja húsnæðið og horfa saman á stórleikin Chelsea - Barcelona. Getum farið í sturtu í Framheimilinu - komið endilega með komment um hvar þið viljið panta eitthvað að borða og hvernig þið haldið að leikurinn fari;)

föstudagur, febrúar 17, 2006

Meistaradeild Evrópu Chelsea - Barcelona, miðvikudagskvöld! 

22.2.2006 Meistaradeild Evrópu Chelsea - Barcelona 19:30!
Er e-h stemning að hittast og horfa á leikinn saman eftir æfingu?
(vildi henda þessu snemma inn þannig að við getum aðeins planað þetta)
Endilega komið með komment um það og við hljótum að redda samastað til að horfa á þennan stórleik (meira að segja þótt Man.utd sé ekki að spila..) Gætum jafnvel farið eftir æfingu og pantað mat og horft á þessa gaura sparka tuðrunni á milli sín, þeir eru víst ágæti í því..
Ég vil síðan spá fyrir leikinn!!
komment thanx!

......Meeting in the Chapel..... 


Fundur á morgun í Kapellunni 16.30 - "say a little pray for you"..... jebb famelían ætlar að hittast í kapellunni...say no more... Beta með einsöng og kirkjukórinn take on me syngur undir, Óli er líka búinn að panta orðið, var víst e-h að gorta sig af Svíþjóð og karókí, veit ekki meir...

En allavega leikurinn við Fylki endaði 9-0 okkur í hag, hálfleikstölur voru 4-0. Fínn leikur, skoruðum soldið mikið, er ekki alveg með mörkin á hreinu, endilega skrifiði þau í komment, en allavega Margrét með 3-4, Rakel 2 eða 3, Magga 2 og Guðrún 1. Afsakið óvissuna...
Laufey Jó líka með þessar rosalegu sendingar í leiknum, lagði upp ófá mörkin og færin!! Leikmenn voru soldið þreyttir svona í lærum og fótum í byrjun (var farin að halda að fríða ætlaði bara að beila á leiknum..hehe) en við hlupum það svo sannarlega úr okkur þegar á leið og uppskárum 9 góð mörk.
Byrjunarliðið: Gugga, Rut, Laufey, Fríða, Hallbera, Thelma, Guðrún, Magga, Rakel, Guðný og Margrét
NÆSTI LEIKUR ER SÍÐAN VIÐ KR Í EGILZ! AUGLÝST SÍÐAR..
later..

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Valur - Fylkir klukkan 19.00 í kvöld 

VALUR VS. FYLKIR

Annar leikur okkur í Reykjavíkurmótinu verður í kvöldi klukkan 19.00 í Egilshöll á móti Fylki, sami hópur og síðast nema Ásta dettur út fyrir Rut, mæting klukkan 18.00!
Á eftir okkar leik klukkan 21.00 er síðan annar leikur í okkar riðli milli KR og Fjölnis.


miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Miðvikudagsmyndin... 

Krakkinn fékk vasapeninga.....

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Æfingar A-landsliðs kvenna í febrúar 


Nýr blue-team æfingahópur hefur verið valin og eigum við þar sex leikmenn: Ástu, Dóru Maríu, Guggu, Laufey Jó, Margrét Láru og Fríðu, auk þess sem við viljum nú aðeins eigna okkur Kötu Jóns sem er búin að skipta aftur yfir til okkar:)
E-h undarlegt rugl samt í gangi þarna, Laufey OKKRAR Jó, bara skráð í Stjörnuna, ætla rétt að vona að þetta sé byggt RUGLI, þ.e að hún hafi ekki stokkið í flýti síðan í gær í stjörnuna!! (tók líka eftir því að Gunna bliki er skráð í KR, þannig þetta er væntanlega í einhverju rugli :) )
Þið getið séð allan æfingahópinn hérna: http://www.ksi.is/media/landslid/akvenna/a_kvenna_2006_aefingar_februarii.doc
CONGRATS og GANGI YKKUR VEL!

laugardagur, febrúar 11, 2006

.....Saying goodbye..... 



Núna er komið að kveðjustund hjá Dóru okkar, hún fékk nú reyndar engan kveðjuleik greyið, bara strax komin með félagsskipti...en allavega, allir að muna að mæta á PIZZA HUT KLUKKAN 13.00 SUNNUDAG, sprengisandur...danke schön..

VERTU SÆL DÓRA OG GANGI ÞÉR ALLT Í HAGINN MEÐ ÞÍNU NÝJA LIÐI, ÞÚ ERT AÐ SJÁLFSÖGÐU ALLTAF VELKOMIN AFTUR:)
- sýndu þessum sænsku píum hvernig á að spila fótbolta, make us proud;)

föstudagur, febrúar 10, 2006

Valur 7 - Fjölnir 2 


Fyrsta leik lokið í Reykjavíkurmótinu, hann endaði 7-2 okkur í hag. Erfiðlega tókst að finna netmöskvanna í byrjun leiks, við áttum þó mun fleiri færi, en hlutirnir fóru þó að gerast í lok fyrri hálfleiks og á mjög stuttum tíma var staðan allt í einu orðin 3-1 og Marco okkar komin með þrennu..
Seinni hálfleikur byrjaði ágætlega og við náðum að bæta við mörkum eftir gott stutt spil eins og planið var;) við komumst í 7-1 en Fjölnir náði að minnka muninn í lokin (vil nú kenna um að allt í einu vantaði einn miðvörðin, en jæja..hehe)
Ágætur leikur en ljóst er að þetta er bara byrjunin og það á klárlega eftir að pússa liðið saman. Heilt yfir stóðu allir sig bara alveg ágætlega, vil þó nefna Hlíf sem stóð sig mjög vel í sínum fyrsta leik sem bakvörður, var mjög dugleg og tók af skarið á réttum tímum. Markaskorar í kvöld voru Margrét Lára með fjögur mörk, og síðan Magga, Thelma og Rakel allar með eitt mark.

Byrjunarliðið: Gugga, Hlíf, Ásta, Fríða, Guðrún, Hallbera, Rakel, Laufey, Thelma, Guðný og Margrét.

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Fjölnir - Valur mæting kl. 18.00 

Þær sem eiga að mæta í leikinn á föstudag eru:

Ásta - Fríða - Gugga - Hlíf - Hallbera - Magga - Thelma - Rakel - Margrét Lára - Guðrún - Guðný - Laufey - Hafdís - Dóra - Magga Pála og Bára.

Mæting kl. 18.00 í egilz

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Miðvikudagsmyndin.... 


Virðingarfyllst..
EG

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Styttist í fyrsta leikinn okkar:) 


Fjölnir vs. Valur

Jæja núna styttist í fyrsta leikinn okkar í Reykjavíkurmótinu en hann er föstudaginn 10.febrúar klukkan 19.00 á móti Fjölni í Egilzhöll. Strax á eftir okkar leik er annar leikur í mótinu milli KR og Fylkis.

Spurning hvort "joey-group" fái frí á hlaupaæfingu þann föstudaginn til að taka þátt í einum leik eða svo, fatty group er hins vegar í fullu formi og lyftir samdægurs;)


föstudagur, febrúar 03, 2006

Dóra spilar með Malmö 

Dóra Stefánsdóttir hefur ákveðið að spila með sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö næsta tímabil, leiðinlegt að missa elskuna okkar, (en við eigum ennþá eina Dóru inni) En til hamingju Dóra og gangi þér vel með þínu nýja félagi:)

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Miðvikudagsmyndin.... 







Það var of erfitt að gera upp á milli þessara mynda þennan miðvikudaginn.......enjoy...


STAÐFESTINGARGJALD !!!! 

Jæja nú er komið að því...

Það semsagt verður að greiða staðfestingargjaldið fyrir æfingaferðina okkar í síðasta lagi fyrir hádegi þann 3. febrúar. Greiða á inn á reikning 0528-26-9983, kt. 090683-3739 heilar 25 þúsund krónur og setja nafnið ykkar í skýringu.

kveðja Ásta :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow