<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 10, 2006

Valur 7 - Fjölnir 2 


Fyrsta leik lokið í Reykjavíkurmótinu, hann endaði 7-2 okkur í hag. Erfiðlega tókst að finna netmöskvanna í byrjun leiks, við áttum þó mun fleiri færi, en hlutirnir fóru þó að gerast í lok fyrri hálfleiks og á mjög stuttum tíma var staðan allt í einu orðin 3-1 og Marco okkar komin með þrennu..
Seinni hálfleikur byrjaði ágætlega og við náðum að bæta við mörkum eftir gott stutt spil eins og planið var;) við komumst í 7-1 en Fjölnir náði að minnka muninn í lokin (vil nú kenna um að allt í einu vantaði einn miðvörðin, en jæja..hehe)
Ágætur leikur en ljóst er að þetta er bara byrjunin og það á klárlega eftir að pússa liðið saman. Heilt yfir stóðu allir sig bara alveg ágætlega, vil þó nefna Hlíf sem stóð sig mjög vel í sínum fyrsta leik sem bakvörður, var mjög dugleg og tók af skarið á réttum tímum. Markaskorar í kvöld voru Margrét Lára með fjögur mörk, og síðan Magga, Thelma og Rakel allar með eitt mark.

Byrjunarliðið: Gugga, Hlíf, Ásta, Fríða, Guðrún, Hallbera, Rakel, Laufey, Thelma, Guðný og Margrét.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow