laugardagur, júlí 08, 2006
Tatiana Mathelier á heimleið...


Tatiana kom inná í sínum fyrsta leik á móti Þór/KA og skoraði strax, var síðan í byrjunarliðinu á móti Fylki og Breiðablik en var meidd eftir það og hefur einu sinni komið inná eftir það en það var á móti Keflavík.
Tatiana er búin að heilla íslensku drengina uppúr skónum og hefur að sögn leikmanna hlotið titillinn hözzlari ársins!
Tatiana fer heim á mánudag þannig það er komið smá plan fyrir þá sem vilja og hafa tíma á morgun sunnudag til að kveðja stelpuna en það er svohljóðandi:
14.00 Hittast á laugardalsvelli og horfa á Valur - Breiðablik í mfl.karla.
16.00 Fá okkur að borða..
18.00 Gugga Gunn býður í HM-heimsókn, úrslitaleikur HM, Ítalía - Frakkland, uppgjör veðmálsins, þeir sem geta enn unnið eru: Beta, Dóra María, Rut og Teddi.
Endilega kommentið ef þið eruð til í þetta...
Comments:
Skrifa ummæli