mánudagur, júlí 10, 2006
Akureyri á morgun!
Í níundu umferð förum við til Akureyar og spilum við Þór/KA á Akureyarvelli, leikurinn er semsagt þriðjudaginn 11.júlí klukkan 19.15! ÁFRAM VALUR!
Aðrir leikir í níundu umferð eru: KR - Stjarnan, sem KR vann 3-1, Breiðablik - Keflavík sem fer fram á sama tíma og okkar og síðan er Fylkir - FH á miðvikudagskvöld.
Nokkrir punktar um leikinn og fyrri viðureign: Síðasti leikur við Þór/KA fór 6-0 okkur í hag þar sem Margrét Lára skoraði þrennu, Tatiana, Dóra María og Kata voru síðan allar með sitt markið hver. Síðast þegar við mættum á Akureyarvöll gekk okkur frekar erfiðlega en við fórum þó með 5-2 sigur á endanum.
Núna spilum við útlendingalausar en eins og flestir vita eru bæði Viola og Tatiana farnar heim.
Comments:
Skrifa ummæli