fimmtudagur, júlí 27, 2006
orðið á götunni
já góða kvöldið gott fólk. Í tilefni dagsins í dag sem var líka svona yndislegur og endaði með góðri æfingu þar sem allir tóku á honum stóra sínum er ekki úr vegi að leysa frá skjóðunni. já það er komið að slúðurhorninu
heyrst hefur:
- að Tatiana sé farin að stunda ísbað þarna vesturfrá því hún saknar kuldans svo mikið (we miss you Tat)
- að Gugga þrífi fötin sín ekki á minna en 90 gráðum í stað tvisvar á 40 gráðum
- að Rakel sé farin að líkja stelpum úr liðinu óspart við vistmenn í Reykjadal
- að the fish sé farin að stunda snyrtistofurnar dálítið og er von á henni í neglur í vikunni
- að Hallbera sé farin að mæta með hamar í leiki til að hræða andstæðingana enn frekar
- að Julie hafi komið í Julí (hahaha)
- að Pála hafi fengið gula spjaldið fyrir að gera bara ekki NEITT
- að Marco sé elt af paparazzi um allan bæ
- að Dóra María sé ekki alveg að hönda verkfæri að nafninu gírstöng þessa dagana
- að Beta sé sjúk rúsinur um þessar mundir og það með súkkulaði
- að Fríða sé komin á fast
- að Söru leiðist svo mikið á kvöldin að hún sé farin að stunda vinalínuna
- að Dóra stef proppi bara svensku
- að Teddi sé búin að fá job sem vatnsberi hjá einhverju af stóru liðunum á Spáni
já þetta var aldeilis skemmtilegt... ég vil ítreka það að þið farið varlega næstu daga því ég mun koma aftur með nýtt ferskt blogg um ykkur elskurnar mínar. hafið það gott og farið varlega í umferðinni (sérstaklega þú Dóra)
förum snemma að sofa og hugsum um okkur, erfið vika framundan þar sem við ætlum að standa okkur og vinna leiki. áfram Valur :)
Comments:
Skrifa ummæli