laugardagur, júlí 29, 2006
3-0 sigur á KR í bikarnum í gær!!


Í seinni hálfleik gerðist leikurinn aðeins grófari og sáust mörg brot á vellinum en fá spjöld á lofti. Markmaðurinn (a.k.a Gugga) fékk m.a fast spark í hausinn og fór í nett rot og heilahristing án þess að leikmaður KR fengi minnsta tiltal eftir atvikið..Guggz hélt áfram leik enda hörkutól þar á ferð..
Á 65.mínútu átti Fríða stórglæsilega sendingu inn fyrir vörn KR inga á Margréti Láru sem lyfti boltanum yfir Sigrúnu í marki KR og staðan orðin 1-0 fyrir okkur.
Á 73.mínútu gerðist mjög skondið atvik þegar þjálfarar beggja liða hvæsstu á hvor aðra þegar KR-ingar gáfu boltann ekki til baka á okkur eftir að við spörkuðum boltanum útaf af því að Julie lá meidd niðri. Tékk it out.. http://veftivi.visir.is/veftivi/main.do?treeId=3004&progId=21654
Á 77.mínútu leiksins fékk Alicia Wilson sitt annað gula spjald og var því rekin af velli, en hún hefði alveg eins getað fengið rautt beint nokkru fyrr, því hún braut á Margréti sem var komin ein í gegn, öftust á vellinum, samkvæmt reglum er það rautt en dómarinn ákvað að gefa henni gult spjald.
Á 81.mínútu slapp Dóra María inn fyrir hægra megin hljóp fram völlinn dró til sín varnarmann og markmanninn, lagði síðan boltann á Margréti sem skoraði í tómt markið og staðan 2-0
Á 83.mínútu braut Hólmfríður KR-ingur illilega á Ástu sem virtist vera hálfgert hefnibrot, en hún fór beint aftan í hana og var aldrei nálægt boltanum og vildu margir meina að beint rautt hefði verið réttur dómur fyrir atvikið en dómarinn veifaði gula spjaldinu.
Á 90.mínútu kláruðum við síðan leikinn þegar Julie vann boltann á miðjunni og sendi yfir á Dóru Maríu sem kláraði færið glæsilega með vinstri í hornið fjær og staðan því 3-0 okkur í hag.
Mjög erfiður leikur og góður 3-0 sigur í höfn á móti sterku KR liði. 3-0 endurspeglar reyndar ekki alveg leikinn en við vorum þó mun betri aðillinn í leiknum.
Liðið: Gugga, Fríða, Ásta, Pála, Guðný, Kata, Hallbera, Julie, Dóra María, Rakel og Margrét.
Nú erum við komnar í undanúrslit í bikar ásamt Breiðabliki, Stjörnunni og Fjölni og verður spennandi að sjá hvernig næsti dráttur fer.
Comments:
Skrifa ummæli