<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júlí 29, 2006

3-0 sigur á KR í bikarnum í gær!! 

Í gær mættum við í Frostaskjólið og spiluðum í 8 liða úrslitum í VISA bikarnum. Leikurinn fór frekar rólega af stað og virtust bæði lið fara heldur varfærnislega í leikinn fyrstu mínúturnar. Þegar á leið fóru bæði lið að skapa sér þónokkur færi sem hefðu getað skilað mörkum. Staðan var samt 0-0 í annars nokkuð tíðindalitlum hálfleik. Alicia Wilson leikmaður KR gerði sér lítið fyrir og sló Margréti Láru utan undir þegar dómarinn sá ekki til, en dómarinn var ekki alveg með nægilega góð tök á leiknum því miður...
Í seinni hálfleik gerðist leikurinn aðeins grófari og sáust mörg brot á vellinum en fá spjöld á lofti. Markmaðurinn (a.k.a Gugga) fékk m.a fast spark í hausinn og fór í nett rot og heilahristing án þess að leikmaður KR fengi minnsta tiltal eftir atvikið..Guggz hélt áfram leik enda hörkutól þar á ferð..
Á 65.mínútu átti Fríða stórglæsilega sendingu inn fyrir vörn KR inga á Margréti Láru sem lyfti boltanum yfir Sigrúnu í marki KR og staðan orðin 1-0 fyrir okkur.
Á 73.mínútu gerðist mjög skondið atvik þegar þjálfarar beggja liða hvæsstu á hvor aðra þegar KR-ingar gáfu boltann ekki til baka á okkur eftir að við spörkuðum boltanum útaf af því að Julie lá meidd niðri. Tékk it out.. http://veftivi.visir.is/veftivi/main.do?treeId=3004&progId=21654
Á 77.mínútu leiksins fékk Alicia Wilson sitt annað gula spjald og var því rekin af velli, en hún hefði alveg eins getað fengið rautt beint nokkru fyrr, því hún braut á Margréti sem var komin ein í gegn, öftust á vellinum, samkvæmt reglum er það rautt en dómarinn ákvað að gefa henni gult spjald.
Á 81.mínútu slapp Dóra María inn fyrir hægra megin hljóp fram völlinn dró til sín varnarmann og markmanninn, lagði síðan boltann á Margréti sem skoraði í tómt markið og staðan 2-0
Á 83.mínútu braut Hólmfríður KR-ingur illilega á Ástu sem virtist vera hálfgert hefnibrot, en hún fór beint aftan í hana og var aldrei nálægt boltanum og vildu margir meina að beint rautt hefði verið réttur dómur fyrir atvikið en dómarinn veifaði gula spjaldinu.
Á 90.mínútu kláruðum við síðan leikinn þegar Julie vann boltann á miðjunni og sendi yfir á Dóru Maríu sem kláraði færið glæsilega með vinstri í hornið fjær og staðan því 3-0 okkur í hag.
Mjög erfiður leikur og góður 3-0 sigur í höfn á móti sterku KR liði. 3-0 endurspeglar reyndar ekki alveg leikinn en við vorum þó mun betri aðillinn í leiknum.
Liðið: Gugga, Fríða, Ásta, Pála, Guðný, Kata, Hallbera, Julie, Dóra María, Rakel og Margrét.

Nú erum við komnar í undanúrslit í bikar ásamt Breiðabliki, Stjörnunni og Fjölni og verður spennandi að sjá hvernig næsti dráttur fer.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow