<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 19, 2006

Fréttir frá Norge! 

Halló halló......
Allt gott að frétta héðan, eins og þið kannski vitið þá unnum við Noreg í fyrsta leik 3-2 þar sem okkar stelpa Margrét Lára skoraði 2 mörk fyrir Ísland. Hún var síðan valin maður leiksins en afsalaði sér titlinum til okkar ástkæra þjálfara Betu Gunn fyrir gott skipulag...
Í gær spiluðum við síðan við Bandaríkin og endaði leikurinn 1-1 eftir að Marco kom okkur yfir með frábærri aukaspyrnu en síðan fengu kanarnir hræódýra vítaspyrnu og staðan orðin 1-1. Síðan slysuðumst við til að tapa í vító en þessi vítakeppni skiptir víst ekki miklu máli..

Eitt fyndnasta atvik sem ég hef upplifað í fótbolta gerðist i leiknum. Þannig var það að USA áttu aukaspyrnu út á velli og þær náttla alltaf með sínar krúsídúllu-aukaspyrnur stilltu e-h svaka upp en það endaði ekki betur en svo að stelpan sem hljóp og ætlaði að fá boltann, hljóp beint á dómarann sem var líka að hlaupa og hvorug þeirra vissi af hvor annarri, þær skullu sko saman og hrundu niður og við fengum boltann nokkuð ódýrt... VIDEO SÍÐAR:)

Á morgun eigum við Dani, sá leikur verður hreinlega að vinnast því við getum ennþá spilað um 1. sæti en við eigum líka möguleika á því að enda neðar ef við vinnum ekki en þá gætum við lent í að spila um 3. eða 5. sæti....
Hérna er massagott veður, við fórum á ströndina í dag, fríða brunnin í framan og allt að gerast. Glóðuraugað á Fríðu síminnkar, mjöðmin á Guggz að lagast, The Fish orðin ágæt í öxlinni, Dóra María á fullu í taninu, Marco að skora á fullu, Ásta með kapteininn á hreinu og Beta inná herbergi að finna áhrifaríkari aðferðir til að vinna fótboltaleiki en allir 9 "exercise scientists" sem fylgja USA dömum..
Valsararnir eru síðan að sjálfsögðu í byrjó á morgun;)
C ya all soon...
Gugga
Það er ekki að ganga að henda inn myndum hérna, þannig þær koma bara síðar...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow