miðvikudagur, júlí 19, 2006
Fréttir frá Norge!
Halló halló......
Allt gott að frétta héðan, eins og þið kannski vitið þá unnum við Noreg í fyrsta leik 3-2 þar sem okkar stelpa Margrét Lára skoraði 2 mörk fyrir Ísland. Hún var síðan valin maður leiksins en afsalaði sér titlinum til okkar ástkæra þjálfara Betu Gunn fyrir gott skipulag...
Í gær spiluðum við síðan við Bandaríkin og endaði leikurinn 1-1 eftir að Marco kom okkur yfir með frábærri aukaspyrnu en síðan fengu kanarnir hræódýra vítaspyrnu og staðan orðin 1-1. Síðan slysuðumst við til að tapa í vító en þessi vítakeppni skiptir víst ekki miklu máli..
Eitt fyndnasta atvik sem ég hef upplifað í fótbolta gerðist i leiknum. Þannig var það að USA áttu aukaspyrnu út á velli og þær náttla alltaf með sínar krúsídúllu-aukaspyrnur stilltu e-h svaka upp en það endaði ekki betur en svo að stelpan sem hljóp og ætlaði að fá boltann, hljóp beint á dómarann sem var líka að hlaupa og hvorug þeirra vissi af hvor annarri, þær skullu sko saman og hrundu niður og við fengum boltann nokkuð ódýrt... VIDEO SÍÐAR:)
Á morgun eigum við Dani, sá leikur verður hreinlega að vinnast því við getum ennþá spilað um 1. sæti en við eigum líka möguleika á því að enda neðar ef við vinnum ekki en þá gætum við lent í að spila um 3. eða 5. sæti....
Hérna er massagott veður, við fórum á ströndina í dag, fríða brunnin í framan og allt að gerast. Glóðuraugað á Fríðu síminnkar, mjöðmin á Guggz að lagast, The Fish orðin ágæt í öxlinni, Dóra María á fullu í taninu, Marco að skora á fullu, Ásta með kapteininn á hreinu og Beta inná herbergi að finna áhrifaríkari aðferðir til að vinna fótboltaleiki en allir 9 "exercise scientists" sem fylgja USA dömum..
Valsararnir eru síðan að sjálfsögðu í byrjó á morgun;)
C ya all soon...
Gugga
Það er ekki að ganga að henda inn myndum hérna, þannig þær koma bara síðar...
Allt gott að frétta héðan, eins og þið kannski vitið þá unnum við Noreg í fyrsta leik 3-2 þar sem okkar stelpa Margrét Lára skoraði 2 mörk fyrir Ísland. Hún var síðan valin maður leiksins en afsalaði sér titlinum til okkar ástkæra þjálfara Betu Gunn fyrir gott skipulag...
Í gær spiluðum við síðan við Bandaríkin og endaði leikurinn 1-1 eftir að Marco kom okkur yfir með frábærri aukaspyrnu en síðan fengu kanarnir hræódýra vítaspyrnu og staðan orðin 1-1. Síðan slysuðumst við til að tapa í vító en þessi vítakeppni skiptir víst ekki miklu máli..
Eitt fyndnasta atvik sem ég hef upplifað í fótbolta gerðist i leiknum. Þannig var það að USA áttu aukaspyrnu út á velli og þær náttla alltaf með sínar krúsídúllu-aukaspyrnur stilltu e-h svaka upp en það endaði ekki betur en svo að stelpan sem hljóp og ætlaði að fá boltann, hljóp beint á dómarann sem var líka að hlaupa og hvorug þeirra vissi af hvor annarri, þær skullu sko saman og hrundu niður og við fengum boltann nokkuð ódýrt... VIDEO SÍÐAR:)
Á morgun eigum við Dani, sá leikur verður hreinlega að vinnast því við getum ennþá spilað um 1. sæti en við eigum líka möguleika á því að enda neðar ef við vinnum ekki en þá gætum við lent í að spila um 3. eða 5. sæti....
Hérna er massagott veður, við fórum á ströndina í dag, fríða brunnin í framan og allt að gerast. Glóðuraugað á Fríðu síminnkar, mjöðmin á Guggz að lagast, The Fish orðin ágæt í öxlinni, Dóra María á fullu í taninu, Marco að skora á fullu, Ásta með kapteininn á hreinu og Beta inná herbergi að finna áhrifaríkari aðferðir til að vinna fótboltaleiki en allir 9 "exercise scientists" sem fylgja USA dömum..
Valsararnir eru síðan að sjálfsögðu í byrjó á morgun;)
C ya all soon...
Gugga
Það er ekki að ganga að henda inn myndum hérna, þannig þær koma bara síðar...
Comments:
Skrifa ummæli