mánudagur, ágúst 18, 2008
3-2 tap gegn KR

Í seinni hálfleik komu KR-ingar grimmari en við til leiks og náðu að jafna í 1-1 eftir mistök í vörninni hjá okkur. Hólmfríður Magg vann þá boltann af Ástu og skoraði örugglega. Þá gerðu þjálfararnir tvöfalda skiptingu þegar Hallbera og Helga komu inná í staðinn fyrir Rakel og Sophie. Skiptingin átti greinilega eftir að hafa góð áhrif á liðið því Hallbera kom sér í nokkur mjög góð færi og skoraði úr einu þeirra stórglæsilegt mark og kom okkur í 2-1.
Eftir markið kveiknaði loksins í okkur og við hefðum klárlega getað bætt við mörkum.
Margrét lyfti boltanum framhjá marki KR í dauðafæri og strax í næstu sókn jafnaði KR. Þá áttu þær langan bolta inná teig eftir aukaspyrnu og miðvörðurinn Guðrún Sóley skoraði eftir klafs og staðan orðin jöfn 2-2.

Það voru síðan KR ingar sem kláruðu leikinn 3-2 en þær fengu vítaspyrnu þegar Ásta braut á Hólmfríði Magg, Olga Færseth fór á vítapunktinn en Randi Wardum varði glæsilega en boltinn datt beint til Olgu sem fylgdi á eftir og tryggði KR 3 stig.
Fyrsti tapleikur sumarsins staðreynd en við sitjum sem áður í efsta sæti deildarinnar með pálmann í höndunum og höfum alla burði til að tryggja okkur íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð.
Liðið: Randi, Ásta, Pála, Sif, Vanja, Rakel (Hallbera), Sophia (Helga Sjöfn), Katrín, Fríða (Kristín Ýr), Dóra María og Margrét Lára.
Comments:
Skrifa ummæli