<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, ágúst 09, 2008

8-0 sigur á Aftureldingu!!! 

Það var þvílík stemning í liðinu í kvöld þegar við mættum í Mosfellsbæinn í frábæru fótboltaveðri. Það er skemmst frá því að leikurinn endaði 8-0 okkur í hag eftir hreint út sagt magnaðan seinni hálfleik. Kata fyrirliði var hvíld vegna meiðsla í hæl sem hún varð fyrir í síðasta leik. Íþróttamaður ársins, Margrét Lára Viðarsdóttir tók við fyrirliðabandinu í staðinn.

Við tókum strax öll völd á vellinum án þess þó að skapa okkur nein afgerandi marktækifæri strax. Fyrsta mark leiksins kom eftir aukaspyrnu Margrétar Láru sem hafði viðkomu í varnarmanni Aftureldingar. Aukaspyrnan var dæmd á vítateigslínu eftir að markvörður Aftureldingar hafði farið útur teig með boltann í útsparki.
Hin danska Siv Rykær skoraði næsta mark með skalla eftir að Marco flikkaði honum í slánna og út eftir langt innkast Pálu.
Inná milli var vallarþulur leiksins duglegur að kveikja á skemmtilegum lögum og koma með sögur af leikmönnum Aftureldingar sem voru víst bitnar í afturendan af hundi greyin. Kata tók samt til sinna ráða og gerði ,,Reiðu röddina sína“ þegar jólalög hljómuðu útum allt á 43.mínútu.
Staðan var 2-0 í hálfleik og markaveislan rétt að byrja.
Seinni hálfleikurinn byrjaði allsvakalega en Sif var komin á kantinn og fékk að hlaupa þar vilt og tryllt eins og antílópa. Siv Rykær gaf þá góðan bolta uppí horn á Atladóttur sem gaf hann fyrir á Dóru Maríu Lárusdóttir sem þrumaði honum í netið. Geggjað mark og staðan orðin 3-0!!
DML skoraði líka næsta mark en það var eftir að við unnum boltann eftir hornspyrnu og þær DMLV komust í gegn með fínu samspili.
Næst var komið að fyrirliðanum í kvöld, Margrét fékk þá boltann, klobbaði góðvinkonu okkar allra, Ellu Franz og þrumaði boltanum í þaknetið! Staðan 5-0.
Kristín Ýr Bjarnadóttir átti síðan innkomu ársins í kvöld. Hún kom inná og skoraði þrennu! Það fyrsta skoraði hún eftir góða hornspyrnu Margrétar Láru. Næst átti Fríða fallega fyrirgjöf á hana og Kristín gerði sér lítið fyrir og tók flottan flugskalla á þetta. Þriðja og áttunda mark Vals skoraði hún eftir klafst í teignum hjá Aftureldingu.
Lokatölur urðu hvorki meira né minna en 8-0 og frábær sigur í höfn. Kata fékk kærkomna hvíld þar sem hællinn er enn að angra hana greyið. Sophia fékk ekki að spila vegna heiðursmannasamkomulags milli Vals og Aftureldingar og Thelma var fersk í leikmannahópnum.
Liðið:Randi (Ása), Pála (Kristín Ýr), Ásta, Sif, Vanja, Helga Sjöfn, Siv, Fríða, Rakel (Hallbera), Dóra María og Margrét Lára

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow