laugardagur, ágúst 23, 2008
Bikarúrslitaleikur (staðfest)
Í gærkvöldi sigruðum við lið Stjörnunnar á yndislega gervigrasinu þeirra í Garðabæ með 5 mörkum gegn 1. Leikurinn byrjaði ekki vel og voru leikmenn heldur lengi að átta sig á blauta gervigrasinu. Hálfleikstölur voru 0-0 og var þjálfarateymi liðsins eðililega allt annað en sátt í hálfleik. Eftir snarbrjálaðar ræður og mikla dramatík inní klefa fóru hlutirnir að gerast á vellinum í seinni hálfleik.Katrín Jónsdóttir fyrirliði liðsins sá um að brjóta ísinn en hún skoraði fallegt mark eftir laglega sendingu Hallberu af vinstri kantinum. 20 sekúndum síðar átti Sophia Mundy laglega sendingu á hausinn á Margréti Láru sem skallaði boltann einnig í netið, staðan skyndilega orðin 2-0. Stjarnan beit aðeins frá sér og skoraði mark eftir langan bolta inná teig og minnkað
i muninn í 2-1. Þá kom að ótrúlegum Maradona spretti Dóru Maríu Lárusdóttur. Hún fékk þá boltann á kantinum og lék á bókstaflega hálft Stjörnuliðið og skoraði eitt rosalegasta mark sem menn muna eftir að hafi sést hér á klakanum. Staðan orðin 3-1.Beta og Freyr skiptu síðan markahæsta varamanni Íslands inná, Kristínu Ýr Bjarnardóttur sem skoraði 2 mörk á 6 mínútna kafla. Fyrst skallaði hún góða sendingu Dóru Maríu í netið og síðan skallaði hún boltann í netið eftir hornspyrnu Margrétar. Lokatölur urðu því 5-1 og Laugardalsvöllur býður okkar þann 20.september"
Í dag kemur síðan í ljós hvort að mótherjarnir verði núverandi bikarmeistarar KR eða Breiðablik!
Comments:
Skrifa ummæli