laugardagur, ágúst 23, 2008
Bikarúrslitaleikur (staðfest)
Í gærkvöldi sigruðum við lið Stjörnunnar á yndislega gervigrasinu þeirra í Garðabæ með 5 mörkum gegn 1. Leikurinn byrjaði ekki vel og voru leikmenn heldur lengi að átta sig á blauta gervigrasinu. Hálfleikstölur voru 0-0 og var þjálfarateymi liðsins eðililega allt annað en sátt í hálfleik. Eftir snarbrjálaðar ræður og mikla dramatík inní klefa fóru hlutirnir að gerast á vellinum í seinni hálfleik.
Katrín Jónsdóttir fyrirliði liðsins sá um að brjóta ísinn en hún skoraði fallegt mark eftir laglega sendingu Hallberu af vinstri kantinum. 20 sekúndum síðar átti Sophia Mundy laglega sendingu á hausinn á Margréti Láru sem skallaði boltann einnig í netið, staðan skyndilega orðin 2-0. Stjarnan beit aðeins frá sér og skoraði mark eftir langan bolta inná teig og minnkaði muninn í 2-1. Þá kom að ótrúlegum Maradona spretti Dóru Maríu Lárusdóttur. Hún fékk þá boltann á kantinum og lék á bókstaflega hálft Stjörnuliðið og skoraði eitt rosalegasta mark sem menn muna eftir að hafi sést hér á klakanum. Staðan orðin 3-1.
Beta og Freyr skiptu síðan markahæsta varamanni Íslands inná, Kristínu Ýr Bjarnardóttur sem skoraði 2 mörk á 6 mínútna kafla. Fyrst skallaði hún góða sendingu Dóru Maríu í netið og síðan skallaði hún boltann í netið eftir hornspyrnu Margrétar. Lokatölur urðu því 5-1 og Laugardalsvöllur býður okkar þann 20.september"
Í dag kemur síðan í ljós hvort að mótherjarnir verði núverandi bikarmeistarar KR eða Breiðablik!
Katrín Jónsdóttir fyrirliði liðsins sá um að brjóta ísinn en hún skoraði fallegt mark eftir laglega sendingu Hallberu af vinstri kantinum. 20 sekúndum síðar átti Sophia Mundy laglega sendingu á hausinn á Margréti Láru sem skallaði boltann einnig í netið, staðan skyndilega orðin 2-0. Stjarnan beit aðeins frá sér og skoraði mark eftir langan bolta inná teig og minnkaði muninn í 2-1. Þá kom að ótrúlegum Maradona spretti Dóru Maríu Lárusdóttur. Hún fékk þá boltann á kantinum og lék á bókstaflega hálft Stjörnuliðið og skoraði eitt rosalegasta mark sem menn muna eftir að hafi sést hér á klakanum. Staðan orðin 3-1.
Beta og Freyr skiptu síðan markahæsta varamanni Íslands inná, Kristínu Ýr Bjarnardóttur sem skoraði 2 mörk á 6 mínútna kafla. Fyrst skallaði hún góða sendingu Dóru Maríu í netið og síðan skallaði hún boltann í netið eftir hornspyrnu Margrétar. Lokatölur urðu því 5-1 og Laugardalsvöllur býður okkar þann 20.september"
Í dag kemur síðan í ljós hvort að mótherjarnir verði núverandi bikarmeistarar KR eða Breiðablik!
Comments:
Skrifa ummæli