miðvikudagur, júní 28, 2006
Ásta best og 6 í liði fyrri umferðar!
Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 1-7 í Landsbankadeild kvenna, við Valsstúlkur áttum þar 6 leikmenn auk þess að eiga besta þjálfarann. Liðið í heild sinni er hægt að sjá hér: http://www.ksi.is/media/mot/LD_kvenna_2006_-_Umf_1-7_handout.doc
Ásta Árnadóttir var valinn besti leikmaður umferðanna og eru samherjar hennar ákaflega stoltar af henni:)
Ásta, Guðný, Fríða, Rakel, Kata, Margrét og Beta, til hamingju allar!
Við áttum einnig bestu stuðningsmenn umferðarinnar en þeir eru búnir að vera frábærir í allt sumar!
Frábærar viðurkenningar fyrir mjög góðan árangur þar sem af er sumars en eins og flestir vita erum við þessa stundina á toppi deildarinnar með fullt hús stiga og með markatöluna 51-3.
Comments:
Skrifa ummæli