<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júní 05, 2006

Skoðum landið... 

Hin árlega ferð var farin út á land, þ.e. að kíkja á Gullfoss og Geysi síðasta fimmtudag. Frekar dræm aðsókn var þetta árið en leikmenn náði að fylla eins og einn jeppa. Við vorum ekki alveg nógu heppnar með veður en “veðurmaðurinn” hafði aðeins klikkað þarna en hún var búin að spá góðu veðri en í stað þess var rigning, rok, þoka og mikill kuldi...
Viola fór fremst í flokki og tók myndir af öllu, vatnsrörum, steinum, grasi...jebb bókstaflega öllu..
Eftir að fólk hafi staðið hjá Strokk og Geysi og beðið eftir gosi var farið í Geysis-sjoppuna og keyptur fullur innkaupapoki af íslensku sælgæti til smökkunar auk pizzu og fisks, árssala sjoppunar hækkaði þarna um 30%.
Keyrt var í gegnum hina ýmsu staði, Laugarvatn, Þingvelli og fleira og var Viola sérfróð um þessa staði og vissi jafnvel meira um þá en íslenskir leikmenn liðsins enda búin að lesa hina þýsku bók "Island"
Tatiana kom ekki með að þessu sinni enda þreytt eftir gærkvöldið, en hún er orðin vinsæl meðal karlpeningsins hér á landi. Viola fékk skemmtilega kennslu um hefðir íslands t.a.m. bolludagur - the day of the bollas.., sprengidagur - the explosion day, öskudagur - the ash day - and then we have a lot of "jesus - days" like the Whitesun..
Fín dagsferð og spurning um að sýna Violu og Tatiönu okkar stórbrotnu náttúru í betra veðri seinna í sumar:)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow