<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júní 23, 2006

7-0 sigur á Keflavík og Marco með 5 mörk. 

Í kvöld mættum við mjög ákveðnar til leiks og vorum komnar í 3-0 eftir aðeins 13 mínútna leik. Fyrsta mark leiksins kom eftir tveggja mínútna leik, Guðný tók aukaspyrnu inná vítateig og boltinn barst út til Pálu sem sendi boltann á Margréti sem var komin ein í gegn og lyfti boltanum snyrtilega yfir markvörð keflavíkurliðsins 1-0. Aðeins tveimur mínútum síðar átti Viola frábæra sendingu inná Margréti sem komst ein í gegn og skoraði, 2-0 eftir fjórar mín.
Viola hélt áfram með stoðsendingar og átti frábæra sendingu inná Dóru Maríu á 13.mínútu, Dóra gabbaði varnarmann Keflavíkur og lagði boltann snyrtilega með vinstri fæti í vinstra hornið.
Staðan var 3-0 í hálfleik og náðum við ekki alveg að fylgja eftir góðri byrjun það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en við vorum þó mun sterkari aðilinn allan tíman.
Seinni hálfleikurinn byrjaði ágætlega og á 61.mínútu keyrði Dóra María upp hægri kantinn, dró í sig 2 varnarmenn og lagði boltann út á Margréti sem skoraði þar sitt þriðja mark. Aðeins mínútu síðar fengum við aukaspyrnu úti á velli sem Rakel tók, hún sendi boltann beint á kollinn á Kötu sem skallaði hann laglega í netið, 5-0
Stuttu síðar fengum við dæmda vítaspyrnu en því miður skaut Viola boltanum í stöng.
Á 88.mínútu átti Dóra María sendingu á Guðný sem náði af miklu harðfylgi að komast að endalínu og leggja boltann út á Margréti sem skoraði.
Síðasta mark leiksins kom á 89.mínútu eftir að við unnum boltann á miðjunni og þaðan barst boltinn á Guðný sem lagði hann yfir á Margréti sem skoraði í autt markið.
7-0 sigur staðreynd og Margrét Lára skoraði alls 5 mörk í leiknum!
Nokkuð góður leikur og ekki annað hægt en að vera sáttur með 3 stig og sjö góð mörk.
Eftir þennan leik erum við á toppi deildarinnar með 18 stig og markatöluna 36-3 sem er býsna þægileg staða. Enn og aftur góður sigur liðsheildarinnar, Margrét var vel mötuð af liðsfélögum sínum og kláraði sín færi vel, miðjumennirnir okkar áttu miðjuna og eins stóð varnarlínan sig með prýði og náði að stoppa Nínu Ósk í þessum leik. Guðrún komin sterk aftur en hún byrjaði inná þar sem Thelma Ýr var veik í kvöld og Pála spilaði heilar 72.mínútur.
Stuðararnir völdu síðan Margréti Láru mann leiksins og vil ég þakka þeim fyrir stuðninginn í kvöld.
Liðið: Gugga, Ásta, Fríða, Guðný, Pála (Tatiana), Kata (Sara), Guðrún (Hallbera) Viola, Dóra María, Rakel og Margrét Lára.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow