<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júní 07, 2006

KR í næsta leik! 

Í fimmtu umferð Íslandsmótsins förum við í heimsókn í vesturbæinn og mætum KR í Frostaskjóli en leikurinn er laugardaginn 10.júní klukkan 16.00. Þessi leikur verður einnig í beinni útsendingu á RÚV en ég hvet alla til að mæta á völlinn og styðja okkur til sigurs – ÁFRAM VALUR!
Aðrir leikir í fimmtu umferð eru: Breiðablik – Þór/KA, Keflavík – FH og Fylkir – Stjarnan.

Nokkri punktar um leikinn og fyrri viðureignir: Fyrri leikur liðanna í fyrra fór einnig fram í Frostarskjóli og fórum við með 2-1 sigur af hólmi þar sem Laufey Ólafsdóttir og Rakel Logadóttir skoruðu sitt markið hvor. Seinni leikurinn á Hlíðarenda fór 5-0 okkur í hag en við spiluðum við heldur vængbrotið KR lið sem vantaði marga lykilmenn í liðið. Markaskorarar í þeim leik voru Margrét Lára með tvö, Fríða, Laufey Ó. og Rakel.
Emma Wright leikmaður KR verður í leikbanni þennan leik og spilar því ekki með.
KR er sem stendur í fjórða sæti og er búið að spila við Breiðablik, Stjörnuna, Keflavík og FH og er með tvo sigra og tvö töp eftir þessa 4 leiki og markatöluna 15-10. Katrín Ómarsdóttir er markahæsti leikmaður KR með 5 mörk.

Okkar ástkæri þjálfari var gestur í íþróttakvöldi, fyrir þá sem misstu af því, klikkið hérna: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4297739

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow