<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júní 04, 2006

4-1 sigur á móti Íslandsmeisturunum... 

Blíðskaparveður var í gær þegar við mættum til leiks á Valbjarnarvöll en það hefur ekki verið gott veður í leik hjá okkur síðan sumarið 2005. Mikið er búið að kvarta um umgjörð leikja hjá okkur Valsmönnum en ég held að umgjörðin í gær hafi þaggað niður í öllum gagnrýnisröddum þar sem umgjörðin var öll hin glæsilegasta.

Leikurinn byrjaði frekar rólega og áttum við erfitt að halda boltanum innan liðsins í fyrstu. Þegar taugar leikmanna róuðust náðum við að byggja upp gott spil og þannig kom einmitt fyrsta mark leiksins, á 13. mínútu sendi þýska stórstjarnan Viola Oderbrecht boltann inná Rakel sem stakk af sér tvo varnarmenn og smellti honum niðrí í hornið með vinstri [1-0]. Eftir fyrsta markið var leikurinn mjög opinn og bæði lið fengu færi, við spiluðum boltanum í gegnum miðjuna á meðan blikarnir reyndu langar sendingar.
Annað mark Vals var eftir stórgott spil á 30.mínútu þar sem Dóra María sendi fyrirgjöf niðri frá hægri og Rakel var sneggri en varnarmenn Breiðabliks, stakk sér undan og setti boltann í tómt markið. [2-0]
Eftir þetta áttu blikarnir nokkrar hættulegar sóknir sem Ásta náði yfirleitt að elta uppi en á 45.mínútu klikkaði rangstaðan og Gréta Mjöll bliki komst ein í gegn og skoraði. – hálf svekkjandi að fá á sig mark rétt fyrir leikhlé og staðan var því 2-1 í hálfleik.

Í seinni hálfleik var aðeins breytt skipulag og komið í veg fyrir að þessar löngu sendingar blika lækju í gegnum vörnina, við héldum áfram að spila boltanum vel og fengum fjölmargar hornspyrnur, við skoruðum síðan á 58.mínútu þegar Margrét tók hornspyrnu frá hægri og Fríða skallaði hann fast í hornið [3-1] Fríða fékk þónokkuð mörg færi eftir hornspyrnur og virðast fyrirgjafakeppnirnar loks að vera að skila sér:)
Við vorum ekki hættar að bæta við mörkum og fengum við nokkur góð tækifæri til að bæta við en á 87.mín keyrði Dóra María upp völlinn átti skot í varnarmann blika og boltinn lenti beint í fótum Thelmu sem var nýkomin inná sem varamaður, Thelma skaut á markið en boltinn fór í Marco í leiðinni og endaði í netinu staðan 4-1. Það sem eftir lifði leiks voru helst háloftaspyrnur milli liða og hvorugt liðið náði að skapa sér alvöru færi, ágætur dómari leiksins Kristinn Jakobsson flautaði síðan leikinn af og góður 4-1 sigur og 3 stig í höfn.
Frábær liðssigur, vörnin stóð sig mjög vel í þessum leik og áttum við oft á tíðum gott spil sem endaði með fjölmörgum færum, Rakel Logadóttir átti aftur frábæran leik eins og reyndar flest allir leikmenn liðsins. Ég vil þakka öllum Völsurum sem lögðu leið sína á Valbjarnarvöll í gær, takk fyrir frábæran stuðning.
Maður leiksins: Rakel Logadóttir

Liðið: Gugga, Ásta, Fríða, Laufey (Pála), Guðný, Kata, Viola, Tatiana (Thelma) Rakel, Dóra María og Margrét.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow