sunnudagur, júní 11, 2006
3 dýrmæt stig í hús í Frostaskjóli!
Í gær mættum við á gríðarlega erfiðan heimavöll KR-inga og virtumst frekar taugaveiklaðar fyrstu mínúturnar. Nokkrar breytingar voru á liðinu síðan í breiðabliksleiknum en Viola var sett í miðvörðinn og Fríða í bakvörð þar sem Laufey Jóhanns er meidd eins og flestir vita. Thelma Ýr var komin inn á miðjuna ásamt Pálu Marie í sínum fyrsta byrjunarliðsleik síðan hún sleit krossbönd fyrir Tatiönu sem er einnig meidd.
Við skoruðum fyrsta markið á 23.mínútu þegar Margrét átti hornspyrnu, Pála fékk boltann út, skaut á markið en boltinn fór í varnarmann og þaðan til Thelmu sem kláraði færið glæsilega 1-0. Fyrir markið höfðu bæði lið fengið þokkaleg færi til að skora, við fengum þó betri færi sem Sigrún markvörður KR inga náði að verja vel.
Staðan 1-0 í hálfleik og máttu KR-ingar vel við una en við áttum nóg af færum til að bæta við. Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega og strax í fyrstu sókn áttu KR-ingar hættulegt færi en Fríða náði að koma boltanum í horn með naumindum. En strax á 49.mínútu komst Margrét Lára ein inn fyrir vörn KR stúlkna eftir sendingu frá Dóru Maríu, sólaði Sigrúnu markmann og renndi boltanum í netið og staðan orðin 2-0. Eftir þetta sóttum við nokkuð stíft og hefðum getað bætt við en þá tók Hólmfríður Magnúsdóttir KR-ingur til sinna ráða, hún fór upp vinstri kantinn sólaði okkur uppúr skónum átti góða fyrirgjöf á Olgu Færseth sem var á undan heldur seinum markverði Valsstúlkna og skallaði boltann í netið. Staðan orðin 2-1 eftir 65 mínútur.
Á 75.mínútu leiksins fengum við hornspyrnu frá vinstri sem Margrét Lára tók og eftir mikið klafs í teignum fór boltinn til Violu sem setti boltann laglega í netið og staðan orðin 3-1. Þetta var fyrsta mark Violu fyrir Val og örugglega ekki það síðasta. KR-ingar ætluðu svo sannarlega ekki að gefast upp og náðu að minnka muninn á 81.mínútu þar sem Hólmfríður fór aftur illa með okkur eftir góðan undirbúning frá Þórunni, miðjumanni KR. Staðan orðin 3-2 og síðustu mínúturnar fóru í mikla baráttu út á vellinum og hvorugu liði tóks að skapa sér alvöru marktækifæri og náðum við að halda þetta út og 3-2 sigur í höfn.
3 mjög dýrmæt stig í höfn á einum allra erfiðasta útivelli í deildinni og erum við því enn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Þetta var án efa erfiðasti leikurinn á tímabilinu það sem af er og KR stúlkur eiga mjög liklega eftir að hala inn fleiri stigum í næstu leikjum. Frábært að sjá Pálu koma sterka inní byrjunarliðið en jafnerfitt að sjá á eftir Laufeyju Jóhannsdóttur fara í erfið meiðsli. Við erum búnar að missa þrjá leikmenn í meiðsl úr byrjunarliðinu og gaman að sjá hópinn þjappa sig saman og vinna sig vel út úr því.
Fyrir hönd liðsins vil ég enn og aftur þakka trommurunum og öðrum stuðningsmönnum liðsins fyrir að styðja okkur!!
Liðið: Gugga, Fríða, Ásta, Viola, Guðný, Kata, Thelma, Pála (Rut), Rakel, Dóra María og Margrét
Við skoruðum fyrsta markið á 23.mínútu þegar Margrét átti hornspyrnu, Pála fékk boltann út, skaut á markið en boltinn fór í varnarmann og þaðan til Thelmu sem kláraði færið glæsilega 1-0. Fyrir markið höfðu bæði lið fengið þokkaleg færi til að skora, við fengum þó betri færi sem Sigrún markvörður KR inga náði að verja vel.
Staðan 1-0 í hálfleik og máttu KR-ingar vel við una en við áttum nóg af færum til að bæta við. Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega og strax í fyrstu sókn áttu KR-ingar hættulegt færi en Fríða náði að koma boltanum í horn með naumindum. En strax á 49.mínútu komst Margrét Lára ein inn fyrir vörn KR stúlkna eftir sendingu frá Dóru Maríu, sólaði Sigrúnu markmann og renndi boltanum í netið og staðan orðin 2-0. Eftir þetta sóttum við nokkuð stíft og hefðum getað bætt við en þá tók Hólmfríður Magnúsdóttir KR-ingur til sinna ráða, hún fór upp vinstri kantinn sólaði okkur uppúr skónum átti góða fyrirgjöf á Olgu Færseth sem var á undan heldur seinum markverði Valsstúlkna og skallaði boltann í netið. Staðan orðin 2-1 eftir 65 mínútur.
Á 75.mínútu leiksins fengum við hornspyrnu frá vinstri sem Margrét Lára tók og eftir mikið klafs í teignum fór boltinn til Violu sem setti boltann laglega í netið og staðan orðin 3-1. Þetta var fyrsta mark Violu fyrir Val og örugglega ekki það síðasta. KR-ingar ætluðu svo sannarlega ekki að gefast upp og náðu að minnka muninn á 81.mínútu þar sem Hólmfríður fór aftur illa með okkur eftir góðan undirbúning frá Þórunni, miðjumanni KR. Staðan orðin 3-2 og síðustu mínúturnar fóru í mikla baráttu út á vellinum og hvorugu liði tóks að skapa sér alvöru marktækifæri og náðum við að halda þetta út og 3-2 sigur í höfn.
3 mjög dýrmæt stig í höfn á einum allra erfiðasta útivelli í deildinni og erum við því enn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Þetta var án efa erfiðasti leikurinn á tímabilinu það sem af er og KR stúlkur eiga mjög liklega eftir að hala inn fleiri stigum í næstu leikjum. Frábært að sjá Pálu koma sterka inní byrjunarliðið en jafnerfitt að sjá á eftir Laufeyju Jóhannsdóttur fara í erfið meiðsli. Við erum búnar að missa þrjá leikmenn í meiðsl úr byrjunarliðinu og gaman að sjá hópinn þjappa sig saman og vinna sig vel út úr því.
Fyrir hönd liðsins vil ég enn og aftur þakka trommurunum og öðrum stuðningsmönnum liðsins fyrir að styðja okkur!!
Liðið: Gugga, Fríða, Ásta, Viola, Guðný, Kata, Thelma, Pála (Rut), Rakel, Dóra María og Margrét
Comments:
Skrifa ummæli