<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júní 20, 2006

Keflavík í næsta leik! 


Í sjöttu umferð Íslandsmótsins tökum við á móti Keflavík á Valbjarnarvelli en leikurinn er fimmtudaginn 22.júní klukkan 19.15. Ég hvet alla til að mæta á völlinn og styðja okkur til sigurs! ÁFRAM VALUR!
Aðrir leikir í sjöttu umferð eru: Þór/Ka - KR, Fylkir - Breiðablik og Stjarnan - FH og eru allir þessir leikir á morgun, miðvikudaginn 21.júní kl. 19.15.

Nokkrir punktar um leikinn og fyrri viðureignir: Fyrri leikur liðanna í fyrra fór fram í Keflavík og endaði 9-0 okkur í hag, markaskorarar í þeim leik voru: Margrét Lára 2, Dóra María 2, Rakel Loga 2. Laufey Ó 2 og Elín a.k.a Ella Franz 1. Seinni leikur liðanna á Hlíðarenda reyndist okkur mun erfiðari en hann endaði þó 4-1 okkur í hag þar sem Margrét Lára skoraði þrennu og Dóra Stef setti eitt.
Keflavík er sem stendur í 5.sæti deildarinnar með tvo sigra og þrjú töp og markatöluna 14-12. Þeirra langmarkahæsti leikmaður er fyrrum Valsarinn Nína Ósk Kristinsdóttir, hún er næst markahæst í deildinni með 9 mörk skoruð í 5 leikjum.

Meira um óvissuferðina sem var í gær síðar..

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow