þriðjudagur, mars 22, 2005
Svíþjóðarferð
JÆja þá erum við komin heim eftir vel heppnaða ferð...
Ferðin var svolítið öðruvísi en vanalega æfingaferðir okkar, veðrið ekki alveg eins og á Spáni svo það var lítið um bikiní milli æfinga og leiks. Í stað þess er brúnkukremið auðvitað notað til að lúkka áfram.
Tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst að spila góðan æfingaleik og þjappa hópnum saman
og hvort um sig gekk bara stórvel. Leikurinn endaði fyrir þá sem ekki vita 0-2 okkur í hag.
Kopparberg/gautaborg - Valur 0 - 2
Við fórum út á fimmtudegi og náðum 2 æfingum fyrir leikinn.
Leikurinn fór fram utandyra á gervigrasi í blíðskaparveðri þrátt fyrir smá kulda.
Leikurinn var hraður og skemmtilegur allan tímann. Við náðum að stjórna leiknum frá byrjun og skapa okkur marktækifæri sem við reyndar nýttum ekki í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 0 - 0. Seinni hálfleikur byrjaði af sama krafti og við uppskárum fyrsta markið á 55.mín þegar Margrét Lára komst ein inn fyrir eftir frábæra sendingu Laufeyar Ólafs, laglega afgreitt hjá Margréti. Leikurinn jafnaðist eftir þetta og þær sköpuðu sér jöfn marktækifæri á við okkur en Gugga sá algjörlega við þeim sama hvað þær reyndu. Á 88.mín komst Dóra María síðan ein inn fyrir eftir aðra glæsisendingu Laufeyar en hún var klipp niður aftan frá og leit varnarmaður þeirra rauða spjaldið fyrir brotið. Dæmd var aukaspyrna á vítateigslínu sem Margrét Lára tók og skoraði úr af öryggi líkt og um vítaspyrnu væri að ræða. Sigurinn var þar með í höfn eftir frábæra frammistöðu liðsins.
Önnur eins barátta og vinnuframlag hefur vart sést frá liðinu og líklega einn besti leikur okkur frá upphafi. Varnarvinna liðsins var frábær og heimsklassa markvarsla þar fyrir aftan. Sóknarlega spiluðum við vel og skoruðum 2 góð mörk og hefðu þau þó hæglega getað orðið fleiri með betri nýtingu færa okkar.
Síðasta kvöldið fór svo fram vígsla nýrra leikmanna, líklega ein fyndnasta vígsla allra tíma sem mun seint þurrkast úr minni þeirra sem viðstaddir voru. Rakel, Kata, Jóhanna, Rut, Kristín Ýr og Vilborg þið verðið að heyra söguna af þessu í eigin persónu því að sjálfsögðu má ekki upplýsa um vígsluna nema innan hópsins.
Kata þú slappst við vígslu síðasta sumar sem þýðir að við eigum hana inni á þig vinan :)
De er bra
Ferðin var svolítið öðruvísi en vanalega æfingaferðir okkar, veðrið ekki alveg eins og á Spáni svo það var lítið um bikiní milli æfinga og leiks. Í stað þess er brúnkukremið auðvitað notað til að lúkka áfram.
Tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst að spila góðan æfingaleik og þjappa hópnum saman
og hvort um sig gekk bara stórvel. Leikurinn endaði fyrir þá sem ekki vita 0-2 okkur í hag.
Kopparberg/gautaborg - Valur 0 - 2
Við fórum út á fimmtudegi og náðum 2 æfingum fyrir leikinn.
Leikurinn fór fram utandyra á gervigrasi í blíðskaparveðri þrátt fyrir smá kulda.
Leikurinn var hraður og skemmtilegur allan tímann. Við náðum að stjórna leiknum frá byrjun og skapa okkur marktækifæri sem við reyndar nýttum ekki í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 0 - 0. Seinni hálfleikur byrjaði af sama krafti og við uppskárum fyrsta markið á 55.mín þegar Margrét Lára komst ein inn fyrir eftir frábæra sendingu Laufeyar Ólafs, laglega afgreitt hjá Margréti. Leikurinn jafnaðist eftir þetta og þær sköpuðu sér jöfn marktækifæri á við okkur en Gugga sá algjörlega við þeim sama hvað þær reyndu. Á 88.mín komst Dóra María síðan ein inn fyrir eftir aðra glæsisendingu Laufeyar en hún var klipp niður aftan frá og leit varnarmaður þeirra rauða spjaldið fyrir brotið. Dæmd var aukaspyrna á vítateigslínu sem Margrét Lára tók og skoraði úr af öryggi líkt og um vítaspyrnu væri að ræða. Sigurinn var þar með í höfn eftir frábæra frammistöðu liðsins.
Önnur eins barátta og vinnuframlag hefur vart sést frá liðinu og líklega einn besti leikur okkur frá upphafi. Varnarvinna liðsins var frábær og heimsklassa markvarsla þar fyrir aftan. Sóknarlega spiluðum við vel og skoruðum 2 góð mörk og hefðu þau þó hæglega getað orðið fleiri með betri nýtingu færa okkar.
Síðasta kvöldið fór svo fram vígsla nýrra leikmanna, líklega ein fyndnasta vígsla allra tíma sem mun seint þurrkast úr minni þeirra sem viðstaddir voru. Rakel, Kata, Jóhanna, Rut, Kristín Ýr og Vilborg þið verðið að heyra söguna af þessu í eigin persónu því að sjálfsögðu má ekki upplýsa um vígsluna nema innan hópsins.
Kata þú slappst við vígslu síðasta sumar sem þýðir að við eigum hana inni á þig vinan :)
De er bra
Comments:
Skrifa ummæli