<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 23, 2007

Law in town 


Fréttablaðið, 23. mar. 2007 10:30
Jude Law lendir við áttunda mann í kvöldBreski leikarinn Jude Law lendir í kvöld á Keflavíkurflugvelli ásamt átta manna hópi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Töluverður undirbúningur liggur að baki þessarar ferðar leikarans hingað en Law og vinir ætla að taka næturlífið með trompi og skoða allar helstu náttúruperlurnar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur hópurinn þegar pantað sér herbergi á 101 hótel við Hverfisgötuna og þaðan ætla þeir að leggja af stað út í næturlíf höfuðborgarinnar. Vitað er að hópurinn hefur hug á því að kynna sér einn vinsælasta stað borgarinnar, Óliver, og er ekki útilokað að Law og vinir leggi hann undir sig um helgina enda hefur Óliver verið vinsæll meðal Hollywood-stjarnanna sem hingað koma.


Eins og kemur fram í Sirkus, fylgiblaði Fréttablaðsins, hefur Unnur Birna afþakkað dómarastarf í Herra Heimi í Kína vegna anna í námi. Eins og greint var frá í fjölmiðlum hugðist forsetafrúin Dorrit Moussaieff kynna góðvin sinn Law fyrir fegurðardrottningunni yfir kvöldverði á Bessastöðum síðast þegar Law var hér á landi en það datt upp fyrir vegna anna hjá forsetaembættinu. Ekki er vitað hvort Dorrit ætlar að reyna aftur en forsetahjónin ku vera á landinu að þessu sinni.


Stelpur allar með myndavélarnar í bæinn - það verður líklega troðið á Oliver miðað við þetta

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow