föstudagur, mars 16, 2007
Komnar heim!
Sælar, gott að síðan dó ekki alveg en Pála skellti inn fínni færslu í vikunni, ég vil endurtaka að lykilorðið og notendanafnið er ÞAÐ NÁKVÆMLEGA SAMA og áður + @gmail.com:)
Þetta var fín ferð í alla staði, Kata fyrirliðinn okkar var einnig skipuð fyrirliði landsliðsins og viljum við óska henni sérstaklega til hamingju með það hérna á síðunni. Liðið spilaði fjóra leiki, byrjuðum að tapa 2-1 á móti Ítalíu, gerðum síðan 1-1 jafntefli við Írland, unnum síðan Portúgal 5-1 og síðasti leikurinn var 4-1 sigur á Kína. Okkar fólk náði að skora slatta af mörkum, Margrét setti fjögur, Kata kapteinn 1, Rakel 1 og Dóra María 1.
Nú er reyndar ekki allt liðið komið á klakann því U19 er ennþá úti (Ása, Linda, Björg og Anna) og síðan varð Ásta eftir en hún kemur heim á sunnudag.
Mikið fleira og skemmtilegra síðar!
Comments:
Skrifa ummæli