laugardagur, mars 03, 2007
4-1 á sigur á Keflavík í mjög döprum leik.
Leikurinn byrjaði á meðan leikmenn voru nánast enn inní búningsklefa að skipta um treyjur og með hugann við eitthvað allt annað en fótbolta þegar Keflavík komst yfir strax á 2.mínútu en boltinn skoppaði í gegnum vörnina og Guðný Þórðardóttir skoraði auðveldlega yfir Guggu. Strax á þriðju mínútu ákvað markvörður Keflavíkur að byrja að tefja og hefði dómarinn getað mun oftar en einu sinni dæmt open aukaspyrnu á hana. Við áttum í miklum erfiðleikum með að halda boltanum innan liðsins og einfaldar sendingar að klikka alltof oft. Kata jafnaði metin á 31.mínútu með frábæru skallamarki eftir mjög góða sendingu frá Hallberu. Margrét opnaði síðan markareikning sinn að nýju með Val á 38.mínútu þegar Sif átti mjög góða sendingu frá hægri og eftirleikurinn auðveldur fyrir Marco. Margrét Lára skoraði einnig þriðja mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks (sem hefði átt að vera lengri vegna tafa) en hún fékk stungu frá fyrirliðanum Kötu sem sendi hann í gegn með vinstri og Margrét kláraði færið glæsilega, setti hann í nærstöng og inn.
Staðan var 3-1 í hálfleik og var mjög fátt sem hægt var að hrósa nema þá kannski bara mörkin sem við skoruðum. Það hefði hæglega verið hægt að réttlæta nánast 11 breytingar í hálfleik að kannski nokkrum leikmönnum undanskyldum.
Beta gaf þó leikmönnum örlítin séns í viðbót en skipti síðan Söru fyrir Lindu og Guðný fór fljótlega útaf veik fyrir Möggu.
Í seinni hálfleik kom síðan Kata Jóns okkur í 4-1 á 51.mínútu en hún stefnir greinilega á að spila framar og framar á vellinum:) Fleiri urðu mörkin ekki. Pálu var skipt útaf undir lok leiksins fyrir Önnu Maríu og verður að viðurkennast að varamennirnir náðu ekki að breyta gangi leiksins í þetta sinn.
Það má segja að dómari leiksins hafi átt enn verri leik en liðið og hann tók hreint út sagt ótrúlegar ákvarðanir í leiknum, sleppti augljósri vítaspyrnu þegar Margrét var felld innan teigs í seinni hálfleik og dæmdi af okkur löglegt mark í fyrri hálfleik. Hann toppaði síðan frammistöðuna með því að gefa hinni síprúðu Katrínu Jónsdóttir gult spjald fyrir að rífa kjaft?
4-1 varð niðurstaðan í kvöld og erum við enn að pússla liðinu saman enda miklar róteringar í gangi. Vanja og Rakel voru meiddar, Fríða veik og Guðný fór síðan veik útaf. Ásta og Margrét spiluðu síðan í fyrsta sinn eftir langa fjarveru.
Í mjög slöku liði Vals í kvöld var Hallbera best auk þess sem Kata átti fína spretti inn á milli.
Liðið: Gugga, Ásta, Hallbera, Pála (Anna María 81.) Björg, Kata, Sif, Guðný (Magga 58.), Sara (Linda 56.), Thelma og Margrét Lára.
p.s heitustu fréttirnir eru samt þær að Laufey Jó kíkti á æfingu á fimmtudag og vonumst við til að sjá hana næst með hlaupaskóna!
Staðan var 3-1 í hálfleik og var mjög fátt sem hægt var að hrósa nema þá kannski bara mörkin sem við skoruðum. Það hefði hæglega verið hægt að réttlæta nánast 11 breytingar í hálfleik að kannski nokkrum leikmönnum undanskyldum.
Beta gaf þó leikmönnum örlítin séns í viðbót en skipti síðan Söru fyrir Lindu og Guðný fór fljótlega útaf veik fyrir Möggu.
Í seinni hálfleik kom síðan Kata Jóns okkur í 4-1 á 51.mínútu en hún stefnir greinilega á að spila framar og framar á vellinum:) Fleiri urðu mörkin ekki. Pálu var skipt útaf undir lok leiksins fyrir Önnu Maríu og verður að viðurkennast að varamennirnir náðu ekki að breyta gangi leiksins í þetta sinn.
Það má segja að dómari leiksins hafi átt enn verri leik en liðið og hann tók hreint út sagt ótrúlegar ákvarðanir í leiknum, sleppti augljósri vítaspyrnu þegar Margrét var felld innan teigs í seinni hálfleik og dæmdi af okkur löglegt mark í fyrri hálfleik. Hann toppaði síðan frammistöðuna með því að gefa hinni síprúðu Katrínu Jónsdóttir gult spjald fyrir að rífa kjaft?
4-1 varð niðurstaðan í kvöld og erum við enn að pússla liðinu saman enda miklar róteringar í gangi. Vanja og Rakel voru meiddar, Fríða veik og Guðný fór síðan veik útaf. Ásta og Margrét spiluðu síðan í fyrsta sinn eftir langa fjarveru.
Í mjög slöku liði Vals í kvöld var Hallbera best auk þess sem Kata átti fína spretti inn á milli.
Liðið: Gugga, Ásta, Hallbera, Pála (Anna María 81.) Björg, Kata, Sif, Guðný (Magga 58.), Sara (Linda 56.), Thelma og Margrét Lára.
p.s heitustu fréttirnir eru samt þær að Laufey Jó kíkti á æfingu á fimmtudag og vonumst við til að sjá hana næst með hlaupaskóna!
Comments:
Skrifa ummæli