<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 26, 2008

2-0 sigur á Breiðabliki í kvöld! 


Fyrsti leikur okkar í Lengjubikar kvenna 2008 var háður stundvíslega kl. 19.15 í Kórnum.
Leikmenn voru orðnir nokkuð vissir um að leiknum yrði frestað þar sem allt var rafmagnslaust þegar við mættum í Kórinn. Svo fór þó að rafmagnið komst loks á og leikurinn gat hafist.
Strax í byrjun leiks fékk Rakel Logadóttir dauðafæri en skaut rétt framhjá eftir að við unnum boltann eftir upphafsspyrnu blika. Stuttu síðar komst síðan Hallbera í dauðafæri en það fór einnig forgörðum.
Eftir þetta dró örlítið úr okkur og virkaði liðið þungt og þreytt en Ketilbjöllurnar sátu greinilega fastar í lærum og kálfum.
Breiðablik komst smátt og smátt betur inní leikinn án þess þó að skapa sér gott marktækifæri. Margrét Lára fékk síðan tvö góð færi með stuttu millibili sem Elsa Hlín, markvörður Breiðabliks, varði vel. Kata fékk síðan gott færi stuttu síðar þegar hún fékk frían skalla eftir hornspyrnu en boltinn fór framhjá. Rétt fyrir háfleik eða á 42.mínútu kom fyrsta mark leiksins þegar Rakel fékk góða fyrirgjöf frá Vönju frá vinstri og kom askvaðandi inní teiginn og skallaði boltann í netið.
Engar breytingar voru gerðar á liðinu í hálfleik en Beta og Freyr stöppuðu stáli í liðið enda verður að viðurkennast að spilið var ekki uppá marga fiska hjá okkur í kvöld.
Við komum nokkuð grimmar út í seinni hálfleikinn sem byrjaði með látum, við fengum nokkur dauðafæri sem við náðum því miður ekki að nýta. Í seinni hálfleik sauð gjörsamlega uppúr þegar blikarnir vildu meina að markvörður Vals hafi handleikið knöttinn utan teigs en ekkert var dæmt.
Cirka 1.mínútu síðar eða á 61.mínútu brunuðum við í sókn og aftur kom góð fyrirgjöf frá vinstri, í þetta skiptið frá Guðný og Rakel kom og skallaði boltann í netið, á meðan sátu blikarnir eftir með sárt ennið ennþá að rífast í línuverðinum hinum megin.
Á 65.mínútu kom Sif Atla inná fyrir Hallberu.
Stuttu síðar gerðist síðan annað stórskrýtið atvik! Við fengum hornspyrnu og dómarinn stöðvaði leikinn þar sem blikarnir voru með skiptingu. Eftir skiptinguna, tók Margrét hornspyrnuna og skoraði beint úr henni. Blikarnir gjörsamlega trylltust á meðan við fögnuðum markinu, dómarinn virtist dæma mark, en blikarnir tóku bara útspark og áfram hélt leikurinn?
Vinsamlegast, útskýrið þetta atvik hér í kommentum, ef þið vitið nákvæmlega hvað gerðist þarna!

Kata fyrirliði fékk skiptingu á 73.mínútu og Kristín Ýr kom inná í hennar stað, Ketilbjöllurnar voru virkilega farnar að segja til sín hjá flestum í leiknum á þessum tímapunkti.
Anna Garðarsdóttir kom inná fyrir Vönju einnig á 73.mínútu og fór í miðvörðinn. Hún var búin að vera inná vellinum í nákvæmlega 8 mínútur þegar leikmaður breiðabliks slapp í gegn og Anna Garðarsdóttir átti fullkomlega löglega tæklingu en dómarinn var ekki á sama máli, dæmdi vítaspyrnu og sendi Önnu í sturtu með rautt spjald.
Svo fór að vítaspyrnan fór himinhátt yfir markið og staðan var því ennþá 2-0

Strax mínútu síðar, eða á 82.mínútu sló Fanndís leikmaður breiðabliks glórulaust til Pálu, beint fyrir framan línuvörðin og dómarinn gaf henni því beint rautt spjald og leikmenn voru því 10 gegn 10 inná vellinum.
Aðstoðarþjálfari breiðabliks var alls ekki sáttur og fékk að líta gula spjaldið í öllum látunum.
Lokamínútur leiksins voru skondnar í meira lagi, það má segja að algjört kaos hafi verið á vellinum, á meðan áhorfendur uppí stúku hrópuðu “rautt, rautt, rautt” í hvert skipti sem leikmenn snertust.
Bæði lið fengu hálffæri til að setja mark sitt á leikinn í lokin en hvorugu liði tókst að skora og lokatölur uðru í þvi 2-0 í nokkuð skrýtnum leik.

Leikurinn í kvöld einkenndist af mikilli þreytu af okkar hálfu og alveg ljóst að Ketilbjöllurnar frægu (og ökklalóðin) hafi átt örlítin þátt í því. Þær sem voru ferskastar í leiknum voru Guðný, Ásta og Sif þegar hún kom inná en svo skemmtilega vill til að akkurat þær þrjár voru ekki með á æfingu í gær.
Það sem var virkilega jákvætt var að við skoruðum tvö góð skallamörk eftir fyrirgjafir, héldum markinu hreinu og fengum fyrstu 3 stigin okkar í mótinu!!

Liðið: Gugga, Helga, Pála, Fríða, Ásta, Vanja (Anna G (rautt 81)), Rakel, Kata (f) (Kristín Ýr 73.), Margrét, Guðný og Berry(Sif 61.)
Ónotaðir varamenn: Ása, María Rós og Katrín Gylfa.

Að lokum vil ég benda á að það verður rautt dress á æfingu á morgun og fataplanið kemur inná morgun.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow