þriðjudagur, júní 07, 2005
Valur - ÍA 3 - 2
Jæja þá er 4.leik lokið með sætum sigri 3-2. Fyrirfram hefðum við líklega ekki talið gott að sigra ÍA 3-2 á heimavelli en eftir erfiðan leik á rennandi blautum vellinum þá erum við bara happy yfir stigunum þremur. Við vorum reyndar miklu betri aðilinn í leiknum allan tímann en eins og flestir vita í bransanum þá er erfitt að lenda undir á fyrstu mínútum leiks gegn gangi leiksins og þurfa að vinna sig upp úr því, sérstaklega þegar spilað er gegn 8 manna varnarlínu. Mörkin létu á sér standa í fyrri hálfleik og var staðan 0-1 í hálfleik, eftir að ÍA hafði átt 1 skot á markið. Í hálfleik gerðum við breytinga, Guðný og Vilborg komu inná og bjuggu þær í sameiningu til jöfnunarmarkið sem Guðný skoraði strax á 5.mín seinni hálfleiks. Laufey Ólafs kom okkur svo yfir um miðjan hálfleikinn og hefðum við þá mátt vera búnar að nýta eitthvað meira af þessum dauðafærum sem við fórum ansi illa með. á 38.mín fékk ÍA svo vítaspyrnu eftir að boltinn hafði fleytt kerlingar í rigningunni og beint í höndina á laufeyu Jóh, lukkan engan veginn með okkur þarna og úr vítinu skoruðu þær og staðan 2-2 á einhvern ótrúlegan hátt.
Margrét Lára skoraði svo sigurmarkið úr glæsilegri aukaspyrnu 2 mín fyrir leikslok, enda færi sem margrét er vön að skora úr og langt frá því að vera grís eins og þjálfari ÍA lét hafa eftir sér á fotbolti.net eftir leikinn, hann virðist ekki hafa séð mikið til Viðarsdóttur undanfarin tímabil miðað við orð sín um markið.
En góður sigur sem við fögnuðum vel enda sýndum við mikinn karakter á erfiðum augnablikum í leiknum.
Dóra María var ekki í leikmannahópnum í kvöld.
Kristín Ýr og Kata eru enn á meiðslalistanum en samt komnar vel á skrið og styttist vonandi í þeirra fyrstu mínútur í sumar.
Liðið: Gugga - Laufey - pála (Vilborg 46.mín) - íris - Fríða - Ásta - laufey Ó - Dóra - Rakel ( Rut 75 mín) - Elín (Guðný 46.mín) - Margrét
Mörkin: Guðný - Laufey Ó - Margrét Lára
Margrét Lára skoraði svo sigurmarkið úr glæsilegri aukaspyrnu 2 mín fyrir leikslok, enda færi sem margrét er vön að skora úr og langt frá því að vera grís eins og þjálfari ÍA lét hafa eftir sér á fotbolti.net eftir leikinn, hann virðist ekki hafa séð mikið til Viðarsdóttur undanfarin tímabil miðað við orð sín um markið.
En góður sigur sem við fögnuðum vel enda sýndum við mikinn karakter á erfiðum augnablikum í leiknum.
Dóra María var ekki í leikmannahópnum í kvöld.
Kristín Ýr og Kata eru enn á meiðslalistanum en samt komnar vel á skrið og styttist vonandi í þeirra fyrstu mínútur í sumar.
Liðið: Gugga - Laufey - pála (Vilborg 46.mín) - íris - Fríða - Ásta - laufey Ó - Dóra - Rakel ( Rut 75 mín) - Elín (Guðný 46.mín) - Margrét
Mörkin: Guðný - Laufey Ó - Margrét Lára
Comments:
Skrifa ummæli