<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 20, 2007

Kynning á andstæðingum okkar í Evrópukeppninni – fyrsti leikur, Frankfurt! 

Núna á næstu vikum mun koma kynning á liðunum þremur sem við munum mæta í Belgíu þann 11-16 október. Þar sem það styttist óðum í þetta er ekki seinna vænna en að byrja að kynna fyrstu mótherja okkar en það er þýska stórveldið Frankfurt!

Frankfurt er eitt allra sterkasta lið í heimi, ef ekki það sterkasta, um þessar mundir. Það er nánast stórstjarna í hverri stöðu og virðast fáir veikleikar vera að finna á liðinu. Saskia BARTUSIAK, Sandra SMISEK, Birgit PRINZ, Renate LINGOR, Kerstin GAREFREKES, Petra WIMBERSKY og Silke ROTTENBERG eru allar staddar sem stendur í Kína með landsliði sínu á HM en Þýska landsliðið þykir afar sigurstranglegt á mótinu. Frankfurt á fleiri stjörnur en þær sem eru í leikmannahópi HM. Frankfurt var á dögunum að gera samning við tvo leikmenn Alexandra Krieger og Gina Lewandowski sem eru báðar varnarmenn frá USA til að styrkja vörnina fyrir komandi leiktíð.
Við skulum rýna í helstu stórstjörnur liðsins:

Pirgit Prinz: 29 ára sóknarmaður. Hún hefur leikið 161 landsleiki fyrir Þýskaland og hefur skorað í þeim 105 mörk (að HM undanskyldu). Hún var valin þrjú ár í röð besti leikmaður heims, hún er margfaldur Heimsmeistari, Evrópumeistari og Þýskalandsmeistari. Það er óþarfi að telja upp hversu sterkur leikmaður þetta er og það væri hægt að tala hana endalaust en ykkur til fróðleiks getiði kíkt á þennan tengil: http://www.birgitprinz.de/

Renate Lingor: 32 ára miðjumaður. Hefur leikið 126 landsleiki fyrir Þýskaland og hefur skorað í þeim 30 mörk. Lingor er af mörgum talin besti leikmaður heims og alls ekki síðri en Prinz. Hún lenti í þriðja sæti í valinu á besta leikmanni heims í fyrra og er eins og Prinz margfaldur Heims-Evrópu og Þýskalandsmeistari. Meira um Lingor hér: http://www.idgie10.de/

Silke Rottenberg: 35 ára markvörður. Hefur leikið 123 landsleiki fyrir hönd Þýskalands og er án efa langfrægasti kvennamarkvörður heims í dag. Hún hefur verið talin besti markvörður í heimi í mörg ár og er eins og vinkonur sínar margfaldur Heims-Evrópu og Þýskalandsmeistari. Hér er allt um Rottenberg: http://www.silkerottenberg.de/?111A0

Hér er heimasíða Frankfurt. http://www.ffc-frankfurt.de/
Þar getiði séð liðið í heild sinni og allt það sem vert er að vita!

Við munum mæta þessu stjörnuprýdda liði þann 11.október í Belgíu í fyrsta leik okkar í 32.liða úrslitum. ÁFRAM VALUR!
Næst mun koma kynning á Belgísku meisturunum Wezemal en við mætum þeim þann 13.október nk.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow