
Þann 13.október spilum við á móti belgísku meisturunum
Wezemaal. Við vitum örlítið minna um þær en Frankfurt en það er aðallega vegna þessa að greinahöfundur er ekki alveg með belgískuna á hreinu.
Wezemaal sigraði fyrsta riðilinn sinn örugglega og endaði með fullt hús stiga eftir sigra á
SU 1 Dezembro, WFC Osijek, Cardiff City LFC og markatöluna 5-0. Þetta er
fjórða árið í röð sem Wezemaal tekur þátt í
Evrópukeppni félagsliða og þær ættu því að ve

ra mjög reyndar í þessari keppni. Í fyrra voru þær mjög nálægt því að komast í 8 liða úrslitin en þær
sigruðu Sparta Prag 4-2 en töpuðu naumlega 1-0 gegn Potsdam og 2-0 á móti Saestum. Einn leikmaður Wezemaal hefur spilað á Íslandi en hún heitir
Inge Heiremans og spilaði
árið 2001 með FH við góðan orðstír. Varð markahæsti leikmaður FH það tímabilið og skoraði einmitt sigurmark í heimaleik FH gegn Val sem endaði 1-0. Heiremans er gríðarlega sterkur
skallamaður sem við þurfum að passa vel! Wezemaal eru
efstar í belgísku deildinni eftir þrjá leiki með fullt hús stiga og markatöluna 14-2. Þær deila efsta sætinu með Tienen sem eru einnig með fullt hús en þessi tvö lið mætast 6.október og verður spennandi að sjá hvort liðið fer með sigur af hólmi í þeim leik.
Það er við engu öðru að búast nema að belgíska liðið sé
gríðarsterkt og þurfum við því á öllu að halda til að sigra Wezemaal þann
13.októberHér getiði séð allt um Wezemaal:
http://www.ladiesrapide.tk/
# posted by Valur : 12:16 f.h.