sunnudagur, september 16, 2007
Valur - Þór/KA á morgun, SÍÐASTI LEIKURINN Á ÍSLANDSMÓTINU!
Á morgun fer fram síðasti leikur okkar í deildinni og er hann á móti Þór/KA á Valbjarnarvelli klukkan 17.30. Þetta er jafnframt síðasti leikur okkar í mótinu og með sigri eða jafntefli tryggjum við okkur ÍSLANDSMEISTARATITILINN 2007!
Þetta er einnig síðasti leikurinn sem Valur mun spila á Valbjarnarvelli en við munum að sjálfsögðu færa okkur á Hlíðarenda næsta tímabil!
Við viljum því hvetja ALLA TIL AÐ MÆTA Á VALBJARNARVÖLL Í HINSTA SINN OG HVETJA OKKUR TIL SIGURS!
ÁFRAM VALUR!
Aðrir leikir sem fara fram á sama tíma eru: ÍR - Stjarnan, Keflavík - KR og Breiðablik - Fylkir.
Comments:
Skrifa ummæli