miðvikudagur, september 12, 2007
KR - Valur á morgun! Frostaskjól klukkan 17.00
Á morgun, fimmtudaginn 13.september, spilum við nánast hreinan úrslitaleik í Íslandsmótinu þetta árið. Leikurinn fer fram á heimavelli KR-inga Frostaskjóli og hefst hann klukkan 17.00. Leiktímanum var breytt vegna beinnar útsendingar á RÚV. Fyrri leikur liðanna fór 1-1 á Valbjarnarvelli. Það þarf vart að nefna hversu mikilvægur þessi leikur er og vil ég hvetja ALLA til að mæta á leikinn og styðja okkur til sigurs!!
ÁFRAM VALUR!!!
Aðrir leikir sem fara fram í deildinni eru: Þór/KA - ÍR, Fylkir - Keflavík og Fjölnir - Breiðablik.
Comments:
Skrifa ummæli