<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, apríl 29, 2007

Gamlir gullmolar... 

Nú þegar tímabilið er fljótt að hefjast er rétt að renna aðeins yfir einkahúmor liðsins en nokkrar góðar línur eru og munu alltaf verða til staðar hjá familíunni. Hvort sem þú varst í liðinu þegar þessir gullmolar fengu að fjúka eða ert nýkomin þá er alveg nauðsynlegt að renna í gegnum nokkra gullmola! Það eru til góðar sögur um allar þessar línur!

“það er eitthvað rugl í gangi hérna”!
“Sabú er alvarlega meiddur”
“No ear rings“ohh sorry, beautiful beautiful coach”
“Rut, farðu útaf vellinum! Rut hvað ertu að gera útaf? Drullaðu þér inná völlinn það er hornspyrna!”
“What are you all doing over there, you supposed to be cleaning my pool”
“Vá þessi er langbest í liðinu, kaupum hana, æ nei hún er pottþétt úr einhverju ógeðslega góðu liði” (sagt um leikmann sem var að spila í Evrópukeppni FÉLAGSLIÐA!)
“This is not fairplay” (vísbending – sagt á meðan simply the best var on)
“Farðu í brúnkuklefa Hafnarfjarðar, hann er langbestur”
“Ullkisa”
“Vá þær eru gular, við í Val notum allar classic Yellow”
“Hvar er Ronaldo?” (Ísland – Spánn í TV)

Endilega komiði með e-h fleiri gullmola í komment, það er alltaf hægt að finna t.d línur þegar okkar ástkæra Ásta er að horfa á fótboltaleik:)

laugardagur, apríl 28, 2007

Hurricane in Garðabær city? 


Í dag sigruðum við Keflavík í undanúrslitum lengjubikars kvenna í gríðarlegu roki á stjörnuvelli. Fyrsta mark leiksins var ekki lengi að líta dagsins ljós en eftir rétt rúma mínútu fengum við aukaspyrnu sem Margrét tók. Hún sendi boltann á Hallberu sem var komin í gott færi en sá að Guðný var í enn betra færi sem renndi boltanum í markið. Staðan 1-0 eftir frábæra byrjun. Leikmenn beggja liða voru mjög lengi að komast í takt við leikinn þar sem aðstæður voru virkilega erfiðar, en það var gríðarlegt rok í dag. Við reyndum þó að halda boltanum niðri og skapa okkur marktækifæri en náðum ekki alveg að klára sóknirnar nógu vel. Mjög skemmtilegt atvik átti sér stað í öðru marki leiksins. Við fengum dæmda vítaspyrnu eftir að boltinn fór greinilega i hendina á Björg Ástu Keflvíking og Margrét fór á vítapunktinn. En þar sem það var svo rosalega mikið rok gat hún með engu móti látið boltan haldast á vítapunktinum og reyndi örugglega svona 4-5 sinnum að taka spyrnuna. Þetta endaði með því að Guðný fékk að mæta inní teiginn og halda boltanum til að Margrét gæti tekið spyrnuna. Eftir mjög mikið vesen skoraði síðan Margrét úr spyrnunni og staðan orðin 2-0. Staðan var síðan 2-0 þegar leikmenn gengu til búningsklefa.
Engar breytingar voru gerðar strax í hálfleik en mikil áhersla var lögð á að halda áfram að reyna að halda boltanum niðri enda ekki hægt að vera í kýlíngum fram völlinn við þessar aðstæður. Strax í upphaf seinni hálfleiks átti Rakel mjög góðan sprett og var komin upp vinstri kantinn, hún átti frábæra sendingu með jörðinni út á Margréti sem skilaði boltanum rakleiðis í netið og staðan orðin 3-0 og sigurinn því nánast í höfn. Pála og Berry voru teknar útaf fljótlega í seinni hálfleik en þær eru báðar tæpar, Hallbera tæp í læri og Pála með þetta rosalega glóðurauga eftir átökin á æfingu í gær. Í þeirra stað komu Anna Garðars og Sara og stuttu síðar fór Fríða útaf fyrir Björgu. Þrátt fyrir nokkrar mjög góðar sóknir urðu mörkin ekki fleiri í leiknum og 3-0 sigur því staðreynd. Núna erum við komnar í úrslitaleik lengjubikarsins og fer hann fram næsta föstudag. Núna rétt í þessu vann KR sinn undanúrslitaleik á móti breiðablik 1-0 þannig þetta verður úrslitaleikur á milli Vals og KR!
Góður sigur í höfn og gott að liðið náði að halda dampi þrátt fyrir verulega miklar mannabreytingar á liðinu vegna meiðsla ofl.
Liðið: Ása, Ásta(f), Pála (Anna), Sif, Guðný, Fríða (Björg), Hallbera, (Sara), Rakel, Andrea (Linda) Nína og Margrét Lára

*Dr. Katrín Jónsdóttir komst ekki vegna mikilla anna á læknastofunni en hún var nú búin að biðja um frí fyrir mjög löngu.
*Vanja spilaði ekki vegna meiðsla á ökkla og mun Vanja halda til Serbíu á morgun og hitta þar landslið sitt en hún á landsleik við Slóveníu í næstu viku.
* Gugga spilaði ekki vegna meiðsla í læri. (síðan er 30% af liðinu einnig tæpt í læri)
*Dóra María er erlendis og styttist mjöööög svo í hana!


Arsenal - Umea á morgun! 


Á morgun fer fram seinni úrslitaleikurinn í Evrópukeppni kvenna en sá fyrri fór eins og flestir vita 1-0 fyrir Arsenal. Leikurinn byrjar kl.11 á íslenskum tíma og verður í beinni á Eurosport. Þið megið að sjálfsögðu kíkja á leikinn heima hjá mér ef þið viljið!!

fimmtudagur, apríl 26, 2007

Lengjubikarinn, keflavík á laugardag! 

Nú er komið á hreint hvaða lið spilar á móti okkur í undanúrslitum lengjubikarsins, en það verður Keflavík sem endaði í fjórða sæti riðilsins. Svona endaði riðillinn: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=10925. Á laugardag munu báðir undanúrslitaleikirnir fara fram á Stjörnuvelli. Okkar leikur, Valur - Keflavík verður klukkan 14.00 og seinni leikurinn verður síðan á milli KR og Breiðabliks kl.16.00 en þau lentu í 2. og 3. sæti riðilsins. Liðin tvö sem sigra sína leiki spila síðan til úrslita föstudaginn 4.maí í Egilshöll. ÁFRAM VALUR!

Ég vil einnig minna á leik mfl kk Vals sem fer fram á föstudag á undan okkar æfingu en þeir spila í undanúrslitum lengjubikarsins eins og við Víking klukkan 19.00 í Egils. ÁFRAM VALUR!!

Sjáumst allar í teygjum og intervali, góðar stundir....

miðvikudagur, apríl 25, 2007

Miðvikudagsmyndin... 

Hinn gullfallegi nýjasti meðlimur familíunnar er mættur hér í fyrsta skipti og alveg örugglega ekki það síðasta í hinum stórskemmtilega dálki, miðvikudagsmyndin:) Augljóst með hvaða liði þessi dama heldur!!

mánudagur, apríl 23, 2007

Einkamál.is (no joke) 

Hæ. Ég heiti Hallbera en sumir vinir mínir kalla mig Berry. Þú ræður hvað þú vilt kalla mig.
Ég á heima á Akranesi og er að æfa fótbolta með, Já þú gískaðir rétt! Með Val. Eins og gengur og gerist keyri ég á milli en þar sem ég stefni á háskólanám í haust getur verið strembið að keyra á milli og vera í læknisfræðinni (eða kannski ekki læknisfræði en þó námi)

Mamma og Pabbi reyna eins og þau geta að hjálpa mér með íbúðarmálin en ástandið versnaði til muna þegar karl faðir minn missti 3 af 4 útlimum og mamma varð tímabundið blind. Þess vegna er ég að biðla til þín kæri lesandi að opna augun ofurlítið og athuga hvort þú eða vinur/vinkona (svona helst vinkona gengur upp ef strákurinn er ljótur...Djók) viljið jafnvel leigja með mér EÐA hvort þú vitir um góða íbúð fyrir stúlku eins og mig.

Ég er gríðarlega lífsreynd stúlka þrátt fyrir kornungann aldur (20 sko að verða 21).
Ég hef leigt áður og get beðið fyrrverandi kæró að votta fyrir það að ég klikkaði sko ALDREI á leigunni.
Ég er snirtileg (allavega lykta ég OFTAST ágætlega) og reyki ekki. Það mætti eiginlega segja að ég væri ótrúlega heillandi og sterkur persónuleiki og eiginlega bara hinn fullkomni leigjandi. Já og svo er ég líka hógvær.

Ef þið viljið sjá mynd af mér farið þá á google og skrifið hot mama sem leitarorð eða inná playboy.com og tékkið á sizziling hot

* Söguþráðinn má taka með eins mikilli alvöru og þú vilt en innihaldið er EKKI grín :)
hgisladottir@hotmail.com

laugardagur, apríl 21, 2007

11-0 Stórsigur á Stjörnunni!!!!!! 

Í kvöld spiluðum við gegn Stjörnunni á þeirra heimavelli i Garðabænum og endaði leikurinn með þessum rosalegu tölum 11-0. Í fyrri hálfleik spiluðum við á móti nokkuð sterkum vindi og í byrjun leiks sýndi Stjarnan mikla hörku og baráttu og virtist ekkert ætla að gefa eftir. Fljótlega í leiknum fengum við aukaspyrnu sem Sif tók inná teig, boltinn fór beint í hendi varnarmanns Stjörnunnar og réttilega dæmd vítaspyrna. Margrét Lára tók spyrnuna og skoraði af öryggi og staðan orðin 1-0. Annað mark leiksins kom eftir ótrúlega gott spil, Margrét var með boltann og átti góða sendingu inn fyrir á Nínu sem keyrði upp kantinn og átti hreint frábæra sendingu fyrir markið sem Vanja kláraði vel og staðan orðin 2-0. Þriðja mark leiksins var að svipaðri gerð nema í þetta sinn var það Hallbera sem kláraði eftir góða sendingu aftur frá Nínu sem spilaði hægra megin í kvöld. Fjórða mark leiksins skoraði síðan fyrirliðinn okkar Dr.K með ágætu skoti utan teigs sem sveif í slá og inn við mikinn fögnuð viðstaddra!
Hendurnar á stjörnustúlkum voru aftur eitthvað að væflast fyrir þeim inní teig en annar óheppinn varnarmaður fékk boltann greinilega í hendina og umsvifalaust var dæmd vítaspyrna sem Margrét Lára tók og skoraði aftur af miklu öryggi, nú í stönginn og inn. Staðan orðin 5-0. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fengum við síðan aukaspyrnu frá vinstri kantinum sem Margrét Lára Viðarsdóttir tók, en hún náði á ótrúlegan hátt að skora fram hjá þriggja manna varnarvegg og markverði Stjörnunnar niðri í nærhornið, hreint ótrúleg spyrna! Staðan var því 6-0 þegar liðin gengu til búningsklefa. Í hálfleik fóru Kata, Linda, Vanja og Guðný útaf fyrir, Söru, Thelmu, Björgu og Heiðu. (sem er n.b fædd 92!!!)
Strax í byrjun seinni hálfleiks var síðan markvarðarskipti þegar Ása skipti inná fyrir Guggu og stuttu síðar fóru Pála og Berry útaf fyrir Önnu Garðars og Andreu. Það má því segja að nánast algjörlega nýtt lið hafi spilað seinni hálfleikinn! Það kom alls ekki að sök því við héldum áfram að raða inn mörkunum. Sara opnaði markareikninginn í seinni hálfleik og Margrét Lára bætti við öðru marki stuttu síðar. Margrét var síðan felld innan teigs og vítaspyrna dæmd en í þetta sinn var það Nína Ósk sem fór á vítapunktinn og hún skoraði af miklu öryggi og staðan orðin 9-0! Nína skoraði síðan annað mark sitt og það tíunda fyrir Val stuttu síðar!!! Fram að þessu hafði Stjarnan vart komist yfir miðju og við unnið bókstaflega alla bolta alls staðar á vellinum. Stjarnan fékk síðan eina ágæta sókn og komst senter Stjörnunnar einn innfyrir samsíða Ástu og virtist hún flækjast um boltann og detta um sjálfa sig og dómarinn ákvað að dæma vítaspyrnu. (Sem hann viðurkenndi eftir leikinn að hafi verið tómt bull en það kom ekki að sök!) Ása Dögg gerði sér lítið fyrir og GREIP vítaspyrnuna og u.þ.b mínútu síðar var Margrét komin ein inn fyrir hinum megin og skoraði 11 mark okkar í leiknum og það má segja að við gjörsamlega völtuðum yfir stjörnustúlkur í kvöld.
Þetta var frábær leikur í alla staði og líklega sá besti sem liðið hefur spilað í mjög langan tíma. Samheldnin og vinnusemin var ótrúleg. Við pressuðum stíft allan leikinn og stjörnustúlkur fengu aldrei frið með boltann. Leikmenn fóru eftir því sem upp var lagt enda var niðurstaðan hreint út sagt stórkostlegur 11-0 sigur á Stjörnunni. Það er mjög erfitt að taka einhvern einn út og segja að hann hafi verið betri en aðrir en það má eiginlega segja að ALLIR varamenn liðsins hafi staðið sig frábærlega því það virtist engu breyta hverjir voru inná vellinum, við héldum áfram að raða á þær mörkum í öllum regnbogans litum. Frábært þegar leikmenn af bekknum koma inn með eins miklum krafti og þær gerðu í dag! Ótrúlegur sigur sem er gott veganesti fyrir liðið í komandi leikjum!
Liðið: Gugga (Ása), Pála (Anna), Ásta, Sif, Guðný (Sara), Linda (Björg), Kata(Heiða), Vanja (Thelma), Nína, Hallbera (Andrea) og Margrét Lára.

*Rakel var í fríi í kvöld en mætir endurnærð á æfingu í fyrramálið
*Fríða var meidd á læri en mætir fljótlega aftur
*Dóra María er stödd erlendis og styttist óðfluga í hana
!

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Valur - Stjarnan á morgun! 

Síðasti leikur okkar í riðlinum í lengjubikarnum verður á morgun á gegn Stjörnunni á heimavelli þeirra, gervigrasinu í Garðabæ... Við erum nú þegar búnar að sigra okkar riðil og er alls ekki ljóst hvaða lið mun enda í fjórða sæti, en það verður kross-spil, 1. og 4. spila á móti hvor öðru og 2. og .3 sæti. KR, Keflavík og Breiðablik eru öll með 6 stig þegar ein umferð er eftir, Fylkir gæti einnig skellt sér í baráttuna með sigri á blikum en þær eru núna með 4 stig.
Hér er riðillinn: http://ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=10925
Leikurinn á morgun, föstudaginn 20.apríl, hefst klukkan 20.00 og ætlum við að sjálfsögðu að spila til sigurs og halda áfram að bæta okkar leik þó að úrslitin skipti ekki beint máli.

ÁFRAM VALUR!!!



Síðan vil ég minna á annan úrslitaleikja Evrópukeppnarinnar sem er á milli Umeå og Arsenal. Fyrri leikurinn er semsagt á laugardag kl. 12.00 á íslenskum tíma og er sýndur í beinni á Eurosport. Við gætum jafnvel stokkið saman heim eftir æfingu á laugardag og horft á leikinn! Julie Fleeting fyrverandi leikmaður Vals verður í eldlínunni en hún er markahæsti leikmaður keppninnar, hér er viðtal við stelpuna: http://www.uefa.com/competitions/womencup/news/kind=1/newsid=528884.html




miðvikudagur, apríl 18, 2007

Miðvikudagsmyndin... 

Valsarar meðal frægra!

mánudagur, apríl 16, 2007

5 vikur í Íslandsmót! 

Í dag eru nákvæmlega 5 vikur í að Íslandsmótið hefjist en fyrsti leikur okkar er á móti Stjörnunni mánudaginn 21.maí á Valbjarnarvelli. (sem þýðir að það er max 5 skipti í 150 x15 metra sprettirnir í Egilz eftir) Nú er síðasti séns fyrir leikmenn að lýta á eigið form til að komast í 100% stand fyrir mótið og mæli ég eindregið með því að þið pælið aðeins í því!
Hérna er mótið í heild: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=14844
Miklu mun meira mun koma um Íslandsmótið hér á síðunni þegar nær dregur en tilgangur greinarinnar er klárlega að vekja athygli á hversu stutt er í þetta!!:)
Sagan segir að Ragga ætli að koma færandi hendi í Egilz á þriðjudag og skóa mannskapinn upp en skófatnaður liðsins verður að sjálfsögðu að vera á hreinu í byrjun móts!

Næsti leikur okkar í Lengjubikarnum er einnig á móti Stjörnunni en það er síðasti leikur okkar í riðlinum. Við erum nú þegar búnar að tryggja okkur efsta sæti riðilsins en spilum að sjálfsögðu alltaf til sigurs! Lengjubikarinn: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=10925 Leikurinn við Stjörnuna er á föstudag en meira um það síðar...

sunnudagur, apríl 15, 2007

Heyrst hefur... 

Nú er komið að hinum sívinsæla slúðurdálk heyrst hefur en hann hefur verið í lægð undanfarið.....
Heyrst hefur að....

ýmislegt fleira hefur verið í gangi sem ég hvet ykkur eindregið til að setja í komment!
Annars sjáumst í þrekhring á morgun!


föstudagur, apríl 13, 2007

5-0 sigur á breiðabliki sem sá aldrei til sólar í leiknum! 

Í kvöld sigruðum við breiðablik 5-0 í fjórðu umferð lengjubikarsins. Við byrjuðum af miklum krafti og stjórnuðum strax leiknum. Fyrsta mark leiksins skoraði Rakel eftir mjög fallega sókn. Fríða fékk boltann og átti góða sendingu á Guðný sem renndi honum fyrir markið og Rakel kláraði færið vel. Margrét Lára skoraði síðan mark nr.2 en Fríða átti enn og aftur frábæra sendingu, í þetta skiptið góða stungu og Margrét kláraði með ágætu skoti sem fór í netið og staðan 2-0. Við áttum nokkur færi til viðbótar í fyrri hálfleik til að bæta við en í lok hálfleiksins dróg aðeins úr kraftinum hjá okkur og blikar komu aðeins inní leikinn en náðu þó aldrei að skapa sér nein teljandi marktækifæri.
Staðan semsagt 2-0 í hálfleik og Nínu var skipt inná fyrir Lindu. Í seinni hálfleik gjörsamlega völtuðum við yfir þær og blikarnir komust varla yfir miðju. Nína var fljót að komast í takt við leikinn og skapaði sér nóg af færum. Hún skoraði síðan þriðja mark okkar eftir smá klafs í teignum hjá breiðablik. Rétt áður hafði hún fengið mjög gott tækifæri til að skora en skaut því miður yfir markið. Rakel skoraði síðan fjórða mark leiksins og við hreinlega yfirspiluðum blikana á köflum. Andreu var skipt inná fyrir Sif um miðjan seinni hálfleik og átti hún fína innkomu. Fimmta og síðasta mark leiksins var síðan sjálfsmark blika sem undirstrikaði stóran ósigur þeirra. Vanja átti frábæra sendingu fyrir markið og einn óheppinn bliki fékk boltann í sig og inn.
Fínn leikur, byrjuðum mjög vel og duttum síðan aðeins niður í lok fyrri hálfleiks en gjörsamlega rúlluðum yfir þær í seinni hálfleiknum. Vörnin á hrós skilið fyrir mjög fínan og agaðan varnaleik en blikum tókst varla að skapa sér nein einustu færi í leiknum. Kata fyrirliði var ekki með í kvöld en hún á enn við meiðsli að stríða og verður vonandi með í næsta leik. Beta var mætt aftur á hliðarlínuna eftir heimsins styðsta barneignarfrí, auk þess sem Freysi, Teddi og Óli létu vel í sér heyra. Frábær 5-0 sigur á blikum staðreynd og erum við því á toppi riðilsins þegar ein umferð er eftir en sá leikur er við stjörnuna eftir viku!
Liðið: Gugga, Ásta, Pála, Guðný, Sif (Andrea), Fríða, Vanja, Linda (Nína), Hallbera, Rakel og Margrét

Ég vil síðan minna á morgunæfingu í fyrramálið fyrir þær sem vilja, sjáumst annars í Jóa hoppum!

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Fc Loreal Valur 


Stjórn Vals komst að niðurstöðu á hádegisfundi í dag um að breyta nafni kvennaliðs Vals í L'Oréal Valur. L'oreal hefur ákveðið að styrkja liðið um 80 milljónir króna vegna þessa auk þess sem leikmenn liðsins fá að sjálfsögðu fríar ársbyrgðir bæði af hár- og snyrtivörum. Ekki er komið á hreint hvernig nýtt merki Vals mun lýta út, en það verður sambland af gamla Valsmerkinu ásamt nýjum ferskum línum frá Loreal.

miðvikudagur, apríl 11, 2007

Valur - Breiðablik á morgun! 

Á morgun, fimmtudaginn 12.apríl, spilum við á móti Breiðabliki í lengjubikarnum en leikurinn verður í Egilz klukkan 21.00! Þetta er fjórði leikur okkar í mótinu og erum við eins og staðan er núna á toppi riðilsins með fullt hús stiga.
Láttu sjá þig í Egilz á morgun og ÁFRAM VALUR!

Miðvikudagsmyndin.... 


Þessi mynd er náttúrlega bara afbrigðileg og næstum hægt að koma með gátu um hver þetta sé:)

laugardagur, apríl 07, 2007

Gleðilega páska (ungar) 

Orri og Bjössi kíktu í heimsókn í dag og Orri er alveg búin að toppa gjafadæmið með þessari líka fallegu valstreyju sem snúllan var ekki lengi að vilja fara í :)


En við óskum ykkur bara gleðilegra páska erum alveg þrusu sprækar hérna við vatnið og látum sjá okkur við fyrsta tækifæri :)



fimmtudagur, apríl 05, 2007

4-1 sigur í Vesturbænum – Marco með þrennu! 

Í dag sigruðum við stöllur okkar í KR í stórleik Lengjubikarsins 4-1. Strax í byrjun leiks komst Margrét ein í gegn og ætlaði að vippa yfir markvörðinn sem varði með naumindum útí teig og þar kom Vanja askavaðandi og setti boltann í netið. 1-0. Stuttu síðar fengum við aukaspyrnu nánast við hliðarlínu vinstramegin og hinn ótrúlega spyrnumaður, Margrét Lára Viðarsdóttir, tókst að skora úr aukaspyrnunni á glæsilegan hátt og staðan orðin 2-0. Fyrstu 30 mínútur leiksins vorum við allt í öllu og náðum að skapa okkur ótal mörg færi á meðan KR tókst ekki að skapa sér nein teljandi marktækifæri. Síðan kom mjög slæmur leikkafli hjá okkur og KR komst miklu betur inní leikinn. KR náði þá að minnka muninn í 2-1 þegar Fjóla Dröfn Friðriksdóttir komst ein í gegn og skoraði. KR hefði hæglega getað jafnað leikinn síðan rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en staðan var þó 2-1 fyrir okkur þegar leikmenn gegnu til búningsklefa. Í hálfleik var Kata capteinn tekinn útaf samkvæmt sjúkraþjálfara-ráðleggingu og hennar í stað kom Nína nokkur Kristinsdóttir.
Í seinni hálfleik var aldrei spurning um hvort liðið ætlaði að vinna leikinn en við náðum reyndar ekki að skora þriðja markið fyr en um miðjan seinni hálfleik, Margrét Lára komst ein í gegn strax eftir að KR-ingar klúðruðu dauðafæri hinum megin, hún sólaði markvörð KR inga og renndi boltanum í netið og staðan orðin 3-1. Litlu munaði að Margrét skoraði síðan stuttu síðar þegar hún átti skot í slá KR marksins eftir mistök í KR vörninni. KR ingar skoruðu síðan næstum því sjálfir uppá eigin spýtur sjálfsmark sem endaði þó að þær náðu að bjarga í horn eftir mikinn klaufagang. Fjórða og síðasta mark leiksins kom þegar Margrét fékk boltann í teignum eftir mikið klafs og hún smellti honum niðri í vinstra hornið og fullkomnaði þar með þrennu sína. Nína var nálægt því að skora þegar hún komst í gott færi en markvörður KR inga sá við henni og varði vel. Nína skapaði mikinn usla í vörn KR með innkomu sinni.
Þrátt fyrir mjög góðan sigur var leikurinn ekki vel leikinn af okkar hálfu. Mikill vorbragur var á leik liðsins og margt sem þarf að bæta og laga fyrir sumarið. Við náðum illa að halda boltanum á jörðinni og spila honum innan liðsins og vil ég reyndar kenna um alltof miklu magni af “svörtum kornum” á vellinum (sem var bókstaflega svartur) sem eina af ástæðu þess. Skallaæfingarnar eru greinilega að skila sér þar sem Pála átti gjörsamlega alla háa bolta sem komu nálægt henni. Sif komst ekki í leikinn þar sem var verið að ferma bróður hennar og Berry er stödd erlendis eins og Dóra María. Gaman var að heyra í þremenningunum Tedda, Freysa og Óla á hliðarlínunni, sérstaklega í seinni hálfleik, brjálæðislega hvetjandi að öskra sitt lið áfram. Sigurinn í dag er að sjálfsögðu tileinkaður nýfæddu barni Betu og Gylfa en Beta var auðvitað ekki á línunni í dag þar sem hún eignaðist eins og flestir vita stúlki í gær!!!:)
Liðið: Gugga, Ásta, Pála, Guðný, Linda, Rakel (Thelma), Fríða, Vanja, Sara (Andrea), Kata(Nína) og Margrét.

Gleðilega páska og hafiði það gott í fríinu og munið að það eru alveg 5 dagar í næstu þriðjudags-spretti!!!!:)


miðvikudagur, apríl 04, 2007

Fjölskyldan stækkar! 

Beta og Gylfi eignuðust dóttur kl.03.50 í nótt og er stelpan 15 merkur! Mæðgunum heilsast vel!

Innilega til hamingju Beta og Gylfi með nýju hlutverkin, það er nokkuð ljóst að þið munið aldrei koma til með að þurfa að leita langt eftir barnfóstru enda bíðum við í röðum eftir að líta augum á litlu prinsessuna.
TIL HAMINGJU!!



mánudagur, apríl 02, 2007

Meistaradeildin heldur áfram... 


Roma tekur á móti Manchester United miðvikudaginn 4.apríl í meistaradeildinni og ætla ég að því tilefni að bjóða þeim sem vilja heim til mín að horfa á leikinn. Útsendingin hefst 18.30 en leikurinn byrjar 18.45 þannig við þurfum að drífa okkur heim af æfingu!:)
Britta Carlson hringdi síðan í mig í gær og sagði mér að það væri því miður bara aprílgabb að hún væri að koma í Val, þannig Kata þú getur verið enn á miðju...
kveðja, ykkar ástkæri leikmaður nr.1
p.s þeir sem vilja taka "hlaupamaraþonið" utandyra á hlaupabrautinni í dag mega endilega hitta mig stundvíslega kl.18.20 í sporthúsinu og taka þetta úti með mér!!

sunnudagur, apríl 01, 2007

Britta Carlson gengin til liðs við Val!, staðfest. 


Þýska landsliðskonan Britta Carlson skrifaði rétt í þessu undir 1 árs samning við Val en hún ku vera spennt fyrir því að taka þátt í Evrópukeppninni auk þess sem hún vill prófa að spila í nýrri deild. Hún ætlar þó að klára tímabil sitt með VfL Wolfsburg sem líkur í byrjun maí. Hún kemur því til landsins um miðjan maímánuð og nær því fyrsta leik. Britta Carlson er 29 ára miðjumaður og hefur spilað 31 landsleik fyrir Þýskaland og skorað í þeim 4 mörk. Britta er ekki alls ókunnug Val en hún var í liði Potsdam sem sigraði okkur eftirminnilega í Evrópukeppninni 2005. Það er ljóst að þetta er mikill liðstyrkur fyrir liðið og spurning um að Kata fyrirliði verði færð í miðvörðin þar sem hún spilaði með landsliðinu á Algarve við góðan orðstír. Það er ljóst að Elísabet Gunnarsdóttir fær úr mörgum góðum kostum við uppstillingu liðsins í sumar sem er ekkert nema gott. Velkomin í liðið Britta Carlson!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow