<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, apríl 05, 2007

4-1 sigur í Vesturbænum – Marco með þrennu! 

Í dag sigruðum við stöllur okkar í KR í stórleik Lengjubikarsins 4-1. Strax í byrjun leiks komst Margrét ein í gegn og ætlaði að vippa yfir markvörðinn sem varði með naumindum útí teig og þar kom Vanja askavaðandi og setti boltann í netið. 1-0. Stuttu síðar fengum við aukaspyrnu nánast við hliðarlínu vinstramegin og hinn ótrúlega spyrnumaður, Margrét Lára Viðarsdóttir, tókst að skora úr aukaspyrnunni á glæsilegan hátt og staðan orðin 2-0. Fyrstu 30 mínútur leiksins vorum við allt í öllu og náðum að skapa okkur ótal mörg færi á meðan KR tókst ekki að skapa sér nein teljandi marktækifæri. Síðan kom mjög slæmur leikkafli hjá okkur og KR komst miklu betur inní leikinn. KR náði þá að minnka muninn í 2-1 þegar Fjóla Dröfn Friðriksdóttir komst ein í gegn og skoraði. KR hefði hæglega getað jafnað leikinn síðan rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en staðan var þó 2-1 fyrir okkur þegar leikmenn gegnu til búningsklefa. Í hálfleik var Kata capteinn tekinn útaf samkvæmt sjúkraþjálfara-ráðleggingu og hennar í stað kom Nína nokkur Kristinsdóttir.
Í seinni hálfleik var aldrei spurning um hvort liðið ætlaði að vinna leikinn en við náðum reyndar ekki að skora þriðja markið fyr en um miðjan seinni hálfleik, Margrét Lára komst ein í gegn strax eftir að KR-ingar klúðruðu dauðafæri hinum megin, hún sólaði markvörð KR inga og renndi boltanum í netið og staðan orðin 3-1. Litlu munaði að Margrét skoraði síðan stuttu síðar þegar hún átti skot í slá KR marksins eftir mistök í KR vörninni. KR ingar skoruðu síðan næstum því sjálfir uppá eigin spýtur sjálfsmark sem endaði þó að þær náðu að bjarga í horn eftir mikinn klaufagang. Fjórða og síðasta mark leiksins kom þegar Margrét fékk boltann í teignum eftir mikið klafs og hún smellti honum niðri í vinstra hornið og fullkomnaði þar með þrennu sína. Nína var nálægt því að skora þegar hún komst í gott færi en markvörður KR inga sá við henni og varði vel. Nína skapaði mikinn usla í vörn KR með innkomu sinni.
Þrátt fyrir mjög góðan sigur var leikurinn ekki vel leikinn af okkar hálfu. Mikill vorbragur var á leik liðsins og margt sem þarf að bæta og laga fyrir sumarið. Við náðum illa að halda boltanum á jörðinni og spila honum innan liðsins og vil ég reyndar kenna um alltof miklu magni af “svörtum kornum” á vellinum (sem var bókstaflega svartur) sem eina af ástæðu þess. Skallaæfingarnar eru greinilega að skila sér þar sem Pála átti gjörsamlega alla háa bolta sem komu nálægt henni. Sif komst ekki í leikinn þar sem var verið að ferma bróður hennar og Berry er stödd erlendis eins og Dóra María. Gaman var að heyra í þremenningunum Tedda, Freysa og Óla á hliðarlínunni, sérstaklega í seinni hálfleik, brjálæðislega hvetjandi að öskra sitt lið áfram. Sigurinn í dag er að sjálfsögðu tileinkaður nýfæddu barni Betu og Gylfa en Beta var auðvitað ekki á línunni í dag þar sem hún eignaðist eins og flestir vita stúlki í gær!!!:)
Liðið: Gugga, Ásta, Pála, Guðný, Linda, Rakel (Thelma), Fríða, Vanja, Sara (Andrea), Kata(Nína) og Margrét.

Gleðilega páska og hafiði það gott í fríinu og munið að það eru alveg 5 dagar í næstu þriðjudags-spretti!!!!:)


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow