<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, apríl 28, 2007

Hurricane in Garðabær city? 


Í dag sigruðum við Keflavík í undanúrslitum lengjubikars kvenna í gríðarlegu roki á stjörnuvelli. Fyrsta mark leiksins var ekki lengi að líta dagsins ljós en eftir rétt rúma mínútu fengum við aukaspyrnu sem Margrét tók. Hún sendi boltann á Hallberu sem var komin í gott færi en sá að Guðný var í enn betra færi sem renndi boltanum í markið. Staðan 1-0 eftir frábæra byrjun. Leikmenn beggja liða voru mjög lengi að komast í takt við leikinn þar sem aðstæður voru virkilega erfiðar, en það var gríðarlegt rok í dag. Við reyndum þó að halda boltanum niðri og skapa okkur marktækifæri en náðum ekki alveg að klára sóknirnar nógu vel. Mjög skemmtilegt atvik átti sér stað í öðru marki leiksins. Við fengum dæmda vítaspyrnu eftir að boltinn fór greinilega i hendina á Björg Ástu Keflvíking og Margrét fór á vítapunktinn. En þar sem það var svo rosalega mikið rok gat hún með engu móti látið boltan haldast á vítapunktinum og reyndi örugglega svona 4-5 sinnum að taka spyrnuna. Þetta endaði með því að Guðný fékk að mæta inní teiginn og halda boltanum til að Margrét gæti tekið spyrnuna. Eftir mjög mikið vesen skoraði síðan Margrét úr spyrnunni og staðan orðin 2-0. Staðan var síðan 2-0 þegar leikmenn gengu til búningsklefa.
Engar breytingar voru gerðar strax í hálfleik en mikil áhersla var lögð á að halda áfram að reyna að halda boltanum niðri enda ekki hægt að vera í kýlíngum fram völlinn við þessar aðstæður. Strax í upphaf seinni hálfleiks átti Rakel mjög góðan sprett og var komin upp vinstri kantinn, hún átti frábæra sendingu með jörðinni út á Margréti sem skilaði boltanum rakleiðis í netið og staðan orðin 3-0 og sigurinn því nánast í höfn. Pála og Berry voru teknar útaf fljótlega í seinni hálfleik en þær eru báðar tæpar, Hallbera tæp í læri og Pála með þetta rosalega glóðurauga eftir átökin á æfingu í gær. Í þeirra stað komu Anna Garðars og Sara og stuttu síðar fór Fríða útaf fyrir Björgu. Þrátt fyrir nokkrar mjög góðar sóknir urðu mörkin ekki fleiri í leiknum og 3-0 sigur því staðreynd. Núna erum við komnar í úrslitaleik lengjubikarsins og fer hann fram næsta föstudag. Núna rétt í þessu vann KR sinn undanúrslitaleik á móti breiðablik 1-0 þannig þetta verður úrslitaleikur á milli Vals og KR!
Góður sigur í höfn og gott að liðið náði að halda dampi þrátt fyrir verulega miklar mannabreytingar á liðinu vegna meiðsla ofl.
Liðið: Ása, Ásta(f), Pála (Anna), Sif, Guðný, Fríða (Björg), Hallbera, (Sara), Rakel, Andrea (Linda) Nína og Margrét Lára

*Dr. Katrín Jónsdóttir komst ekki vegna mikilla anna á læknastofunni en hún var nú búin að biðja um frí fyrir mjög löngu.
*Vanja spilaði ekki vegna meiðsla á ökkla og mun Vanja halda til Serbíu á morgun og hitta þar landslið sitt en hún á landsleik við Slóveníu í næstu viku.
* Gugga spilaði ekki vegna meiðsla í læri. (síðan er 30% af liðinu einnig tæpt í læri)
*Dóra María er erlendis og styttist mjöööög svo í hana!


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow