<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, apríl 01, 2007

Britta Carlson gengin til liðs við Val!, staðfest. 


Þýska landsliðskonan Britta Carlson skrifaði rétt í þessu undir 1 árs samning við Val en hún ku vera spennt fyrir því að taka þátt í Evrópukeppninni auk þess sem hún vill prófa að spila í nýrri deild. Hún ætlar þó að klára tímabil sitt með VfL Wolfsburg sem líkur í byrjun maí. Hún kemur því til landsins um miðjan maímánuð og nær því fyrsta leik. Britta Carlson er 29 ára miðjumaður og hefur spilað 31 landsleik fyrir Þýskaland og skorað í þeim 4 mörk. Britta er ekki alls ókunnug Val en hún var í liði Potsdam sem sigraði okkur eftirminnilega í Evrópukeppninni 2005. Það er ljóst að þetta er mikill liðstyrkur fyrir liðið og spurning um að Kata fyrirliði verði færð í miðvörðin þar sem hún spilaði með landsliðinu á Algarve við góðan orðstír. Það er ljóst að Elísabet Gunnarsdóttir fær úr mörgum góðum kostum við uppstillingu liðsins í sumar sem er ekkert nema gott. Velkomin í liðið Britta Carlson!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow