mánudagur, apríl 16, 2007
5 vikur í Íslandsmót!
Í dag eru nákvæmlega 5 vikur í að Íslandsmótið hefjist en fyrsti leikur okkar er á móti Stjörnunni mánudaginn 21.maí á Valbjarnarvelli. (sem þýðir að það er max 5 skipti í 150 x15 metra sprettirnir í Egilz eftir) Nú er síðasti séns fyrir leikmenn að lýta á eigið form til að komast í 100% stand fyrir mótið og mæli ég eindregið með því að þið pælið aðeins í því!
Hérna er mótið í heild: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=14844
Miklu mun meira mun koma um Íslandsmótið hér á síðunni þegar nær dregur en tilgangur greinarinnar er klárlega að vekja athygli á hversu stutt er í þetta!!:)
Sagan segir að Ragga ætli að koma færandi hendi í Egilz á þriðjudag og skóa mannskapinn upp en skófatnaður liðsins verður að sjálfsögðu að vera á hreinu í byrjun móts!
Næsti leikur okkar í Lengjubikarnum er einnig á móti Stjörnunni en það er síðasti leikur okkar í riðlinum. Við erum nú þegar búnar að tryggja okkur efsta sæti riðilsins en spilum að sjálfsögðu alltaf til sigurs! Lengjubikarinn: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=10925 Leikurinn við Stjörnuna er á föstudag en meira um það síðar...
Comments:
Skrifa ummæli