föstudagur, apríl 13, 2007
5-0 sigur á breiðabliki sem sá aldrei til sólar í leiknum!

Staðan semsagt 2-0 í hálfleik og Nínu var skipt inná fyrir Lindu. Í seinni hálfleik gjörsamlega völtuðum við yfir þær og blikarnir komust varla yfir miðju. Nína var fljót að komast í takt við leikinn og skapaði sér nóg af færum. Hún skoraði síðan þriðja mark okkar eftir smá klafs í teignum hjá breiðablik. Rétt áður hafði hún fengið mjög gott tækifæri til að skora en skaut því miður yfir markið. Rakel skoraði síðan fjórða mark leiksins og við hreinlega yfirspiluðum blikana á köflum. Andreu var skipt inná fyrir Sif um miðjan seinni hálfleik og átti hún fína innkomu. Fimmta og síðasta mark leiksins var síðan sjálfsmark blika sem undirstrikaði stóran ósigur þeirra. Vanja átti frábæra sendingu fyrir markið og einn óheppinn bliki fékk boltann í sig og inn.
Fínn leikur, byrjuðum mjög vel og duttum síðan aðeins niður í lok fyrri hálfleiks en gjörsamlega rúlluðum yfir þær í seinni hálfleiknum. Vörnin á hrós skilið fyrir mjög fínan og agaðan varnaleik en blikum tókst varla að skapa sér nein einustu færi í leiknum. Kata fyrirliði var ekki með í kvöld en hún á enn við meiðsli að stríða og verður vonandi með í næsta leik. Beta var mætt aftur á hliðarlínuna eftir heimsins styðsta barneignarfrí, auk þess sem Freysi, Teddi og Óli létu vel í sér heyra. Frábær 5-0 sigur á blikum staðreynd og erum við því á toppi riðilsins þegar ein umferð er eftir en sá leikur er við stjörnuna eftir viku!
Liðið: Gugga, Ásta, Pála, Guðný, Sif (Andrea), Fríða, Vanja, Linda (Nína), Hallbera, Rakel og Margrét
Ég vil síðan minna á morgunæfingu í fyrramálið fyrir þær sem vilja, sjáumst annars í Jóa hoppum!
Comments:
Skrifa ummæli