<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, janúar 31, 2007

Valur - HK/Víkingur á morgun! 


Þriðji leikur okkar í Reykjavíkurmótinu fer fram annað kvöld, fimmtudaginn 1.febrúar kl. 21.00 við HK/Víking í Egilshöll. HK/víkingur er búið að spila einn leik þegar þær unnu Þrótt 2-1.

Hérna er linkur á mótið: http://ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=14385

Miðvikudagsmyndin... 

Ásta Árna - alltaf flott í taujinu...
p.s síðan er nýtt skvass season að byrja í sporthúsinu - áhugasamir hafið samband við netstjóra nr.1 - ég er einmitt að bíða eftir nýjum spaða sem ég pantaði á amazon!

laugardagur, janúar 27, 2007

4-0 sigur á þrótti 


Í dag sigruðum við Þrótt með fjórum mörkum gegn engu. Það má segja að við höfum ráðið gangi mála frá upphafi til enda og byrjuðum strax að sækja að krafti. Á 15 mín vildum við meina að við hefðum átt að fá vítaspyrnu en boltinn fór greinilega í hendi varnarmanns þróttar innan vítateigs en ekkert dæmt. Á 23. mínútu skoraði síðan fyrirliðin Katrín Jónsdóttir með skalla eftir hornspyrnu frá Rakel. Annað mark leiksins skoraði Guðný með glæsilegum skalla eftir fyrirgjöf frá Vönju. Staðan var 2-0 í hálfleik. Hallbera og Fríða komu síðan inná fyrir Lindu og Thelmu í hálfleik, en þær áttu engu að síður báðar mjög fínan leik. Seinni hálfleikur var svipaður og sá fyrri en á tímum virtist pínulítið eins og leikmenn væru saddir og við náðum ekki almennilega að klára færin okkar. Á 61. mínútu fengum við hornspyrnu sem Rakel tók og boltinn endaði hjá Björgu sem var nýkomin inná sem varamaður og hún sendi boltann rakleiðis í netið og staðan orðin 3-0. Hallbera skoraði síðan fjórða og síðasta mark liðsins á 85.mínútu eftir fínt skot af vinstri kantinum.
Ágætur sigur og mun betri spilamennska heldur en í leiknum á móti Fylki. Boltinn náði að ganga vel á milli manna en það vantaði þó sárlega að slútta færunum betur, þó má ekki taka það af markverðir þróttar að hún náði að verja oft á tíðum mjög vel. Liðið var mjög jafnt í dag og erfitt að taka e-h einstakan leikmann sem stóð sig betur en annar. Þótt að þessi leikur hafi verið mun betri en Fylkisleikurinn eigum við enn eftir að slípa liðið mikið betur saman að það kemur bara með fleiri spiluðum leikjum:)

Liðið: Gugga, Ásta, Pála (Anna 61.), Sif (Thelma 61.), Guðný, Linda (Hallbera 46.), Kata (Björg 61.) Vanja, Rakel, Telma (Fríða 46.) og Nína

föstudagur, janúar 26, 2007

Valur - Þróttur á morgun! 


Á morgun spilum við annan leikinn okkar í Reykjavíkurmótinu gegn Þrótti Rvk. en hann fer fram á morgun, laugardaginn 27. janúar kl. 13.00 í Egilz. Síðasti leikur okkar var við Fylki sem við unnum eftirminnilega 1-0. Þróttur hefur einnig leikið einn leik og var hann við HK-Víking þar sem Þróttarar töpuðu með einu marki gegn tveimur.
Hérna er linkur á mótið í heild: http://ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=14385
ÁFRAM VALUR!

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Guðný Björk Óðinsdóttir Íþróttamaður Mosfellsbæjar 




Guðný Björk Óðinsdóttir var kosin íþróttamaður Mosfellsbæjar nú á dögunum en hún átti hreint frábært síðasta tímabil, varð m.a kosinn efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins á lokahófi KSI, lið ársins 2006 og náði því ótrúlega afreki að spila með öllum landsliðum íslands á 12 mánuðum. (flott grein um þetta hérna: http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060905/IDROTTIR/109050067/1055)
Innilega til hamingju með þessa útnefningu þú átt hana svo sannarlega skilið!

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Miðvikudagsmyndin 

Berry in the spotligth síðustu helgi...

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Óvissuferð! 



Á morgun, miðvikudaginn 24.janúar er "félagslegt verkefni" eða réttara sagt óvissuferð sem kvennaráðið (aðallega Erla og Krissa) eru búnar að plana! Æfingin á morgun verður frá 16.30 - 17.30 og síðan er farið beint í sturtu því þetta byrjar kl. 18.00. Mæta með sturtudót, smá pening fyrir mat og góða skapið fyrir familíuna því við vitum ekkert hvað við erum að fara að gera! Það er skyldumæting svo ekki reyna einu sinni að beila..!

mánudagur, janúar 22, 2007

Hvetjandi bónus ! 

KSÍ hefur nú stigið stórt skref og eiginlega möst að við setjum þetta inn sem frétta hér á valurwoman.. því sambandið hefur nú jafnað dagpeningagreiðslur til Karla og kvenna en hefur jafnframt heitið leikmönnum landsliðsins heldur betur hvetjandi bónus.














Ef liðið kemst í úrslitakeppni EM (sem verður að teljast raunhæfur möguleiki) þá munu 10 milljónir skiptast sem bónus milli þeirra leikmanna sem taka þátt í riðlakeppninni. Þessi frétt fer nú sem eldur í sinu erlendis jafnt sem hérlendis og þykir framfararskref og gott fordæmi fyrir aðrar þjóðir.

sunnudagur, janúar 21, 2007

Idol kvöld Vals! 



Idol kvöld Vals var haldið með prompi og prakt í gærkvöldi og heppnaðist stórvel. Hallbera sá um atriðið fyrir okkar hönd en hún söng um vin sinn, Gumma í byrginu, og var valin bjartasta vonin í lok kvöldsins... :)
Handboltastelpurnar sungu líka um þennan víðfræga mann og verður að viðurkennast að þeirra atriði var pínulítið flottara... no offence Berry..en þær mættu með brúður og búninga sér til stuðnings:) Það er nokkuð ljóst að nú munu hefjast æfingar fyrir næsta ár og munu söngprufur hefjast strax eftir helgi!
Hérna eru nokkrar myndir frá kvöldinu: http://www.blog.central.is/thegirlz?page=viewPage&id=1303202 enjoy..

föstudagur, janúar 19, 2007

1-0 sigur á Fylki í döprum leik.. 

Í kvöld spiluðum við okkar fyrsta leik í Reykjavíkurmótinu á móti Fylki og fengu þeir áhorfendur sem lögðu leið sína í Egilz að sjá vægast sagt slakan fótbolta því miður. Leikurinn byrjaði þó ágætlega fyrstu 10 mínúturnar en við náðum þó aldrei að skapa okkur nein áberandi góð marktækifæri. Dóra María kom okkur síðan yfir á cirka 35.mínútu eftir góða sókn en það reyndist sigurmarkið í leiknum sem endaði 1-0. Fátt markvert gerðist fleira í fyrri hálfleik en helst ber að nefna fína rispu Rakelar sem kom sér í gott færi en var felld rétt utan teigs og dæmd var aukaspyrna á hættulegum stað. Sif tók spyrnuna sem fór því miður rétt yfir markið. Í hálfleik voru gerðar tvær breytingar á liðinu, Hallbera og Ásta Magga fóru inná fyrir Guðný og Björgu.
Seinni hálfleikurinn var svipaður og sá fyrri, við réðum gangi mála en náðum ekki að skapa okkur nógu góð færi. Þegar við fengum færi náðum við einfaldlega ekki að nýta þau. Fylkisstúlkur voru samt mjög heppnar á tímum en þær náðu að bjarga á marklínu þónokkrum sinnum. Leikurinn endaði eins og áður sagði 1-0 og er mjög margt í okkar leik sem við þurfum að lagfæra. Það var klárlega mikill “janúarbragur” á þessum leik, allir leikmennirnir fengu að spreyta sig en því miður er ekki hægt að segja að neinn hafi staðið sig neitt sérstaklega vel. Pála og Sif voru skástar í döprum leik okkar í kvöld. Rakel átti eina og eina góða rispu og hefði verið fínt að fá fleiri þannig framtök frá öðrum framliggjandi leikmönnum liðsins.

Liðið: Gugga (Ása), Pála, Ásta (Anna), Guðný (Hallbera), Björg (Ásta Magga), Sif, Kata, Vanja, Dóra María, Rakel (Thelma) og Nína

Næsti leikur okkar er laugardaginn 27. janúar við Þrótt í Egilshöll klukkan 13.00.

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Hallbera Guðný Gísladóttir 



Hallbera betur þekkt sem Berry er 20 ára gömul og kemur frá Akranesi. Hún spilaði þar með asnaliðinu ÍÍAA alla sína yngriflokka. Það var haustið 2005 sem stelpan ákvað að slíta naflastrenginn frá uppeldisfélaginu sínu og ganga til liðs við stórveldið Val. Hallbera á að baki 52 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim 17 mörk. Einnig á stúlkan landsleiki á baki með þrem landsliðum Íslands eða u-17, u-19 og u-21 og því stefnir hún óhikað á A landsliðið í komandi framtíð.
Það er skemmst frá því að segja að Berry hefur komið með nýjan og skemmtilegan svip á valsliðið með góðum húmor sínum. Stúlkunni finnst einstaklega gaman að skemmta sér og öðrum og er gjörn á að standa uppi fyrir almenningi og hafa skemmtiatriði ALEIN J. Berry hefur staðið sig mjög vel fyrir Val og væntum við þess að hún bæti við og geri ennþá betur. Sterkur vinstrifótur hennar og skap eru helstu kostir hennar og væntum við þess að njóta krafta hennar i framtíðinni.
Í dag er Hallbera að vinna á kassa í bónus í kringlunni þar sem hún hefur fundið ævistarf sitt. Við á Valurwoman óskum henni velfarnaðar í því starfi í náinni framtíð.
HGG we lovejú p.s endilega hendið inn sögum af Berry í comments því nóg er til af þeim. Leifum fólki að kynnast henni aðeins betur

Miðvikudagsmyndin 


þriðjudagur, janúar 16, 2007

Nína 22 ára í dag 

Stormsenterinn okkar frá Sandgerði city á 22 ára afmæli í dag





Valurwoman óskar henni innilega
til hamingju með daginn :)

The social butterfly...framundan... 

Jæja girls...ætlaði bara að mynna á hið árlega idolkvold vals sem verður 20 jan nk. í laugardalshöll (í e-h nýjum veislusal). Nú þarna verða saman komin mfl kvenna og karla í val í öllum þeim bolta iþróttum sem stundaðar eru að Hlíðarenda. Það verður eflaust mikið stuð og mikið grín...hver man ekki eftir Laufey nokkurri Ólafsdóttur sem tók hérna sælla minninga lagið MÆJA HÍ...hehe

En það er skylda að mæta og nú þurfum við stúlkukindurnar að finna atriði. ja þetta verður sko gaman. vííííí!

ANNAÐ SKEMTILEGT FRAMUNDAN HJA félagslega fiðrildinu er að 24 jan..einnig nk. ætlar kvennaráðið (rósa pósa og earlie the pearlie) að standa fyrir smá félaglegu verkefni eftir æfingu í sporthúsinu... æfinging verður frá16:30-17:30 og er áætlað að dagsskráin byrji um 18:00. NÚ ÞAÐ ER SKYLDUMÆTING...OG EINS GOTT AÐ ALLAR MÆTI!

Jæja kveð í bili. ta ta

laugardagur, janúar 13, 2007

Reykjavíkurmótið senn að hefjast... 

Fyrsti leikur okkar árið 2007 verður á móti Fylki í Reykjavíkurmótinu fimmtudaginn 18.janúar kl.21.00 í Egilshöll. Hérna er hægt að sjá link á mótið í heild: http://ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=14385
Núverandi Reykjavíkurmeistarar eru KR en þær unnu okkur í fyrra 2-1 í hreinum úrslitaleik um titilinn.
Nú verður gaman að sjá hvernig liðið nær að stilla saman strengi en þónokkrar mannabreytingar hafa orðið síðan 2006, Margrét Lára fór í Duisburg og Rut í HK/víking, auk þess að Laufey Jó er enn meidd eins og flestir vita. Í staðinn höfum við fengið góðan liðstyrk, Vönju Stefanovich frá blikum, endurheimtum Nínu aftur úr Keflavík, Sif Atla kom úr Þrótt, síðan fengum við fjóra unga og mjög efnilega leikmenn: Björg sem kom aftur til Vals frá haukum en hún er uppalin Valsari, Anna Garðars kom úr HK, Linda Rós úr Haukum og Margrét úr Ægi.
Það verður semsagt spennandi að sjá nýja uppstillingu liðsins á fimmtudag!

Til gamans má geta að Vanja rústaði nýjum liðsfélögum sínum í píptesti sem var á þriðjudaginn en hún er í hörkuformi greinilega!

fimmtudagur, janúar 11, 2007

Módel líðandi stundar......þjálfarar Vals.. 



Þó að Elísabet Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson séu annasamir þjálfarar Vals þá þykir þeim ekkert tiltökumál að skella sér öðru hverju "on the runway" til að sinna módelstörfum í þágu heimsfriðar.. Sagan segir að þjálfararnir séu orðnir mjög eftirsóttir í fyrirsætubransanum og þéni dágóðan pening sem fer beint í kaup á nýjum teygjum, stigum, píptest geisladiskum og skeiðklukkum fyrir komandi tímabil...

miðvikudagur, janúar 10, 2007

BYSSA MÁNAÐARINS (JAN) 


jÁ EKKI MÁ GLEYMA ÞESSUM GEYSIVINSÆLA LIÐ HERNA Á VALURWOMAN...
og að þessu sinni er það hin snoppufríða og kat-liðuga markmans kvendi hún GUGGA!

SJÁIÐI BARA ÞESSA BYSSU OF HERS;) ALVEG MAGNIFICENT OG HREINT ALVEG ÓTRÚLEGT AÐ HÚN GETI SKUTLAÐ SÉR Á MILLI STANGANNA MEÐ SVONA BYSSU!:)

jæja við biðum svo öll spennt eftir næsta mánuð...en þá verða allar komnar langt inn í lyftingar prógrammið ógurlega sem að beta var að láta okkur fá og alldrei að vita nema að nýjir kandídatar fyrir þennan lið dúkki upp á yfir borðið,....jafnvel einhverjar sem hefðu aldrei áður komið til greina sem byssur mánaðarins. þetta verður því spennandi að sja!

en yfir dívan kveður og sjáumst í næsta mánuði. TA TA!


mánudagur, janúar 08, 2007

Æfingar hefjast á fullu - a.k.a skyldumæting! 




Nú fara æfingar að hefjast á fullu og segir sagan að Elísabet Gunnarsdóttir sé búin að skipuleggja æfingar dauðans sem felast í allskyns erfiði s.s klífa veggi, hlaupa í teygjum, slást, kasta exi, suicide spretti og margt margt fleira, vertu tilbúin!
Nú þýðir ekkert elsku mamma neitt því undirbúningstímabilið er formlega hafið!

sjáumst á æfingu....


laugardagur, janúar 06, 2007

Margrét Lára Íþróttamaður Vals 2006 

Margrét Lára sankaði að sér hverjum titlinum á fætur öðrum í jólafríinu og er komin tími á að taka þá hérna saman á síðunni! Íþróttamaður Vals 2006,
5. sæti í Íþróttamanni ársins með 135 atkvæði,
Knattspyrnukona ársins 2006 valin af KSI
Knattspyrnukona ársins 2006 valin af ÍSÍ

og síðan auðvitað besti leikmaður íslandsmótsins á KSI hófinu....
Innilega til hamingju með öll þessi stórkostlegu verðlaun!
p.s endilega bætið við ef ég er að gleyma einhverju..

Dóra María Lárusdóttir 


Góðan daginn gott fólk þá er komið að næstu í röðinni í leikmaður í hnotskurn! Það er engin önnur er ofurdívan Dóra María Lárusdóttir. Dóra María er uppalin í Reykjavík og hefur helst slitið skóm sínum í fossvoginum og svo að sjálfsögðu að Hlíðarenda. Hún kemur úr mikilli Valsfjölskyldu og er því uppalin í Val og á sér enga sögu hjá öðrum liðum.

Dóra María skrifaði nýverið undir 2 ára samning við félagið og mun því á næsta ári spila sitt 7 tímabil með meistaraflokki Vals. Dóra sem er 22 ára hefur spilað 71 leik í m.fl. og skorað í þeim 34 mörk. Að auki hefur hún spilað 19 A landsleiki, 21 leik með U-21, 17 leiki með U-19 og loks 8 leiki með U-17 ágætis record þar á ferð. Dóru María er nú á öðru ári í námi við University of Road Island í Bandaríkjunum en það er orðið á götunni að framtíðardraumar hennar séu að verða fyrsta freyja hjá Icelandair. Það ætti nú að vera öllum ljóst að Dóra María er líklega vinsælasta stúlka flokksins ef ekki alls félagsins hjá hinu kyninu og á hún það til að vaða í karlmönnum. En það er þó merkilegt að segja frá því að stúlkan er ekki gengin út.



















We love you og hlökkum til að fá þig heim í vor ferska sem vind :*

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Miðvikudagsmyndin... 

DM í stuði

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Íþróttafréttamynd ársins? 



Ótrúlega flott mynd á ögurstundu.....


This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow